„Mikið er lagt upp úr notalegu andrúmslofti í búðinni enda eiga bókabúðir að vera skemmtilegur staður að heimsækja. Í bókabúð Sölku verður mikið líf og fjör, reglulegir viðburðir á borð við upplestra, útgáfuhóf, vínkynningar, krakkafjör og svo mætti lengi telja,“ segir í tilkynningu frá Sölku.
Margir góðir gestir mættu þegar búðin var opnuð með pompi og prakt. Bókaþyrstir gátu nælt sér í glóðheit eintök nýjustu bókanna og Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar léku ljúfa tóna fyrir gesti. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá opnunarteitinu.
Fleiri myndir má finna í albúminu hér fyrir neðan.