„Guð minn góður, ég er í gini hvals“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 08:39 Hnúfubakur gleypti sjómann í Bandaríkjunum í gær. Þeir sluppu til allrar lukku báðir ómeiddir. Skjáskot Bandarískur humarsjómaður lenti í því magnaða atviki að vera gleyptur af Hnúfubaki, sem virðist ekki hafa líkað bragðið og spýtti honum aftur út. Hann slapp vel þrátt fyrir martraðakennda sögu og virðist aðeins hafa farið úr öðrum hnjálið. Michael Packard var að kafa eftir humriþegar hvalurinn gleypti hann og hélt honum í munni sínum í um hálfa mínútu áður en hann spýtti honum aftur út fyrir utan strendur Provincetown í Massachusetts. Þrátt fyrir beiðnir eiginkonu Packards um að hann fái sér nýja vinnu hefur hann tekið þá ákvörðun að gefast ekki upp á fjörutíu ára starfsferli sínum og ætlar að halda áfram að kafa. Hnúfubakar geta orðið allt að fimmtán metra langir og vega um 36 tonn. Samkvæmt samtökunum World Wildlife Fund eru um 60 þúsund hnúfubakar í heiminum. Packard, sem er 56 ára gamall, sagði í samtali við Cape Cod Times að hann og félagi hans hafi farið á báti sínum, Ja‘n J, og siglt frá Herring Cove á föstudagsmorgunn. Aðstæður hafi verið frábærar og þeir hafi séð um tuttugu metra niður í sjóinn. Eftir að hann hafi hoppað ofan í sjóinn hafi hann fundið hnykk og allt í einu hafi allt verið svart. Hann hélt til að byrja með að hvíthákarl hafi ráðist á sig en svo hafi hann þreifað til og ekki fundið neinar tennur. „Og þá fattaði ég: Guð minn góður, ég er í gini hvals og hann mun gleypa mig. Nú mun ég deyja.“ Hann segist hafa hugsað til eiginkonu sinnar og tveggja sona, sem eru 12 og 15 ára gamlir. „Svo allt í einu fór hann upp á yfirborðið og blés og hristi hausinn. Ég skaust upp í loftið og lenti aftur í vatninu. Ég var frjáls og flaut þarna. Ég trúi þessu ekki… en ég er hér til að segja söguna.“ Félagi hans, sem beið í örvæntingu eftir að sjá einhver merki um Packard, á meðan hann var inni í hvalnum, dró hann aftur í bátinn. Þeir sendu út hjálparbeiðni og sjúkrabíll sótti hann á bryggjuna. Dýr Bandaríkin Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Michael Packard var að kafa eftir humriþegar hvalurinn gleypti hann og hélt honum í munni sínum í um hálfa mínútu áður en hann spýtti honum aftur út fyrir utan strendur Provincetown í Massachusetts. Þrátt fyrir beiðnir eiginkonu Packards um að hann fái sér nýja vinnu hefur hann tekið þá ákvörðun að gefast ekki upp á fjörutíu ára starfsferli sínum og ætlar að halda áfram að kafa. Hnúfubakar geta orðið allt að fimmtán metra langir og vega um 36 tonn. Samkvæmt samtökunum World Wildlife Fund eru um 60 þúsund hnúfubakar í heiminum. Packard, sem er 56 ára gamall, sagði í samtali við Cape Cod Times að hann og félagi hans hafi farið á báti sínum, Ja‘n J, og siglt frá Herring Cove á föstudagsmorgunn. Aðstæður hafi verið frábærar og þeir hafi séð um tuttugu metra niður í sjóinn. Eftir að hann hafi hoppað ofan í sjóinn hafi hann fundið hnykk og allt í einu hafi allt verið svart. Hann hélt til að byrja með að hvíthákarl hafi ráðist á sig en svo hafi hann þreifað til og ekki fundið neinar tennur. „Og þá fattaði ég: Guð minn góður, ég er í gini hvals og hann mun gleypa mig. Nú mun ég deyja.“ Hann segist hafa hugsað til eiginkonu sinnar og tveggja sona, sem eru 12 og 15 ára gamlir. „Svo allt í einu fór hann upp á yfirborðið og blés og hristi hausinn. Ég skaust upp í loftið og lenti aftur í vatninu. Ég var frjáls og flaut þarna. Ég trúi þessu ekki… en ég er hér til að segja söguna.“ Félagi hans, sem beið í örvæntingu eftir að sjá einhver merki um Packard, á meðan hann var inni í hvalnum, dró hann aftur í bátinn. Þeir sendu út hjálparbeiðni og sjúkrabíll sótti hann á bryggjuna.
Dýr Bandaríkin Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira