Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - KR 0-2 | KR-ingar fyrstir til að sækja þrjú stig í Breiðholtið Andri Gíslason skrifar 14. júní 2021 21:11 Kjartan Henry skoraði síðara mark KR í kvöld. vísir/hulda margrét KR-ingar heimsóttu Leiknismenn í Breiðholtið fyrr í kvöld og unnu þar sannfærandi 2-0 sigur gegn nýliðunum þar sem Pálmi Rafn Pálmason og Kjartan Henry Finnbogason skoruðu sitt hvort markið. Leiknismenn byrjuðu leikinn ágætlega og náðu þeir skalla á markið strax eftir 4 mínútna leik en þar við sat. KR-ingar pressuðu Leiknismenn hátt og skilaði það sér í marki strax á 5.mínútu leiksins. Atli Sigurjónsson tók þá hornspyrnu á fjærstöngina og datt boltinn fyrir fætur Pálma Rafns sem tók eina snertingu og hamraði svo boltanum í Arnór Inga varnarmann Leiknis og endaði boltinn í markinu. Eftir þetta voru KR-ingar töluvert meira með boltann og pressuðu Leiknismenn virkilega vel sem leiddi til margra varnarmistaka. Kristján Flóki Finnbogason átti góðan sprett á 15.mínútu leiksins og reyndi svo að leggja boltann í hornið en Guy Smit sá við honum í þetta skiptið. Ægir Jarl Jónasson átti einnig nokkrar tilraunir í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma boltanum í netið. Eftir rúmlega hálftíma leik vöknuðu Leiknismenn og átti þá Máni Austmann Hilmarsson frábært skot sem endaði í slánni. Virkilega góð tilraun hjá Mána en óheppinn var hann. Bæði lið reyndu að sækja en náðu hvorugt að koma boltanum í netið og var staðan 1-0 þegar ágætur dómari leiksins flautaði til leikhlés. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og skilaði það sér í marki strax á 50.mínútu leiksins. Kristján Flóki fékk þá sendingu inn fyrir vörnina og var einn á móti Guy Smit í marki Leiknis og vippar glæsilega yfir hann, boltinn er á leiðinni í netið þegar Kjartan Henry pikkar honum inn eins og alvöru framherja sæmir. Lítið var um almennileg marktækifæri í síðari hálfleik en baráttan var mikil og var frammistaða Leiknis í síðari hálfleik töluvert betri en í þeim fyrri. KR-ingar sýndu þó virkilega fagmannlega frammistöðu og uppskáru 2-0 sigur hér í kvöld. Af hverju vann KR? KR-ingar voru einfaldlega tilbúnari í þennan leik og voru mun ákveðnari í öllum aðgerðum á vellinum hér í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Það voru margir góðir í KR liðinu í kvöld og var varnarlínan virkilega góð og hleyptu Leiknismönnum í fá færi. Kennie Chopart var öflugur í bakverðinum og var duglegur að hjálpa til í sókninni Hvað gekk illa? Leiknismönnum gekk illa eftir að þeir fengu fyrsta markið á sig og voru undir í allri baráttu en KR-ingar gerðu þeim virkilega erfitt fyrir með góðri pressu. Hvað gerist næst? Leiknir heimsækir Keflavík næstkomandi sunnudag en KR-ingar fara í Víkina og mæta þar toppliði deildarinnar. Rúnar: Við ætluðum ekki að hleypa þeim inn í leikinn Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur á Leikni fyrr í kvöld. „Ég er mjög sáttur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á og gott Leiknislið sem er búið að spila flottan bolta í sumar og ekki auðvelt að koma hingað og vinna 2-0. Ég er ánægður með að við héldum markinu hreinu og svo skorum við snemma í báðum hálfleikum sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur. Ég hefði viljað nýta þessa svokölluðu yfirburði fyrstu 20-30 mínúturnar þar sem við náðum að pressa vel á þá og hleyptum þeim ekki út. Við fengum nokkur færi og ég hefði viljað vera með meiri forystu í hálfleik. Fyrir vikið þá þurftum við bara að halda áfram og við vildum vinna seinni hálfleikinn. Við ætluðum ekki að halda aftur af okkur og hleypa þeim inn í leikinn.“ KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu mark snemma líkt og í þeim fyrri „Við náðum marki snemma í seinni hálfleik sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur og þá náðum við að róa aðeins leikinn og stjórna hraðanum í leiknum. Leiknir kemst aðeins í leikinn síðustu 10-15 mínúturnar og ná að þrýsta okkur aftar á völlinn og þeir eru alltaf stórhættulegir þannig ég var aldrei rólegur.“ Fyrsti hálftíminn af leiknum var eign KR-inga og voru þeir ofan á í allri baráttu „Við vitum að þeir geta spilað góðan fótbolta og reyna það og vildum stoppa þá í því að hleypa þeim í þæginlegar stöður og einnig til að keyra okkur sjálfa í gang. Við erum að koma úr tveggja vikna fríi þar sem við spiluðum engan æfingaleik en æfðum vel. Ég var smá smeykur í byrjun þegar leikurinn fór af stað en við náðum góðri hápressu og komum okkur sjálfum í gírinn með því og það virkaði vel þótt ég hefði viljað skora fleiri í fyrri hálfleik.“ KR-ingar voru að koma úr 2 vikna pásu og telur Rúnar að þeir hafi nýtt þá pásu nokkuð vel „Við gáfum strákunum gott frí, æfðum vel og tókum eitt social kvöld þannig það var nóg að gerast hjá okkur. Strákarnir eru búnir að vera mjög fókuseraðir á þetta verkefni og við erum á fínum stað þótt við værum til í að vera með fleiri stig.“ KR er í 5.sæti með 11 stig eftir fyrstu 8 umferðirnar og þrátt fyrir góða spilamennsku væri Rúnar til í að vera með fleiri stig „Ég er ekki alveg nógu sáttur, ég hefði viljað vera með fleiri stig af því við erum búnir að spila marga góða leiki. Við erum ekki búnir að fá öll þau stig sem mér finnst hafa átt skilið og tapað stigum þar sem við höfum verið betri aðilinn og ekki náð að klára leikina nógu vel. Við þurfum að vinna aðeins meira fyrir hlutunum en framlagið í leikjunum hingað til hefur verið mjög gott. Hlaupatölurnar eru góðar en þetta er bara útkoman þrátt fyrir að ég hefði viljað meira.“ Kristján Flóki: Gulls ígildi að hafa svona mann við hliðina á sér Kristján Flóki Finnbogason átti góðan dag í framlínu KR í kvöld og var virkilega sáttur með sigurinn á Leikni. „Ég er mjög sáttur. 3 stig á erfiðum útivelli þannig þetta er eins gott og það verður.“ KR-ingar pressuðu duglega á Leiknismenn í byrjun leiks og sáu Leiknismenn varla til sólar fyrsta hálftímann. „Planið var bara að koma út og vera með læti og keyra yfir þá í fyrri hálfleik. Við hleyptum þeim aðeins inn í leikinn síðasta korterið en það sem við gerðum vel var að koma inn í seinni hálfleikinn og skora mark strax.“ Kristján Flóki spilaði við hlið Kjartans Henry Finnbogasonar í framlínu KR í kvöld og var hann spurður hvernig væri að spila með þessum reynda framherja. „Það er ótrúlega gott, hann er vinnusamur, það heyrist vel í honum og er hann duglegur að tala við mann og stýra manni. Það er bara gulls ígildi að hafa svona mann við hliðina á sér.“ Í öðru marki KR átti Kristján Flóki góðan sprett og svo glæsilega vippu yfir Guy Smit í marki Leiknis áður en Kjartan Henry kom og ýtti boltanum yfir línuna. Hann var þó hógvær þegar hann var spurður út í markið sjálft. „Markið telur jafn mikið sama hver skorar þannig ég er bara sáttur að við skoruðum.“ Sigurður: Það náðist enginn taktur Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis hafði þetta að segja um frammistöðu síns liðs í kvöld. „Mér fannst heildarbragurinn á liðinu ágætur en það sem varð okkur að falli var að of margir lykilmenn voru off í dag sem tók svolítið taktinn úr okkur. Móttökur og sendingar þegar við vorum komnir í ágætis stöður voru að klikka og það náðist enginn taktur.“ Leiknismenn voru undir í allri baráttu fyrsta hálftímann í leiknum í kvöld. „Mér fannst við mæta mjög tilbúnir fyrstu fimm mínúturnar þangað til við fáum markið á okkur og þá fannst mér við vera sleggnir útaf laginu og alltof lengi að hrista það af okkur. Þegar við loksins náðum því síðustu 15-20 mínúturnar, þá fannst mér við bara öflugir.“ Leiknismenn fengu tveggja vikna pásu líkt og andstæðingar þeirra í dag og telur Sigurður að hans lið hafi nýtt hvíldina vel. „Okkur veitti ekki af smá hvíld og fríi og áttum loksins mjög góða æfingaviku. Við gátum farið í alvöru fótboltaæfingar þannig ég held það hafi bara verið gott. Mér fannst eins og við værum virkilega gíraðir að mæta í þennan leik.“ Leiknir situr í 6.sæti deildarinnar eftir 8 umferðir og er Sigurður ánægður með þessa byrjun. „Mjög ánægður með hugarfarið og frammistöðurnar. Ég væri til í að vera með fleiri stig en á heildina litið sáttur og ég held við eigum ennþá mikið inni.“ Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík KR
KR-ingar heimsóttu Leiknismenn í Breiðholtið fyrr í kvöld og unnu þar sannfærandi 2-0 sigur gegn nýliðunum þar sem Pálmi Rafn Pálmason og Kjartan Henry Finnbogason skoruðu sitt hvort markið. Leiknismenn byrjuðu leikinn ágætlega og náðu þeir skalla á markið strax eftir 4 mínútna leik en þar við sat. KR-ingar pressuðu Leiknismenn hátt og skilaði það sér í marki strax á 5.mínútu leiksins. Atli Sigurjónsson tók þá hornspyrnu á fjærstöngina og datt boltinn fyrir fætur Pálma Rafns sem tók eina snertingu og hamraði svo boltanum í Arnór Inga varnarmann Leiknis og endaði boltinn í markinu. Eftir þetta voru KR-ingar töluvert meira með boltann og pressuðu Leiknismenn virkilega vel sem leiddi til margra varnarmistaka. Kristján Flóki Finnbogason átti góðan sprett á 15.mínútu leiksins og reyndi svo að leggja boltann í hornið en Guy Smit sá við honum í þetta skiptið. Ægir Jarl Jónasson átti einnig nokkrar tilraunir í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma boltanum í netið. Eftir rúmlega hálftíma leik vöknuðu Leiknismenn og átti þá Máni Austmann Hilmarsson frábært skot sem endaði í slánni. Virkilega góð tilraun hjá Mána en óheppinn var hann. Bæði lið reyndu að sækja en náðu hvorugt að koma boltanum í netið og var staðan 1-0 þegar ágætur dómari leiksins flautaði til leikhlés. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og skilaði það sér í marki strax á 50.mínútu leiksins. Kristján Flóki fékk þá sendingu inn fyrir vörnina og var einn á móti Guy Smit í marki Leiknis og vippar glæsilega yfir hann, boltinn er á leiðinni í netið þegar Kjartan Henry pikkar honum inn eins og alvöru framherja sæmir. Lítið var um almennileg marktækifæri í síðari hálfleik en baráttan var mikil og var frammistaða Leiknis í síðari hálfleik töluvert betri en í þeim fyrri. KR-ingar sýndu þó virkilega fagmannlega frammistöðu og uppskáru 2-0 sigur hér í kvöld. Af hverju vann KR? KR-ingar voru einfaldlega tilbúnari í þennan leik og voru mun ákveðnari í öllum aðgerðum á vellinum hér í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Það voru margir góðir í KR liðinu í kvöld og var varnarlínan virkilega góð og hleyptu Leiknismönnum í fá færi. Kennie Chopart var öflugur í bakverðinum og var duglegur að hjálpa til í sókninni Hvað gekk illa? Leiknismönnum gekk illa eftir að þeir fengu fyrsta markið á sig og voru undir í allri baráttu en KR-ingar gerðu þeim virkilega erfitt fyrir með góðri pressu. Hvað gerist næst? Leiknir heimsækir Keflavík næstkomandi sunnudag en KR-ingar fara í Víkina og mæta þar toppliði deildarinnar. Rúnar: Við ætluðum ekki að hleypa þeim inn í leikinn Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur á Leikni fyrr í kvöld. „Ég er mjög sáttur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á og gott Leiknislið sem er búið að spila flottan bolta í sumar og ekki auðvelt að koma hingað og vinna 2-0. Ég er ánægður með að við héldum markinu hreinu og svo skorum við snemma í báðum hálfleikum sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur. Ég hefði viljað nýta þessa svokölluðu yfirburði fyrstu 20-30 mínúturnar þar sem við náðum að pressa vel á þá og hleyptum þeim ekki út. Við fengum nokkur færi og ég hefði viljað vera með meiri forystu í hálfleik. Fyrir vikið þá þurftum við bara að halda áfram og við vildum vinna seinni hálfleikinn. Við ætluðum ekki að halda aftur af okkur og hleypa þeim inn í leikinn.“ KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu mark snemma líkt og í þeim fyrri „Við náðum marki snemma í seinni hálfleik sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur og þá náðum við að róa aðeins leikinn og stjórna hraðanum í leiknum. Leiknir kemst aðeins í leikinn síðustu 10-15 mínúturnar og ná að þrýsta okkur aftar á völlinn og þeir eru alltaf stórhættulegir þannig ég var aldrei rólegur.“ Fyrsti hálftíminn af leiknum var eign KR-inga og voru þeir ofan á í allri baráttu „Við vitum að þeir geta spilað góðan fótbolta og reyna það og vildum stoppa þá í því að hleypa þeim í þæginlegar stöður og einnig til að keyra okkur sjálfa í gang. Við erum að koma úr tveggja vikna fríi þar sem við spiluðum engan æfingaleik en æfðum vel. Ég var smá smeykur í byrjun þegar leikurinn fór af stað en við náðum góðri hápressu og komum okkur sjálfum í gírinn með því og það virkaði vel þótt ég hefði viljað skora fleiri í fyrri hálfleik.“ KR-ingar voru að koma úr 2 vikna pásu og telur Rúnar að þeir hafi nýtt þá pásu nokkuð vel „Við gáfum strákunum gott frí, æfðum vel og tókum eitt social kvöld þannig það var nóg að gerast hjá okkur. Strákarnir eru búnir að vera mjög fókuseraðir á þetta verkefni og við erum á fínum stað þótt við værum til í að vera með fleiri stig.“ KR er í 5.sæti með 11 stig eftir fyrstu 8 umferðirnar og þrátt fyrir góða spilamennsku væri Rúnar til í að vera með fleiri stig „Ég er ekki alveg nógu sáttur, ég hefði viljað vera með fleiri stig af því við erum búnir að spila marga góða leiki. Við erum ekki búnir að fá öll þau stig sem mér finnst hafa átt skilið og tapað stigum þar sem við höfum verið betri aðilinn og ekki náð að klára leikina nógu vel. Við þurfum að vinna aðeins meira fyrir hlutunum en framlagið í leikjunum hingað til hefur verið mjög gott. Hlaupatölurnar eru góðar en þetta er bara útkoman þrátt fyrir að ég hefði viljað meira.“ Kristján Flóki: Gulls ígildi að hafa svona mann við hliðina á sér Kristján Flóki Finnbogason átti góðan dag í framlínu KR í kvöld og var virkilega sáttur með sigurinn á Leikni. „Ég er mjög sáttur. 3 stig á erfiðum útivelli þannig þetta er eins gott og það verður.“ KR-ingar pressuðu duglega á Leiknismenn í byrjun leiks og sáu Leiknismenn varla til sólar fyrsta hálftímann. „Planið var bara að koma út og vera með læti og keyra yfir þá í fyrri hálfleik. Við hleyptum þeim aðeins inn í leikinn síðasta korterið en það sem við gerðum vel var að koma inn í seinni hálfleikinn og skora mark strax.“ Kristján Flóki spilaði við hlið Kjartans Henry Finnbogasonar í framlínu KR í kvöld og var hann spurður hvernig væri að spila með þessum reynda framherja. „Það er ótrúlega gott, hann er vinnusamur, það heyrist vel í honum og er hann duglegur að tala við mann og stýra manni. Það er bara gulls ígildi að hafa svona mann við hliðina á sér.“ Í öðru marki KR átti Kristján Flóki góðan sprett og svo glæsilega vippu yfir Guy Smit í marki Leiknis áður en Kjartan Henry kom og ýtti boltanum yfir línuna. Hann var þó hógvær þegar hann var spurður út í markið sjálft. „Markið telur jafn mikið sama hver skorar þannig ég er bara sáttur að við skoruðum.“ Sigurður: Það náðist enginn taktur Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis hafði þetta að segja um frammistöðu síns liðs í kvöld. „Mér fannst heildarbragurinn á liðinu ágætur en það sem varð okkur að falli var að of margir lykilmenn voru off í dag sem tók svolítið taktinn úr okkur. Móttökur og sendingar þegar við vorum komnir í ágætis stöður voru að klikka og það náðist enginn taktur.“ Leiknismenn voru undir í allri baráttu fyrsta hálftímann í leiknum í kvöld. „Mér fannst við mæta mjög tilbúnir fyrstu fimm mínúturnar þangað til við fáum markið á okkur og þá fannst mér við vera sleggnir útaf laginu og alltof lengi að hrista það af okkur. Þegar við loksins náðum því síðustu 15-20 mínúturnar, þá fannst mér við bara öflugir.“ Leiknismenn fengu tveggja vikna pásu líkt og andstæðingar þeirra í dag og telur Sigurður að hans lið hafi nýtt hvíldina vel. „Okkur veitti ekki af smá hvíld og fríi og áttum loksins mjög góða æfingaviku. Við gátum farið í alvöru fótboltaæfingar þannig ég held það hafi bara verið gott. Mér fannst eins og við værum virkilega gíraðir að mæta í þennan leik.“ Leiknir situr í 6.sæti deildarinnar eftir 8 umferðir og er Sigurður ánægður með þessa byrjun. „Mjög ánægður með hugarfarið og frammistöðurnar. Ég væri til í að vera með fleiri stig en á heildina litið sáttur og ég held við eigum ennþá mikið inni.“