Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 3-1 | Íslandsmeistararnir aftur á beinu brautina Andri Gíslason og skrifa 16. júní 2021 22:05 Valsmenn fagna fyrra marki sínu í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 3-1 sigur á Breiðablik þegar liðin mættust á Origo-vellinum fyrr í kvöld. Leikurinn byrjaði frekar rólega og lítið gerðist fyrstu mínúturnar. Blikarnir voru töluvert meira með boltann og áttu nokkrar góðar sóknir þrátt fyrir að hafa skapað sér lítið. Á 26.mínútu leiksins fengu Valsmenn hornspyrnu. Birkir Heimisson sem var góður á miðjunni í kvöld tók flotta spyrnu í miðjan teig þar sem Sebastian Hedlund stangaði boltann í netið. Rætt var þó hvort að boltinn hefði farið af Damir Muminovic varnarmanni Breiðabliks áður en hann fór í netið. Eftir þetta stjórnuðu Blikar leiknum og fengu töluvert af færum. Gísli Eyjólfsson fékk besta færi Blika í fyrri hálfleik þegar Árni Vilhjálmsson lagði boltann vel fyrir Gísla sem náði skoti en boltinn framhjá. Stuttu seinna fékk Alexander Helgi Sigurðarson boltann inn í teig Valsmanna og náði skoti á markið en Hannes Þór Halldórsson varði stórkostlega áður en Valsmenn hreinsuðu boltann í horn. Á 43.mínútu leiksins komust Valsmenn í sókn og Johannes Vall sem var flottur í bakverðinum hjá Val í kvöld átti þá fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Almarr Ormarsson skallaði boltann fyrir markið beint í lappirnar á Patrick Pedersen sem kláraði færið af stakri snilld. 2-0 var staðan í ansi áhugaverðum fyrri hálfleik og var hreint með ólíkindum að Blikar hafi ekki skorað eitt eða fleiri mörk. Síðari hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri en Breiðablik hélt áfram að stjórna leiknum og voru að halda boltanum vel sín á milli. Þegar síðari hálfleikur var 20 mínútna gamall komust Valsmenn í 3-0. Birkir Heimisson fékk þá boltann fyrir utan teig og átti gott skot sem endaði í stönginni. Frákastið tók Guðmundur Andri Tryggvason sem var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði og setti boltann auðveldlega í autt markið. Blikar héldu áfram að sækja og uppskáru þeir vítaspyrnu á 76.mínútu þegar Almarr Ormarsson tók Andra Rafn Yeoman niður í vítateignum. Árni Vilhjálmsson steig þá á punktinn og skoraði örugglega. Lengra komust þó Blikar ekki og niðurstaðan 3-1 sigur heimamanna. Af hverju vann Valur? Það er ein ástæða fyrir því að Valur vann í dag og það er að þeir kláruðu þau færi sem þeir fengu. Varnarlína Vals stóð vaktina vel og lokuðu vel á Blikana á síðasta þriðjung vallarins. Hverjir stóðu upp úr? Birkir Heimisson var góður á miðjunni í dag og átti tvær stoðsendingar ásamt miklum djöflagangi og baráttu. Johannes Vall var einnig flottur í vinstri bakverðinum. Hvað gekk illa? Gestunum úr Kópavogi gekk illa að klára sín færi. Þeir spiluðu vel í kvöld og náðu að skapa sér nokkur færi en inn vildi boltinn ekki. Hvað gerist næst? Valsmenn leggja leið sína norður og mæta KA kl. 16:00 næstkomandi sunnudag. Breiðablik fær FH-inga í heimsókn sama dag kl. 19:15 Ég vona að ég hafi gert eitthvað rétt Birkir Heimisson í baráttunni við Viktor Karl Einarsson.Vísir/Hulda Margrét Birkir Heimisson var sáttur eftir leikinn gegn Breiðablik þrátt fyrir að Valsmenn hafi lítið fengið að snerta boltann. „Mér fannst við geta haldið betur í boltann oft á tíðum, við vorum að missa hann allt of fljótt en við sýndum karakter eftir tapið í síðustu umferð. Við sýnum hörku og vinnum allir saman. Við þurfum ekki mörg færi en nýtum færin okkar og kláruðum þetta bara sterkt í dag.“ Birkir átti frábæran leik á miðjunni í kvöld og var að vonum sáttur með sitt framlag. „Ég hef mikið verið á bekknum undanfarið en fékk tækifæri í dag og ég vona að ég hafi gert eitthvað rétt.“ Valsmenn mæta Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni og er Birkir spenntur fyrir þeirri viðureign. „Mér líst bara vel á þá, við eigum að geta staðið í öllum liðum. Við þurfum að sýna hörku eins og við sýndum í dag og þá eigum við að geta gefið þeim leik.“ Ég er stoltur af mínum mönnum Óskar Hrafn Þorvaldsson.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson var sáttur með spilamennsku síns liðs í kvöld en ekki eins ánægður með úrslitin. „Mér fannst þetta vera frábær leikur og við spila vel. Ég er stoltur af mínum mönnum hvernig þeir spiluðu þennan leik. Svo er okkur refsað fyrir mistök og ég er ennþá að klóra mér í hausnum yfir hvernig við gátum fengið á okkur þrjú mörk í þessum leik. Ef við horfum framhjá úrslitunum þá er ég mjög sáttur með spilamennskuna.“ Blikarnir voru með boltann nánast allan leikinn en náðu einungis að skora eitt mark. „Það er bara eitthvað sem við þurfum að vera betri í og það er þolinmæðisvinna. Það er sjálfsagt erfiðara að reyna að skora þegar þú ert mikið með boltann heldur en að sækja hratt og bíða eftir mistökum hins liðsins. Stundum eru vörður á leiðinni og við verðum bara að hoppa yfir þær og halda áfram.“ Dregið var í Sambandsdeildinni fyrr í vikunni og mæta Blikar þar Racing FC Union frá Lúxemborg. „Mér líst mjög vel á þetta lið frá Lúxemborg. Ég er ekki búinn að kynna mér það mikið en þetta er vel mannað lið með nýjan þjálfara og er öflugt. Það eru margir leikir fram að þessum leik þannig ég er ekki alveg byrjaður að pæla mikið í þeim en ég held við eigum fínan möguleika á að komast áfram.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik
Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 3-1 sigur á Breiðablik þegar liðin mættust á Origo-vellinum fyrr í kvöld. Leikurinn byrjaði frekar rólega og lítið gerðist fyrstu mínúturnar. Blikarnir voru töluvert meira með boltann og áttu nokkrar góðar sóknir þrátt fyrir að hafa skapað sér lítið. Á 26.mínútu leiksins fengu Valsmenn hornspyrnu. Birkir Heimisson sem var góður á miðjunni í kvöld tók flotta spyrnu í miðjan teig þar sem Sebastian Hedlund stangaði boltann í netið. Rætt var þó hvort að boltinn hefði farið af Damir Muminovic varnarmanni Breiðabliks áður en hann fór í netið. Eftir þetta stjórnuðu Blikar leiknum og fengu töluvert af færum. Gísli Eyjólfsson fékk besta færi Blika í fyrri hálfleik þegar Árni Vilhjálmsson lagði boltann vel fyrir Gísla sem náði skoti en boltinn framhjá. Stuttu seinna fékk Alexander Helgi Sigurðarson boltann inn í teig Valsmanna og náði skoti á markið en Hannes Þór Halldórsson varði stórkostlega áður en Valsmenn hreinsuðu boltann í horn. Á 43.mínútu leiksins komust Valsmenn í sókn og Johannes Vall sem var flottur í bakverðinum hjá Val í kvöld átti þá fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Almarr Ormarsson skallaði boltann fyrir markið beint í lappirnar á Patrick Pedersen sem kláraði færið af stakri snilld. 2-0 var staðan í ansi áhugaverðum fyrri hálfleik og var hreint með ólíkindum að Blikar hafi ekki skorað eitt eða fleiri mörk. Síðari hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri en Breiðablik hélt áfram að stjórna leiknum og voru að halda boltanum vel sín á milli. Þegar síðari hálfleikur var 20 mínútna gamall komust Valsmenn í 3-0. Birkir Heimisson fékk þá boltann fyrir utan teig og átti gott skot sem endaði í stönginni. Frákastið tók Guðmundur Andri Tryggvason sem var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði og setti boltann auðveldlega í autt markið. Blikar héldu áfram að sækja og uppskáru þeir vítaspyrnu á 76.mínútu þegar Almarr Ormarsson tók Andra Rafn Yeoman niður í vítateignum. Árni Vilhjálmsson steig þá á punktinn og skoraði örugglega. Lengra komust þó Blikar ekki og niðurstaðan 3-1 sigur heimamanna. Af hverju vann Valur? Það er ein ástæða fyrir því að Valur vann í dag og það er að þeir kláruðu þau færi sem þeir fengu. Varnarlína Vals stóð vaktina vel og lokuðu vel á Blikana á síðasta þriðjung vallarins. Hverjir stóðu upp úr? Birkir Heimisson var góður á miðjunni í dag og átti tvær stoðsendingar ásamt miklum djöflagangi og baráttu. Johannes Vall var einnig flottur í vinstri bakverðinum. Hvað gekk illa? Gestunum úr Kópavogi gekk illa að klára sín færi. Þeir spiluðu vel í kvöld og náðu að skapa sér nokkur færi en inn vildi boltinn ekki. Hvað gerist næst? Valsmenn leggja leið sína norður og mæta KA kl. 16:00 næstkomandi sunnudag. Breiðablik fær FH-inga í heimsókn sama dag kl. 19:15 Ég vona að ég hafi gert eitthvað rétt Birkir Heimisson í baráttunni við Viktor Karl Einarsson.Vísir/Hulda Margrét Birkir Heimisson var sáttur eftir leikinn gegn Breiðablik þrátt fyrir að Valsmenn hafi lítið fengið að snerta boltann. „Mér fannst við geta haldið betur í boltann oft á tíðum, við vorum að missa hann allt of fljótt en við sýndum karakter eftir tapið í síðustu umferð. Við sýnum hörku og vinnum allir saman. Við þurfum ekki mörg færi en nýtum færin okkar og kláruðum þetta bara sterkt í dag.“ Birkir átti frábæran leik á miðjunni í kvöld og var að vonum sáttur með sitt framlag. „Ég hef mikið verið á bekknum undanfarið en fékk tækifæri í dag og ég vona að ég hafi gert eitthvað rétt.“ Valsmenn mæta Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni og er Birkir spenntur fyrir þeirri viðureign. „Mér líst bara vel á þá, við eigum að geta staðið í öllum liðum. Við þurfum að sýna hörku eins og við sýndum í dag og þá eigum við að geta gefið þeim leik.“ Ég er stoltur af mínum mönnum Óskar Hrafn Þorvaldsson.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson var sáttur með spilamennsku síns liðs í kvöld en ekki eins ánægður með úrslitin. „Mér fannst þetta vera frábær leikur og við spila vel. Ég er stoltur af mínum mönnum hvernig þeir spiluðu þennan leik. Svo er okkur refsað fyrir mistök og ég er ennþá að klóra mér í hausnum yfir hvernig við gátum fengið á okkur þrjú mörk í þessum leik. Ef við horfum framhjá úrslitunum þá er ég mjög sáttur með spilamennskuna.“ Blikarnir voru með boltann nánast allan leikinn en náðu einungis að skora eitt mark. „Það er bara eitthvað sem við þurfum að vera betri í og það er þolinmæðisvinna. Það er sjálfsagt erfiðara að reyna að skora þegar þú ert mikið með boltann heldur en að sækja hratt og bíða eftir mistökum hins liðsins. Stundum eru vörður á leiðinni og við verðum bara að hoppa yfir þær og halda áfram.“ Dregið var í Sambandsdeildinni fyrr í vikunni og mæta Blikar þar Racing FC Union frá Lúxemborg. „Mér líst mjög vel á þetta lið frá Lúxemborg. Ég er ekki búinn að kynna mér það mikið en þetta er vel mannað lið með nýjan þjálfara og er öflugt. Það eru margir leikir fram að þessum leik þannig ég er ekki alveg byrjaður að pæla mikið í þeim en ég held við eigum fínan möguleika á að komast áfram.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.