Konur standast helst ekki áttatíu kíló í bekkpressu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2021 19:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að unnið sé að endurskoðun á inntökuskilyrðum í sérsveitina. Til stendur að endurskoða inntökuskilyrði í sérsveitina í ljósi þess að engin kona hefur komist í sveitina. Ríkislögreglustjóri segir að konur verði hvattar til að gefa kost á sér. Sérstök úttekt var gerð hjá embætti Ríkislögreglustjóra á dögunum. „ Þá kom ýmislegt í ljós. Margt er í jákvæðum farvegi en annað þarf að skoða betur og það er til dæmis inngönguskilyrðin í sérsveitina,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Sérsveitarmenn eru eina vopnaða lögreglusveit landsins. Um er að ræða hreyfanlegt lögreglulið sem er sérþjálfað til þess að takast á við hryðjuverk og stórfelld ofbeldisbrot. Sveitin aðstoðar lögregluliðin á landinu, annast meðal annars handtökur hættulegra brotamanna og hústökuaðgerðir vegna fíkniefnamála. Engar konur í sérsveitinni Sérsveit ríkislögreglustjóra auglýsti á dögunum eftir umsækjendum í fjögur laus pláss í sveitinni. Engar konur eru í sérsveitinni en í auglýsingunni eru konur hvattar til að sækja um. „Það er kannski ekki alveg raunhæft eins og staðan er af því að til þess að uppfylla skilyrði sem sérsveitarmenn að þá þarftu að hafa lokið nýliðanámskeiði og það voru ekki konur sem luku því þetta árið en við viljum horfa til þess að það séu ekki útilokandi þættir í inntökuskilyrðinum,“ segir Sigríður Björk. Líkamsbygging karla og kvenna mismunandi Konur nái ekki að standast sum skilyrðin. „Það sem við höfum heyrt mest af er þessi talsverða þyngd í bekkpressu, áttatíu kíló, og samhliða hlaup. Þannig þú þarft bæði að vera mjög sterkur og einnig að geta hlaupið mjög hratt og það er mismunandi hvernig líkamsbygging karla og kvenna er mismunandi. Þess vegna þarf bara að meta það hvort þessar kröfur endurspegla þær raunkröfur sem þarf að gera til fólks sem gegnir þessum störfum og hvort það megi þá prófa það með öðrum hætti,“ segir Sigríður en uppfylla þarf mjög strangar kröfur til að komast í sérsveitina. Þetta eru meðal annars inntökuskilyrði. 3 kílómetra hlaup á undir 12 mínútum. 80 kíló í hnébeygjur, 15 endurtekningar. 80 kíló í bekkpressu, 10 endurtekningar. Planki í 2 mínútur. Ekkert sem mælir gegn konum í sérsveitinni „Það er ekki þar með sagt að við séum að fara minnka kröfurnar heldur erum við að fara breyta þeim út frá eðli verkefna,“ segir Sigríður. Unnið sé að því að endurskoða inntökuskilyrðin. „Sérsveitin á náttúrulega bara að rúma okkar fólk sem hefur hæfni og getu á þessu sviði og ég sé ekkert sem mælir gegn því að það séu konur. Við eigum að hafa konur og karla í okkar störfum. Við erum að þjóna almenningi sem eru bæði konur og karlar,“ segir Sigríður Björk. Miðað verði við framkvæmdina á hinum Norðurlöndnunum. „Kröfurnar eru að taka breytingum hjá þeim sem við miðum okkur við. Við munum skoða það og hvetja þá eindregið konur jafnt sem karla til að gefa kost á sér í þessa þjálfun og að taka prófið inn í sérsveit,“ segir Sigríður Björk. Lögreglan Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Sérstök úttekt var gerð hjá embætti Ríkislögreglustjóra á dögunum. „ Þá kom ýmislegt í ljós. Margt er í jákvæðum farvegi en annað þarf að skoða betur og það er til dæmis inngönguskilyrðin í sérsveitina,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Sérsveitarmenn eru eina vopnaða lögreglusveit landsins. Um er að ræða hreyfanlegt lögreglulið sem er sérþjálfað til þess að takast á við hryðjuverk og stórfelld ofbeldisbrot. Sveitin aðstoðar lögregluliðin á landinu, annast meðal annars handtökur hættulegra brotamanna og hústökuaðgerðir vegna fíkniefnamála. Engar konur í sérsveitinni Sérsveit ríkislögreglustjóra auglýsti á dögunum eftir umsækjendum í fjögur laus pláss í sveitinni. Engar konur eru í sérsveitinni en í auglýsingunni eru konur hvattar til að sækja um. „Það er kannski ekki alveg raunhæft eins og staðan er af því að til þess að uppfylla skilyrði sem sérsveitarmenn að þá þarftu að hafa lokið nýliðanámskeiði og það voru ekki konur sem luku því þetta árið en við viljum horfa til þess að það séu ekki útilokandi þættir í inntökuskilyrðinum,“ segir Sigríður Björk. Líkamsbygging karla og kvenna mismunandi Konur nái ekki að standast sum skilyrðin. „Það sem við höfum heyrt mest af er þessi talsverða þyngd í bekkpressu, áttatíu kíló, og samhliða hlaup. Þannig þú þarft bæði að vera mjög sterkur og einnig að geta hlaupið mjög hratt og það er mismunandi hvernig líkamsbygging karla og kvenna er mismunandi. Þess vegna þarf bara að meta það hvort þessar kröfur endurspegla þær raunkröfur sem þarf að gera til fólks sem gegnir þessum störfum og hvort það megi þá prófa það með öðrum hætti,“ segir Sigríður en uppfylla þarf mjög strangar kröfur til að komast í sérsveitina. Þetta eru meðal annars inntökuskilyrði. 3 kílómetra hlaup á undir 12 mínútum. 80 kíló í hnébeygjur, 15 endurtekningar. 80 kíló í bekkpressu, 10 endurtekningar. Planki í 2 mínútur. Ekkert sem mælir gegn konum í sérsveitinni „Það er ekki þar með sagt að við séum að fara minnka kröfurnar heldur erum við að fara breyta þeim út frá eðli verkefna,“ segir Sigríður. Unnið sé að því að endurskoða inntökuskilyrðin. „Sérsveitin á náttúrulega bara að rúma okkar fólk sem hefur hæfni og getu á þessu sviði og ég sé ekkert sem mælir gegn því að það séu konur. Við eigum að hafa konur og karla í okkar störfum. Við erum að þjóna almenningi sem eru bæði konur og karlar,“ segir Sigríður Björk. Miðað verði við framkvæmdina á hinum Norðurlöndnunum. „Kröfurnar eru að taka breytingum hjá þeim sem við miðum okkur við. Við munum skoða það og hvetja þá eindregið konur jafnt sem karla til að gefa kost á sér í þessa þjálfun og að taka prófið inn í sérsveit,“ segir Sigríður Björk.
3 kílómetra hlaup á undir 12 mínútum. 80 kíló í hnébeygjur, 15 endurtekningar. 80 kíló í bekkpressu, 10 endurtekningar. Planki í 2 mínútur.
Lögreglan Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira