Fötluð kona blaut og köld á bakkanum í sjö mínútur Jakob Bjarnar og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. júní 2021 20:29 Margrét loksins komin ofan í laugina en það tók tíman sinn. Björk Vilhelmsdóttir Björk Vilhelmsdóttir segir aðgengismál í Breiðholtslaug til háborinnar skammar. Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi keppniskona í sundi en er nú í hjólastól, mátti bíða blaut og köld á bakka Breiðholtslaugar í heilar sjö mínútur eftir aðstoð við að komast í laugina. Ekki ætti að þurfa að segja landsmönnum af hinum norðlægu köldu áttum sem nú eru ríkjandi á Íslandi. „Aðgengismál í Breiðholtslaug eru til skammar,“ segir Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún greinir frá þessu sérstaklega á sinni Facebook-síðu fyrr í dag. Allar ábendingar hunsaðar „Þannig er að lyftan í lauginni er ætluð fólki með aðstoð, þar sem ekki er ætlast til þess að fólk bjargi sér sjálft eins og fólk með fatlanir vill gera, eins og allir aðrir,“ segir Björk og lýsir aðstæðum. En Margrét heldur heilsu sinni við með sundi að minnsta kosti 5 sinnum í viku í sinni hverfislaug. Björk ritaði forstöðumanni laugarinnar bréf í vetur þessa efnis, að aðgengismál þar væru í ólestri en það var hunsað. Björk merkir við, eða taggar eins og það heitir á netmáli, borgarstjórann Dag B. Eggertsson og Heiðu Björg Hilmisdóttur formann velferðarnefndar í þeirri von að þau taki málið upp. Og einnig Harald Þorleifsson baráttumann fyrir bættu aðgengi. Ekki bara lyftan sem er til vandræða „Það er ekki bara lyftan sem er slæm. Nýlegar gúmmímottur koma í veg fyrir að notendur hjólastóla geta keyrt upp að kalda pottinum og leikfimisrimlum sem Margrét og miklu fleiri nota til æfinga. Þá eru mottur á göngum mjög til trafala,“ segir Björg. Hún slær fram þeirri hugmynd, sem skaut upp kollinum á þeim sjö mínútum sem Margrét beið eftir aðstoð, hvort ekki væri vert að koma upp sérstöku aðgengiseftirliti í borginni, svona eins og heilbrigðis- og umhverfiseftirliti. „Ég held að slíkt gæti verið til bóta því það virðist ekki nóg að setja stefnur. Alla vega stóð ég fyrir aðgengistefnu snemma á öldinni sem sagði skýrt að starfsemi borgarinnar mætti ekki vera í óaðgengilegu húsnæði.“ Spurð hvort hún gæti farið annað Í samtali við Vísi segir Margrét sjálf að hún hafi sótt laugina í allnokkur ár og aðgengismál hafi alltaf verið til vandræða. Fyrst um sinn hafi meira að segja ekki verið nein lyfta. Hún hafi gert athugasemd við það og fengið lyftuna sem hér er til umfjöllunar, en hana getur hún ekki notað hjálparlaust. „Þegar ég nefndi það við yfirmann sundlaugarinnar sagði hann orðrétt: „Getur þú ekki bara farið í aðra sundlaug?“ Ég var fljót að svara honum til baka og sagðist ekki geta farið, því hann væri svo yndislegur,“ segir Margrét. Hún segir þó að ekki sé við starfsfólk laugarinnar að sakast, sem hún segir einfaldlega að geri henni kleift að fara í sund. „Motturnar á ganginum eru svo þykkar að alltaf þegar ég kem þá þarf starfsfólkið að vera að færa þær til og frá, og fer eflaust langt út fyrir sitt starfssvið. Það er ekki starfsfólkið sem er vandamálið,“ segir Margrét sem hefur farið víða þau 15 ár sem hún hefur stuðst við hjólastól, en aldrei séð lyftu líka þeirri í Breiðholtslaug. „Þetta er hundleiðinlegur fjandi.“ Sundlaugar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 15. júní 2021 10:06 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi keppniskona í sundi en er nú í hjólastól, mátti bíða blaut og köld á bakka Breiðholtslaugar í heilar sjö mínútur eftir aðstoð við að komast í laugina. Ekki ætti að þurfa að segja landsmönnum af hinum norðlægu köldu áttum sem nú eru ríkjandi á Íslandi. „Aðgengismál í Breiðholtslaug eru til skammar,“ segir Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún greinir frá þessu sérstaklega á sinni Facebook-síðu fyrr í dag. Allar ábendingar hunsaðar „Þannig er að lyftan í lauginni er ætluð fólki með aðstoð, þar sem ekki er ætlast til þess að fólk bjargi sér sjálft eins og fólk með fatlanir vill gera, eins og allir aðrir,“ segir Björk og lýsir aðstæðum. En Margrét heldur heilsu sinni við með sundi að minnsta kosti 5 sinnum í viku í sinni hverfislaug. Björk ritaði forstöðumanni laugarinnar bréf í vetur þessa efnis, að aðgengismál þar væru í ólestri en það var hunsað. Björk merkir við, eða taggar eins og það heitir á netmáli, borgarstjórann Dag B. Eggertsson og Heiðu Björg Hilmisdóttur formann velferðarnefndar í þeirri von að þau taki málið upp. Og einnig Harald Þorleifsson baráttumann fyrir bættu aðgengi. Ekki bara lyftan sem er til vandræða „Það er ekki bara lyftan sem er slæm. Nýlegar gúmmímottur koma í veg fyrir að notendur hjólastóla geta keyrt upp að kalda pottinum og leikfimisrimlum sem Margrét og miklu fleiri nota til æfinga. Þá eru mottur á göngum mjög til trafala,“ segir Björg. Hún slær fram þeirri hugmynd, sem skaut upp kollinum á þeim sjö mínútum sem Margrét beið eftir aðstoð, hvort ekki væri vert að koma upp sérstöku aðgengiseftirliti í borginni, svona eins og heilbrigðis- og umhverfiseftirliti. „Ég held að slíkt gæti verið til bóta því það virðist ekki nóg að setja stefnur. Alla vega stóð ég fyrir aðgengistefnu snemma á öldinni sem sagði skýrt að starfsemi borgarinnar mætti ekki vera í óaðgengilegu húsnæði.“ Spurð hvort hún gæti farið annað Í samtali við Vísi segir Margrét sjálf að hún hafi sótt laugina í allnokkur ár og aðgengismál hafi alltaf verið til vandræða. Fyrst um sinn hafi meira að segja ekki verið nein lyfta. Hún hafi gert athugasemd við það og fengið lyftuna sem hér er til umfjöllunar, en hana getur hún ekki notað hjálparlaust. „Þegar ég nefndi það við yfirmann sundlaugarinnar sagði hann orðrétt: „Getur þú ekki bara farið í aðra sundlaug?“ Ég var fljót að svara honum til baka og sagðist ekki geta farið, því hann væri svo yndislegur,“ segir Margrét. Hún segir þó að ekki sé við starfsfólk laugarinnar að sakast, sem hún segir einfaldlega að geri henni kleift að fara í sund. „Motturnar á ganginum eru svo þykkar að alltaf þegar ég kem þá þarf starfsfólkið að vera að færa þær til og frá, og fer eflaust langt út fyrir sitt starfssvið. Það er ekki starfsfólkið sem er vandamálið,“ segir Margrét sem hefur farið víða þau 15 ár sem hún hefur stuðst við hjólastól, en aldrei séð lyftu líka þeirri í Breiðholtslaug. „Þetta er hundleiðinlegur fjandi.“
Sundlaugar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 15. júní 2021 10:06 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 15. júní 2021 10:06