Enski boltinn

Sam­herji Söru Bjarkar semur við Arsenal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Parris er á leið frá Lyon.
Parris er á leið frá Lyon. EPA-EFE/Alvaro Barrientos

Enska landsliðskonan Nikita Parris hefur náð samkomulagi við Arsenal og mun skrifa undir hjá félaginu á næstu dögum.

Parris hefur undanfarið tvö ár leikið með Lyon. Var hún hluti af liðinu sem vann þrennuna á síðasta ári. Það er deild, bikar og Evrópu. Hún hefur hins vegar náð samkomulagi við Arsenal sem leikur í ensku úrvalsdeildinni og mun semja við liðið að lokinni læknisskoðun í vikunni.

Samkvæmt Sky Sports er Parris spennt að snúa aftur til Englands en hún lék með Manchester City áður en hún gekk til liðs við Lyon. 

Talið er að franska liðið sé að reyna fá hina mögnuðu Vivianne Miedema frá Arsenal en hollenska landsliðskonan á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum og því gæti Arsenal misst hana á frjálsri sölu næsta sumar.

Nikita Parris er 27 ára gamall framherji sem á að baki 50 A-landsleiki. Í þeim hefur hún skorað 14 mörk. Þá hefur hún leikið fyrir Everton, Manchester City og Lyon á ferlinum.

Arsenal verður því fjórða liðið sem hún leikur fyrir á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×