Milljarðamæringur fjárfestir í veiðihúsum á Íslandi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júní 2021 23:57 MONACO, MONACO - JULY 26: Jim Ratcliffe attends the 71th Monaco Red Cross Ball Gala on July 26, 2019 in Monaco, Monaco. (Photo by Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images) Getty/Stephane Cardinale Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe ætlar að fjárfesta fyrir fjóra milljarða í verkefni sem ætlað er að vernda laxastofninn á Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að snúa við hnignun Norður-Atlantshafslaxstofnsins. Fyrirætlanirnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag en þær gera ráð fyrir byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á Norðausturlandi með fjárfestingu fyrir allt að fjóra milljarða króna. Fjármagnið kemur frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Veiðihúsunum er ætlað að laða að laxveiðimenn sem láta sig viðgang og verndun Norður-Atlantshafslaxins varða. Þau verða staðsett við Miðfjarðará í Bakkafirði, Hofsá og í Vesturárdal, auk þess sem rísa mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði. Svona mun veiðihúsið við Miðfjarðará í Bakkafirði koma til með að líta út. Gætum séð fram á útrýmingu laxins Uppbyggingin er hluti af langtímamarkmiði verkefnisins um að gera óhagnaðardrifið verndarstarfið sjálfbært í viðleitni sinni til að snúa við hnignun Norður-Atlantshafsstofnsins. Allur hagnaður af verkefninu mun renna beint til verndarstarfsins. „Hagnaðurinn er að snúa þeirri þróun við, að við horfum fram á það að laxinum verði útrýmt. Í tölum eru sennilega tveir þriðju af laxastofni Norður-Atlantshafs horfnir á síðastliðnum hundrað árum og ef fram horfir þá gætum við séð fram á það á okkar líftíma að laxinn verði útdauður, “ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Project á Íslandi. Svona mun veiðihúsið við Hofsá koma til með að líta út. Í tilkynningu frá Six Rivers Project segir að starfsemin muni færa Norðausturlandi sjálfbæra fjárfestingu og styðja við verndun Norður-Atlantshafslaxins á svæðinu til lengri tíma. „Ávinningurinn fest í því að okkar ár þarna á Norðausturlandi hafa haldið ágætlega veiði og haldið ágætlega göngum, en líftími laxa er fjögur til fimm ár. Þannig að hver kynslóð er fjögur til fimm ár að vaxa, þannig þetta gerist hægt en vonandi sem fyrst,“ segir Gísli. Svona mun veiðihúsið í Vesturárdal koma til með að líta út. Svona mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði koma til með að líta út Stangveiði Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Langanesbyggð Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Fyrirætlanirnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag en þær gera ráð fyrir byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á Norðausturlandi með fjárfestingu fyrir allt að fjóra milljarða króna. Fjármagnið kemur frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Veiðihúsunum er ætlað að laða að laxveiðimenn sem láta sig viðgang og verndun Norður-Atlantshafslaxins varða. Þau verða staðsett við Miðfjarðará í Bakkafirði, Hofsá og í Vesturárdal, auk þess sem rísa mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði. Svona mun veiðihúsið við Miðfjarðará í Bakkafirði koma til með að líta út. Gætum séð fram á útrýmingu laxins Uppbyggingin er hluti af langtímamarkmiði verkefnisins um að gera óhagnaðardrifið verndarstarfið sjálfbært í viðleitni sinni til að snúa við hnignun Norður-Atlantshafsstofnsins. Allur hagnaður af verkefninu mun renna beint til verndarstarfsins. „Hagnaðurinn er að snúa þeirri þróun við, að við horfum fram á það að laxinum verði útrýmt. Í tölum eru sennilega tveir þriðju af laxastofni Norður-Atlantshafs horfnir á síðastliðnum hundrað árum og ef fram horfir þá gætum við séð fram á það á okkar líftíma að laxinn verði útdauður, “ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Project á Íslandi. Svona mun veiðihúsið við Hofsá koma til með að líta út. Í tilkynningu frá Six Rivers Project segir að starfsemin muni færa Norðausturlandi sjálfbæra fjárfestingu og styðja við verndun Norður-Atlantshafslaxins á svæðinu til lengri tíma. „Ávinningurinn fest í því að okkar ár þarna á Norðausturlandi hafa haldið ágætlega veiði og haldið ágætlega göngum, en líftími laxa er fjögur til fimm ár. Þannig að hver kynslóð er fjögur til fimm ár að vaxa, þannig þetta gerist hægt en vonandi sem fyrst,“ segir Gísli. Svona mun veiðihúsið í Vesturárdal koma til með að líta út. Svona mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði koma til með að líta út
Stangveiði Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Langanesbyggð Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira