Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2021 08:38 Fyrsti laxinn úr Miðfjarðará í sumar Nú eru laxveiðiárnar að opna hver af annari og ein af þeim er Miðfjarðará sem hefur í gegnum árin verið ein besta á landsins. Það voru heldur erfið skilyrði við ánna í gær en kuldi og rok hafa gert veiðimönnum erfitt fyrir. Engu að síður var átta fallegum löxum landað fyrsta daginn í ánni og nokkuð líf sást víða í henni. Það var hávaðarok neðst í dalnum og erfitt að kasta flugu þar svo veiðin var nokkuð bundin við efri svæðin í ánni. Laxarnir sem veiddust voru allir vænir og vel haldnir, sá stærsti 85 sm og hinir allir um 80 sm. Þetta er nokkuð góð byrjun í Miðfjarðará og gefur vonandi forsmekkinn af því sem koma skal í sumar. Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði
Það voru heldur erfið skilyrði við ánna í gær en kuldi og rok hafa gert veiðimönnum erfitt fyrir. Engu að síður var átta fallegum löxum landað fyrsta daginn í ánni og nokkuð líf sást víða í henni. Það var hávaðarok neðst í dalnum og erfitt að kasta flugu þar svo veiðin var nokkuð bundin við efri svæðin í ánni. Laxarnir sem veiddust voru allir vænir og vel haldnir, sá stærsti 85 sm og hinir allir um 80 sm. Þetta er nokkuð góð byrjun í Miðfjarðará og gefur vonandi forsmekkinn af því sem koma skal í sumar.
Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði