Ástarflækjur Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. júní 2021 08:01 Í þessari viku eru 19 ár síðan ég og konan mín kynntust og 12 ár síðan við giftum okkur. Ég var heppinn, ekki bara af því að þar fann ég minn sálufélaga, heldur af því að hún var rétt eins og ég Íslendingur. Ef ég hefði hins vegar gert þau „mistök,“ í augum hins opinbera, að verða ástfanginn af konu sem væri ekki Evrópubúi, þá hefðu ég og hún þurft endalaust að berjast fyrir ást okkar. Það er nefnilega þannig í dag að ástin tekur ekki tillit til landamæra og landamærin taka ekki tillit til ástarinnar. Nú þegar vegalengdirnar hafa styst þegar kemur að ferðalögum og eru horfnar þegar kemur að samskiptum á netinu, þá er það sífellt algengara að fólk frá ólíkum löndum verði ástfangið, giftist og eignist saman börn. En við sem erum gift öðrum Íslending gerum okkur ekki grein fyrir því hversu flókið það er að fá slíka ást viðurkennda af íslenskum yfirvöldum. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu mikið er af þjóðernis- og forræðishyggju í þeim hindrunum sem fólk þarf að yfirstíga. Flækjur á flækjur ofan Fyrsta flækjustigið er að fá vegabréfsáritun fyrir viðkomandi til Íslands. Flókið regluverk fyrir aðila utan Schengen og takmarkaður fjöldi sendiráða Íslands utan Evrópu gerir það oft erfitt að yfirstíga þetta fyrsta skref í að kynna viðkomandi fyrir fjölskyldunni á Íslandi. Ef ástin svo blómstrar og þú vilt fá viðkomandi til Íslands í lengri tíma en vegabréfsáritun gildir, þá flækist málið. Dvalarleyfi til sambúðarmaka krefst þess nefnilega að þið hafið búið saman í sambúð í eitt ár, áður en dvalarleyfið er veitt. Með öðrum orðum, ef þú gerir þau „mistök“ að elska „ranga“ manneskju þá þarft þú fyrst að flytja þangað sem viðkomandi býr og vera í sambúð þar í heilt ár. Gerðu líka ráð fyrir því að Útlendingastofnun muni véfengja þau skjöl sem þú kemur með til að staðfesta þetta ár erlendis og að þið séuð beðin um að afhenda þeim myndir sem sýna að þið hafið eitt öllum tímanum saman. Reglulega þarftu svo að endurnýja þetta dvalarleyfi, sína fram á að ýmsum skilyrðum sé enn uppfyllt, meðal annars að þú hafir ekki ferðast of mikið erlendis á tímabilinu og svo er auðvitað alveg bannað að ferðast í þá þrjá mánuði sem endurnýjun dvalarleyfis tekur að fara í gegnum kerfið, því þá getur þú fyrirgert réttinum til að endurnýja dvalarleyfið, algjörlega óháð því hvort brýn nauðsyn var fyrir ferð þinni erlendis eða ekki. Veigra sér við ferlið Litlu virðist skipta hvort þið ákveðið að gifta ykkur, flækjustigið fyrir dvalarleyfi er alveg jafn flókið og biðtíminn eftir afgreiðslu er álíka langur. En eftir að þið giftuð ykkur, þá opnast samt eftir 4 ár fyrir næsta skrefið í því að tryggja að ástin þín fái öll þau sömu réttindi og þú. Ef þið hafið haldið út að vera gift, þrátt fyrir allar þessar hindranir, í fjögur ár, þá má nefnilega sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir makann þinn. Maður hefði haldið að þá væru nú verðlaun í boði fyrir þá sem hafa haldið út að búa á þessu skeri í fjögur ár, en nei, þá hefst 18 mánaða tímabil þar sem „umsóknin þín er tekin fyrir.“ Reyndar færðu sjaldnast svör við umsókninni fyrr en eftir 17 mánuði og þá er líklegt að þér sé bent á að það vanti eitthvað fylgiskjal, sem bætt var við sem nýrri kröfu um fylgiskjöl síðan þú sendir inn þína umsókn. Mjög flóknar og oft íþyngjandi kröfur eru gerðar fyrir þá sem sækja um ríkisborgararétt og veit ég til þess að margir útlendingar veigra sér við að fara í þetta ferli sökum þess hversu óvingjarnlegt það er. Opnum fyrir ástina Hægt er að geta sér til að þessar kröfur og þetta ferli sé gert erfitt og ómanneskjulegt til þess að hindra það að ekki sé um „plat-hjónabönd“ að ræða, hjónabönd sem einfaldlega er stofnað til svo að hinn aðilinn fái aðsetur á Íslandi. Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að refsa öllum þeim sem verða ástfangin af útlendingum fyrir þau örfáu tilvik á ári sem kannski kæmu upp af plat-hjónaböndum. Það er kominn tími til að við afnemum þessi þjóðernis- og fordæmishyggjulegu vinnubrögð og gefum fólki á að vera ástfangið óháð landamærum. Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku eru 19 ár síðan ég og konan mín kynntust og 12 ár síðan við giftum okkur. Ég var heppinn, ekki bara af því að þar fann ég minn sálufélaga, heldur af því að hún var rétt eins og ég Íslendingur. Ef ég hefði hins vegar gert þau „mistök,“ í augum hins opinbera, að verða ástfanginn af konu sem væri ekki Evrópubúi, þá hefðu ég og hún þurft endalaust að berjast fyrir ást okkar. Það er nefnilega þannig í dag að ástin tekur ekki tillit til landamæra og landamærin taka ekki tillit til ástarinnar. Nú þegar vegalengdirnar hafa styst þegar kemur að ferðalögum og eru horfnar þegar kemur að samskiptum á netinu, þá er það sífellt algengara að fólk frá ólíkum löndum verði ástfangið, giftist og eignist saman börn. En við sem erum gift öðrum Íslending gerum okkur ekki grein fyrir því hversu flókið það er að fá slíka ást viðurkennda af íslenskum yfirvöldum. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu mikið er af þjóðernis- og forræðishyggju í þeim hindrunum sem fólk þarf að yfirstíga. Flækjur á flækjur ofan Fyrsta flækjustigið er að fá vegabréfsáritun fyrir viðkomandi til Íslands. Flókið regluverk fyrir aðila utan Schengen og takmarkaður fjöldi sendiráða Íslands utan Evrópu gerir það oft erfitt að yfirstíga þetta fyrsta skref í að kynna viðkomandi fyrir fjölskyldunni á Íslandi. Ef ástin svo blómstrar og þú vilt fá viðkomandi til Íslands í lengri tíma en vegabréfsáritun gildir, þá flækist málið. Dvalarleyfi til sambúðarmaka krefst þess nefnilega að þið hafið búið saman í sambúð í eitt ár, áður en dvalarleyfið er veitt. Með öðrum orðum, ef þú gerir þau „mistök“ að elska „ranga“ manneskju þá þarft þú fyrst að flytja þangað sem viðkomandi býr og vera í sambúð þar í heilt ár. Gerðu líka ráð fyrir því að Útlendingastofnun muni véfengja þau skjöl sem þú kemur með til að staðfesta þetta ár erlendis og að þið séuð beðin um að afhenda þeim myndir sem sýna að þið hafið eitt öllum tímanum saman. Reglulega þarftu svo að endurnýja þetta dvalarleyfi, sína fram á að ýmsum skilyrðum sé enn uppfyllt, meðal annars að þú hafir ekki ferðast of mikið erlendis á tímabilinu og svo er auðvitað alveg bannað að ferðast í þá þrjá mánuði sem endurnýjun dvalarleyfis tekur að fara í gegnum kerfið, því þá getur þú fyrirgert réttinum til að endurnýja dvalarleyfið, algjörlega óháð því hvort brýn nauðsyn var fyrir ferð þinni erlendis eða ekki. Veigra sér við ferlið Litlu virðist skipta hvort þið ákveðið að gifta ykkur, flækjustigið fyrir dvalarleyfi er alveg jafn flókið og biðtíminn eftir afgreiðslu er álíka langur. En eftir að þið giftuð ykkur, þá opnast samt eftir 4 ár fyrir næsta skrefið í því að tryggja að ástin þín fái öll þau sömu réttindi og þú. Ef þið hafið haldið út að vera gift, þrátt fyrir allar þessar hindranir, í fjögur ár, þá má nefnilega sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir makann þinn. Maður hefði haldið að þá væru nú verðlaun í boði fyrir þá sem hafa haldið út að búa á þessu skeri í fjögur ár, en nei, þá hefst 18 mánaða tímabil þar sem „umsóknin þín er tekin fyrir.“ Reyndar færðu sjaldnast svör við umsókninni fyrr en eftir 17 mánuði og þá er líklegt að þér sé bent á að það vanti eitthvað fylgiskjal, sem bætt var við sem nýrri kröfu um fylgiskjöl síðan þú sendir inn þína umsókn. Mjög flóknar og oft íþyngjandi kröfur eru gerðar fyrir þá sem sækja um ríkisborgararétt og veit ég til þess að margir útlendingar veigra sér við að fara í þetta ferli sökum þess hversu óvingjarnlegt það er. Opnum fyrir ástina Hægt er að geta sér til að þessar kröfur og þetta ferli sé gert erfitt og ómanneskjulegt til þess að hindra það að ekki sé um „plat-hjónabönd“ að ræða, hjónabönd sem einfaldlega er stofnað til svo að hinn aðilinn fái aðsetur á Íslandi. Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að refsa öllum þeim sem verða ástfangin af útlendingum fyrir þau örfáu tilvik á ári sem kannski kæmu upp af plat-hjónaböndum. Það er kominn tími til að við afnemum þessi þjóðernis- og fordæmishyggjulegu vinnubrögð og gefum fólki á að vera ástfangið óháð landamærum. Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun