Aukning í sumarhúsakaupum rakin til faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 10:18 Úr Skorradal. Þar er mikið af sumarbústöðum. Vísir/Jói K. Mikil aukning hefur orðið á sumarhúsakaupum hér á landi. Undirritaðir kaupsamningar um sumarhús voru 129 á fyrsta fjórðungi þessa árs og eru þeir margfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í hagsjá hagfræðideildar Landsbankans fyrir fasteignamarkaðinn sem send var út í dag. „Mikill áhugi virðist vera á sumarhúsakaupum samkvæmt gögnum Þjóðskrár um mánaðarlegan fjölda kaupsamninga um sumarhús og lóðir undir sumarhús. Skarpur viðsnúningur varð um leið og Covid-faraldurinn braust út þar sem viðskipti fóru úr því að vera um 17 talsins á mánuði á fyrsta fjórðungi síðast árs upp í að jafnaði 52 á mánuði á öðrum ársfjórðungi. Slík aukning hefur ekki mælst á jafn skömmum tíma frá upphafi gagnasöfnunar,“ segir þar. Þá kemur fram að mesti fjöldi sem mælst hefði í stökum mánuði hefði verið í júní á síðasta ári, þegar 73 kaupsamningar voru undirritaðir. Nýjustu gögnin ná yfir aprílmánuð á þessu ári, þegar 62 samningar voru undirritaðir. Í hagsjánni er þá dregin sú ályktun að færri ferðalög til útlanda og aukinn tími fólks heima við, sökum kórónuveirufaraldursins, valdi auknum áhuga fólks á að fjárfesta í sumarhúsum hér á landi. Ef fyrstu ársfjórðungar 2020 og 2021 eru bornir saman sést að aukning í undirritunum kaupsamninga er 153 prósent. Hóflægar hækkanir Í hagsjánni er þá vakin athygli á því að verðhækkanir virðist nokkuð hóflegar, þrátt fyrir aukna sölu. „Meðalfermetraverð seldra sumarhúsa hækkaði um 10% milli ára í fyrra á sama tíma og kaupsamningum fjölgaði um 58%. Hækkunin nú er mun minni en sást á árunum 2005-2007 þegar verð á sumarhúsum hækkaði um allt að 30% milli ára. Hér er þó einungis verið að skoða verð á byggðum sumarhúsum sem hafa áður selst, þ.e. nýbyggingar eru ekki með og heldur ekki verð á óbyggðum lóðum.“ Það er talið til marks um nokkuð gott framboð af sumarhúsalóðum og byggðum sumarhúsum að verðhækkanir hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Þó gögn um verðþróun á þessu ári séu ekki aðgengileg er gert ráð fyrir því að hækkanir séu ef til vill í meiri takti við eftirspurn og hærra fasteignaverð almennt. Suðurlandið sér á báti Um það bil 14.500 sumarhús eru skráð hér á landi. Rúmur helmingur þeirra er á Suðurlandi og 21 prósent á Vesturlandi. Ef litið er til sveitarfélaga eru sumarhús flest í Grímsnes- og Grafningshreppi, eða um 3.100 talsins. Sumarhús í sveitarfélaginu eru um fjórtán sinnum fleiri en íbúðarhús. Í Bláskógabyggð er svipaða sögu að segja. Þar eru sumarhús um 2.100 talsins en íbúðir tæplega 500, samkvæmt hagsjánni. Á Vesturlandi er flest sumarhús að finna í Borgarbyggð, um 1.500 á móti 1.900 íbúðarhúsum. „Það er því ljóst að í sumum sveitarfélögum landsins er uppistaða byggðar fyrst og fremst sumarbústaðir. Á landinu öllu er þó um það bil einn bústaður fyrir hverjar 10 íbúðir.“ Óvíst með framhaldið Í hagsjánni er þá tekið fram að þróunin virðist sýna fram á að lágir vextir, aukinn kaupmáttur, færri ferðalög og aðrir fylgifiskar faraldursins hafi hvatt marga til þess að fjárfesta í sumarhúsum, sem og öðru íbúðarhúsnæði. Óvíst er hvort vöxturinn haldi áfram með sama hraða, og mögulegt að um tímabundin áhrif að ræða sem rekja megi til ástandsins sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Fasteignamarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Þetta kemur fram í hagsjá hagfræðideildar Landsbankans fyrir fasteignamarkaðinn sem send var út í dag. „Mikill áhugi virðist vera á sumarhúsakaupum samkvæmt gögnum Þjóðskrár um mánaðarlegan fjölda kaupsamninga um sumarhús og lóðir undir sumarhús. Skarpur viðsnúningur varð um leið og Covid-faraldurinn braust út þar sem viðskipti fóru úr því að vera um 17 talsins á mánuði á fyrsta fjórðungi síðast árs upp í að jafnaði 52 á mánuði á öðrum ársfjórðungi. Slík aukning hefur ekki mælst á jafn skömmum tíma frá upphafi gagnasöfnunar,“ segir þar. Þá kemur fram að mesti fjöldi sem mælst hefði í stökum mánuði hefði verið í júní á síðasta ári, þegar 73 kaupsamningar voru undirritaðir. Nýjustu gögnin ná yfir aprílmánuð á þessu ári, þegar 62 samningar voru undirritaðir. Í hagsjánni er þá dregin sú ályktun að færri ferðalög til útlanda og aukinn tími fólks heima við, sökum kórónuveirufaraldursins, valdi auknum áhuga fólks á að fjárfesta í sumarhúsum hér á landi. Ef fyrstu ársfjórðungar 2020 og 2021 eru bornir saman sést að aukning í undirritunum kaupsamninga er 153 prósent. Hóflægar hækkanir Í hagsjánni er þá vakin athygli á því að verðhækkanir virðist nokkuð hóflegar, þrátt fyrir aukna sölu. „Meðalfermetraverð seldra sumarhúsa hækkaði um 10% milli ára í fyrra á sama tíma og kaupsamningum fjölgaði um 58%. Hækkunin nú er mun minni en sást á árunum 2005-2007 þegar verð á sumarhúsum hækkaði um allt að 30% milli ára. Hér er þó einungis verið að skoða verð á byggðum sumarhúsum sem hafa áður selst, þ.e. nýbyggingar eru ekki með og heldur ekki verð á óbyggðum lóðum.“ Það er talið til marks um nokkuð gott framboð af sumarhúsalóðum og byggðum sumarhúsum að verðhækkanir hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Þó gögn um verðþróun á þessu ári séu ekki aðgengileg er gert ráð fyrir því að hækkanir séu ef til vill í meiri takti við eftirspurn og hærra fasteignaverð almennt. Suðurlandið sér á báti Um það bil 14.500 sumarhús eru skráð hér á landi. Rúmur helmingur þeirra er á Suðurlandi og 21 prósent á Vesturlandi. Ef litið er til sveitarfélaga eru sumarhús flest í Grímsnes- og Grafningshreppi, eða um 3.100 talsins. Sumarhús í sveitarfélaginu eru um fjórtán sinnum fleiri en íbúðarhús. Í Bláskógabyggð er svipaða sögu að segja. Þar eru sumarhús um 2.100 talsins en íbúðir tæplega 500, samkvæmt hagsjánni. Á Vesturlandi er flest sumarhús að finna í Borgarbyggð, um 1.500 á móti 1.900 íbúðarhúsum. „Það er því ljóst að í sumum sveitarfélögum landsins er uppistaða byggðar fyrst og fremst sumarbústaðir. Á landinu öllu er þó um það bil einn bústaður fyrir hverjar 10 íbúðir.“ Óvíst með framhaldið Í hagsjánni er þá tekið fram að þróunin virðist sýna fram á að lágir vextir, aukinn kaupmáttur, færri ferðalög og aðrir fylgifiskar faraldursins hafi hvatt marga til þess að fjárfesta í sumarhúsum, sem og öðru íbúðarhúsnæði. Óvíst er hvort vöxturinn haldi áfram með sama hraða, og mögulegt að um tímabundin áhrif að ræða sem rekja megi til ástandsins sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins.
Fasteignamarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent