Ákærður fyrir hryðjuverk vegna árásarinnar í Ontario Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 15:41 Tvær ungar konur leggja blóm á staðinn þar sem fimm manna fjölskylda var ekin niður fyrir rúmri viku. Fjögur þeirra létust en níu ára drengur lifði af. AP/Geoff Robins/The Canadian Press Ríkissaksóknari Kanada hefur gefið út ákæru vegna hryðjuverka á hendur tvítugum karlmanni sem drap fernt þegar hann ók vísvitandi á fólkið í Ontario í síðustu viku. Lögregla telur að maðurinn hafi ráðist á fólkið sem tilheyrði allt sömu fjölskyldu vegna þess að það var múslimar. Þrjár kynslóðir Afzaal-fjölskyldunnar létu lífið þegar Nathaniel Veltman ók pallbíl sínum viljandi á fjölskylduna þar sem hún var í kvöldgöngu í borginni London í Ontario sunnudaginn 6. júní. Hjónin Salman Afzaal, 46 ára og Madiha Salman, 44 ára, Yumna Afzaal, 15 ára gömul dóttir þeirra, og Talat Afzaal, 74 ára gömul móðir Salmans, létust en níu ára gamall sonur hjónanna lifði af. Hann liggur enn alvarlega særður á sjúkrahúsi en AP-fréttastofan segir að búist sé við að hann nái líkamlegum bata. Auk hryðjuverkaákærunnar er Veltman ákærður fyrir manndráp að að yfirlögðu ráði og tilraun til manndráps. Veltman hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar. Lögreglan telur að Veltman hafi lagt á ráðin um morðin og að hatur í garð múslima hafi búið að baki, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð manna voru viðstödd jarðarför fjölskyldunnar í trúarmiðstöð múslima í Suðvestur-Ontario um helgina. Kanada Trúmál Tengdar fréttir Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. 8. júní 2021 18:31 Fjórir látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í Ontario Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna. 8. júní 2021 09:18 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Þrjár kynslóðir Afzaal-fjölskyldunnar létu lífið þegar Nathaniel Veltman ók pallbíl sínum viljandi á fjölskylduna þar sem hún var í kvöldgöngu í borginni London í Ontario sunnudaginn 6. júní. Hjónin Salman Afzaal, 46 ára og Madiha Salman, 44 ára, Yumna Afzaal, 15 ára gömul dóttir þeirra, og Talat Afzaal, 74 ára gömul móðir Salmans, létust en níu ára gamall sonur hjónanna lifði af. Hann liggur enn alvarlega særður á sjúkrahúsi en AP-fréttastofan segir að búist sé við að hann nái líkamlegum bata. Auk hryðjuverkaákærunnar er Veltman ákærður fyrir manndráp að að yfirlögðu ráði og tilraun til manndráps. Veltman hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar. Lögreglan telur að Veltman hafi lagt á ráðin um morðin og að hatur í garð múslima hafi búið að baki, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð manna voru viðstödd jarðarför fjölskyldunnar í trúarmiðstöð múslima í Suðvestur-Ontario um helgina.
Kanada Trúmál Tengdar fréttir Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. 8. júní 2021 18:31 Fjórir látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í Ontario Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna. 8. júní 2021 09:18 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. 8. júní 2021 18:31
Fjórir látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í Ontario Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna. 8. júní 2021 09:18