Gary Neville telur Liverpool hafa gert stór mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 10:00 Georginio Wijnaldum fagnar marki sínu með hollenska landsliðinu á móti Úkraínu í gær. AP/Peter Dejong Georginio Wijnaldum minnti á sig í sigri Hollendinga á Evrópumótinu í gærkvöldi með því að skora fyrsta markið í 3-2 sigri á Úkraínu. Wijnaldum hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool og ein orðhvöt Manchester United goðsögn er á því að Liverpool liðið eigi eftir að sakna hollenska miðjumannsins mikið á næstu leiktíð. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að leita að nýjum miðjumanni í sumar eftir að Georginio Wijnaldum rann út á samning og ákvað að semja við franska félagið Paris Saint Germain. 'Unsung hero' - Gary Neville makes Gini Wijnaldum claim after Liverpool exit #lfchttps://t.co/E0cCGsI4Vm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) June 13, 2021 Gary Neville, knattspynuspekingur og Manchetser United goðsögn, er mikill aðdáandi Georginio Wijnaldum en hann hefur oft hrósað honum mikið fyrir frammistöðu hans með Liverpool. Neville varar Liverpool fólk við því að liðið þeirra eigi eftir að sjá mikið eftir því að Hollendingurinn hafi fengið að fara frítt. „Hann hefur ekki fengið það lof sem hann á skilið. Fólk er alltaf að tala um frábæru leikmennina hjá Liverpool og nefna hann sjaldnast á nafn,“ sagði Gary Neville á ITV Sport. „Ég held að þeir eigi eftir að sakna hans mikið á næsta tímabili. Það verður mjög erfitt fyrir Liverpool að finna mann í hans stað. Hann er einn af þessum leikmönnum sem heldur hlutunum gangandi,“ sagði Neville sem er á því að Liverpool hafi þarna gert stór mistök. Georginio Wijnaldum has scored 15 goals in his last 26 appearances for the Netherlands #EURO2020 pic.twitter.com/wZMk2eMQzZ— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 „Þú horfir kannski ekki á hann spila og heldur að hann sé að gera einhverja stórbrotna hluti. Ég get samt ímyndað mér það að liðfélagarnir beri mikla virðingu fyrir honum því hann dekkar stórt svæði á vellinum. Hann einfaldar hlutina fyrir liðsfélaga sína. Hann er óeigingjarn leikmaður og mjög mikilvægur fyrir þetta hollenska lið,“ sagði Neville. Yves Bissouma hjá Brighton, Florian Neuhaus hjá Borussia Monchengladbach og Youri Tielemans hjá Leicester hafa allir verið orðaðir við Liverpool sem hugsanlegur eftirmaður Georginio Wijnaldum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að leita að nýjum miðjumanni í sumar eftir að Georginio Wijnaldum rann út á samning og ákvað að semja við franska félagið Paris Saint Germain. 'Unsung hero' - Gary Neville makes Gini Wijnaldum claim after Liverpool exit #lfchttps://t.co/E0cCGsI4Vm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) June 13, 2021 Gary Neville, knattspynuspekingur og Manchetser United goðsögn, er mikill aðdáandi Georginio Wijnaldum en hann hefur oft hrósað honum mikið fyrir frammistöðu hans með Liverpool. Neville varar Liverpool fólk við því að liðið þeirra eigi eftir að sjá mikið eftir því að Hollendingurinn hafi fengið að fara frítt. „Hann hefur ekki fengið það lof sem hann á skilið. Fólk er alltaf að tala um frábæru leikmennina hjá Liverpool og nefna hann sjaldnast á nafn,“ sagði Gary Neville á ITV Sport. „Ég held að þeir eigi eftir að sakna hans mikið á næsta tímabili. Það verður mjög erfitt fyrir Liverpool að finna mann í hans stað. Hann er einn af þessum leikmönnum sem heldur hlutunum gangandi,“ sagði Neville sem er á því að Liverpool hafi þarna gert stór mistök. Georginio Wijnaldum has scored 15 goals in his last 26 appearances for the Netherlands #EURO2020 pic.twitter.com/wZMk2eMQzZ— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 „Þú horfir kannski ekki á hann spila og heldur að hann sé að gera einhverja stórbrotna hluti. Ég get samt ímyndað mér það að liðfélagarnir beri mikla virðingu fyrir honum því hann dekkar stórt svæði á vellinum. Hann einfaldar hlutina fyrir liðsfélaga sína. Hann er óeigingjarn leikmaður og mjög mikilvægur fyrir þetta hollenska lið,“ sagði Neville. Yves Bissouma hjá Brighton, Florian Neuhaus hjá Borussia Monchengladbach og Youri Tielemans hjá Leicester hafa allir verið orðaðir við Liverpool sem hugsanlegur eftirmaður Georginio Wijnaldum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira