G7-ríkin héldu að sér höndum um kolabruna Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 12:57 Loftslagsmótmælendur á strönd nærri fundarstað fulltrúa G7-ríkjanna í Cornwall á Englandi í gær. AP/Jon Super Engin ákvörðun var tekin um hvenær bruna á kolum verður alfarið hætt á fundi sjö helstu iðnríkja heims sem lauk í gær. Ríkið sammæltust aðeins um að hætta fjármögnun nýrra kolaorkuvera sem búa ekki yfir tækni til að binda kolefni. Meiri einhugur um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni ríkti á G7-fundinum á Englandi nú þegar Joe Biden hefur tekið sæti Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni tók Trump ekki þátt í sameiginlegum ályktunum funda með hefðbundnum bandalagsríkjum og setti oft afstöðu þeirra til loftslagsmála fyrir sig. Ríkin sjö lofuðu í fyrsta skipti að draga úr sameiginlegri losun sinni um helming fyrir árið 2030. Áður höfðu einstök ríki gert það að markmiði sínu. Ætla G7-ríkin jafnframt að stefna að því að afkolefnisvæða orkuframleiðslu sína nær algerlega á þessum áratug. Þegar kom að kolum, helstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda, var niðurstaða fundarins ekki eins afgerandi. Ríkin samþykktu að hætta alþjóðlegri fjármögnun á nýjum kolaorkuverum þar sem ekki er tækni til að fanga og geyma kolefni. Slík tækni er enn skammt á veg komin. Ekki var þó kveðið á um neina lokadagsetningu fyrir bruna á kolum. New York Times segir að sérfræðingar í orkumálum telji að það veiki samningsstöðu iðnríkjanna gagnvart Kína sem er enn að auka kolanotkun. Einnig gæti ríkjunum reynst erfitt að sannfæra önnur ríki um að skera niður losun sína á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Skotlandi síðar á þessu ári. Þróunarríkjum ekki lofað meiri aðstoð Engin fyrirheit um frekara fjármagn til að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast loftslagsbreytingum og ráðast í orkuskipti voru heldur gefin á fundi G7-ríkjanna. Iðnríkin samþykktu að stofna 100 milljarða dollara sjóð í því skyni árið 2009 en heimtur í þann sjóð hafa verið takmarkaðar. Aðeins hafa safnast 80 milljarðar dollarar til þessa samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) í sjóðinn. Meirihluti þess fjár er á formi lána til þróunarríkja en ekki styrkja. „Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta var stund þegar G7-ríkin hefðu getað veitt sögulega forystu en í staðinn skildu þau eftir sig gapandi tómarúm,“ segir Jennifer Morgan, framkvæmdastjóri Grænfriðunga við bandaríska blaðið. Fleiri umhverfisverndarsamtök hafa gagnrýnt ríkin og hvatt þau til að ganga lengra en að ítreka aðeins fyrri loforð sín um aðgerðir, að sögn AP-fréttastofunnar. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Sýknaður fyrir aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Sjá meira
Meiri einhugur um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni ríkti á G7-fundinum á Englandi nú þegar Joe Biden hefur tekið sæti Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni tók Trump ekki þátt í sameiginlegum ályktunum funda með hefðbundnum bandalagsríkjum og setti oft afstöðu þeirra til loftslagsmála fyrir sig. Ríkin sjö lofuðu í fyrsta skipti að draga úr sameiginlegri losun sinni um helming fyrir árið 2030. Áður höfðu einstök ríki gert það að markmiði sínu. Ætla G7-ríkin jafnframt að stefna að því að afkolefnisvæða orkuframleiðslu sína nær algerlega á þessum áratug. Þegar kom að kolum, helstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda, var niðurstaða fundarins ekki eins afgerandi. Ríkin samþykktu að hætta alþjóðlegri fjármögnun á nýjum kolaorkuverum þar sem ekki er tækni til að fanga og geyma kolefni. Slík tækni er enn skammt á veg komin. Ekki var þó kveðið á um neina lokadagsetningu fyrir bruna á kolum. New York Times segir að sérfræðingar í orkumálum telji að það veiki samningsstöðu iðnríkjanna gagnvart Kína sem er enn að auka kolanotkun. Einnig gæti ríkjunum reynst erfitt að sannfæra önnur ríki um að skera niður losun sína á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Skotlandi síðar á þessu ári. Þróunarríkjum ekki lofað meiri aðstoð Engin fyrirheit um frekara fjármagn til að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast loftslagsbreytingum og ráðast í orkuskipti voru heldur gefin á fundi G7-ríkjanna. Iðnríkin samþykktu að stofna 100 milljarða dollara sjóð í því skyni árið 2009 en heimtur í þann sjóð hafa verið takmarkaðar. Aðeins hafa safnast 80 milljarðar dollarar til þessa samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) í sjóðinn. Meirihluti þess fjár er á formi lána til þróunarríkja en ekki styrkja. „Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta var stund þegar G7-ríkin hefðu getað veitt sögulega forystu en í staðinn skildu þau eftir sig gapandi tómarúm,“ segir Jennifer Morgan, framkvæmdastjóri Grænfriðunga við bandaríska blaðið. Fleiri umhverfisverndarsamtök hafa gagnrýnt ríkin og hvatt þau til að ganga lengra en að ítreka aðeins fyrri loforð sín um aðgerðir, að sögn AP-fréttastofunnar.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Sýknaður fyrir aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“