Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Árni Sæberg skrifar 13. júní 2021 12:53 Tómas Guðbjartsson segir hárrétt hafa verið brugðist við þegar Christian Eriksen hné niður. Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. Tómas segir snör viðbrögð skipta höfuðmáli þegar atvik á borð við það sem gerðist í gær gerast. Miðað við það sem hann sá í fréttamiðlum í gær virðist hárrétt hafa verið brugðist við. „Við vitum það að við líkamshita þá þolir heilinn ekki nema 4 mínútur í hjartastoppi áður en það verða óafturkræfar breytingar á heilafrumum, það skiptir gríðarlegu máli að koma hjartanu í gang,“ segir Tómas í viðtali við fréttastofu. Aðspurður segir Tómas erfitt að segja til um hvað olli því að Eriksen hné niður í gær. Þó nefnir hann sjúkdóminn hjartavöðvakvilla sem mögulega orsök. Hjartavöðvakvilli veldur þykknun í hjartavöðvum og hjartsláttartruflunum. Sjúkdómurinn hefur verið í umræðunni undanfarið, sér í lagi í tengslum við íþróttafólk. Ítalir hafa til að mynda sett reglur um að allir atvinnuíþróttamenn undirgangist hjartarannsóknir árlega. Reglurnar voru settar eftir að 39 íþróttamenn létust úr skyndilegu hjartastoppi árið 2019 á ítalíu. Tómas segir hjartavöðvakvilla geta valdið óreglulegum slætti hjartans, sem getur valdið því að hjartað hætti að dæla blóði til heilans og annarra líffæra. Afleiðing þess er að ,,það slökkni hreinlega á manni,“ samkvæmt Tómasi. Tómas segir Christian Eriksen heppinn að hafa komist til meðvitundar eftir góð viðbrögð lækna og sjúkraliða á vellinum í gær. Ef sjúklingar komast ekki til meðvitundar fljótt eftir hjartastopp er svokallaðri kælimeðferð beitt. Þá er líkamshiti þeirra lækkaður viljandi til að hægja á efnaskiptum heilans. Með því er hægt að bjarga heilastarfsemi sjúklinganna. EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Tómas segir snör viðbrögð skipta höfuðmáli þegar atvik á borð við það sem gerðist í gær gerast. Miðað við það sem hann sá í fréttamiðlum í gær virðist hárrétt hafa verið brugðist við. „Við vitum það að við líkamshita þá þolir heilinn ekki nema 4 mínútur í hjartastoppi áður en það verða óafturkræfar breytingar á heilafrumum, það skiptir gríðarlegu máli að koma hjartanu í gang,“ segir Tómas í viðtali við fréttastofu. Aðspurður segir Tómas erfitt að segja til um hvað olli því að Eriksen hné niður í gær. Þó nefnir hann sjúkdóminn hjartavöðvakvilla sem mögulega orsök. Hjartavöðvakvilli veldur þykknun í hjartavöðvum og hjartsláttartruflunum. Sjúkdómurinn hefur verið í umræðunni undanfarið, sér í lagi í tengslum við íþróttafólk. Ítalir hafa til að mynda sett reglur um að allir atvinnuíþróttamenn undirgangist hjartarannsóknir árlega. Reglurnar voru settar eftir að 39 íþróttamenn létust úr skyndilegu hjartastoppi árið 2019 á ítalíu. Tómas segir hjartavöðvakvilla geta valdið óreglulegum slætti hjartans, sem getur valdið því að hjartað hætti að dæla blóði til heilans og annarra líffæra. Afleiðing þess er að ,,það slökkni hreinlega á manni,“ samkvæmt Tómasi. Tómas segir Christian Eriksen heppinn að hafa komist til meðvitundar eftir góð viðbrögð lækna og sjúkraliða á vellinum í gær. Ef sjúklingar komast ekki til meðvitundar fljótt eftir hjartastopp er svokallaðri kælimeðferð beitt. Þá er líkamshiti þeirra lækkaður viljandi til að hægja á efnaskiptum heilans. Með því er hægt að bjarga heilastarfsemi sjúklinganna.
EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira