Kawhi-laust Clippers komið í forystu sem og Atlanta þökk sé ótrúlegum síðari hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 10:01 Paul George var frábær í fjarveru Kawhi Leonard í nótt. Alex Goodlett/Getty Images Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers er komið í 3-2 gegn Utah Jazz og sömu sögu er að segja af Atlanta Hawks í rimmu sinni gegn Philadelphia 76ers. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaleik Vesturdeildarinnar en sigurvegarinn þar mætir svo sigurvegaranum úr Austurdeildinni í baráttunni um NBA-meistaratitilinn. Los Angeles Clippers gat vart fengið verri fréttir fyrir leik þegar í ljós kom að Kawhi Leonard, stórstjarna liðsins, væri meiddur á hné og yrði ekki með. Paul George, hin stórstjarna liðsins, hefur löngum verið talinn einn betri leikmanna deildarinnar þegar deildarkeppnin er í gangi en hann ku eiga það til að fara í feluleik í úrslitakeppninni. Paul George's big night propels the @LAClippers to a win in Game 5 and a 3-2 series advantage! #ThatsGame #NBAPlayoffs 37 PTS | 16 REB | 5 ASTGame 6: Friday at 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/c1cUPZpFKL— NBA (@NBA) June 17, 2021 Sú var ekki raunin í nótt er Clippers vann átta stiga sigur í Utah, 119-111. Leikurinn var stál í stál í fyrsta leikhluta þangað til Utah náði smá andrými þökk sé ótrúlegri frammistöðu Bogdan Bogdanovic. Hann skoraði úr sex þriggja stiga körfum í fyrsta leikhluta. Leikurinn þó áfram í jafnvægi eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn en ef ekki hefði verið fyrir sýningu heimamanna fyrir utan þriggja stiga línuna hefði Clippers mögulega stungið af. Bojan Bogdanovic (18 PTS) ties the postseason record for threes made in a quarter with 6 triples in the 1st! @LAClippers 36@utahjazz 37 #NBAPlayoffs on TNT pic.twitter.com/h2v5zzvQJD— NBA (@NBA) June 17, 2021 Utah Jazz setti niður 17 þrista í fyrri hálfleik, aðeins einu sinni hefur liði í úrslitakeppni NBA tekist að skora úr fleiri þriggja stiga skotum í einum og sama hálfleiknum. Jazz leiddu með fimm stigum í hálfleik, 65-60. Í þriðja leikhluta steig George upp og Clippers náðu átta stiga forystu. Létu þeir þá forystu aldrei af hendi og unnu á endanum leikinn með átta stiga mun, 119-111. Marcus Morris Sr. (25 PTS) and Reggie Jackson (22 PTS) help the @LAClippers take Game 5 and go up 3-2! #ThatsGame LAC can advance with a win in Game 6 on Friday at 10pm/et on ESPN. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/wdpp87MmSl— NBA (@NBA) June 17, 2021 Paul George var stigahæstur í liði Clippers með 37 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Marcus Morris skoraði 25 stig og Reggie Jackson setti 22 stig. Hjá Jazz var Bogdanovic stigahæstur með 32 stig á meðan Donovan Mitchell setti 21 stig. Í hinum leik næturinnar var mikil dramatík. Atlanta Hawks tókst á einhvern ótrúlegan hátt að grafa sig upp úr djúpri holu sem liðið bjó til í fyrri hálfleik. Philadelphia var með öll völd framan af leik og leiddi með 22 stigum í hálfleik, staðan þá 62-40. Heimamenn í 76ers byrjuðu leikinn af miklum krafti og virtust nánast vera búnir að klára leikinn þar sem það gekk ekkert upp hjá Atlanta. Þegar 3.50 mínútur voru til leiksloka var munurinn 25 stig og ekkert sem benti til þess að Atlanta væri að fara koma til baka. Joel Embiid went off for 24 points and 10 REB in the first half pic.twitter.com/1EhJJl7OZF— NBA TV (@NBATV) June 17, 2021 Gestunum tókst að minnka muninn niður í 20 stig áður en leikhlutanum lauk og frábær byrjun í síðasta fjórðung þýddi að allt í einu var munurinn orðinn 14 stig. Hægt og rólega tókst Atlanta að minnka muninn og eftir nokkrar körfur frá Trae Young var munurinn allt í einu kominn niður í tvö stig og enn rúmlega tvær mínútur eftir. Mínútu síðtar voru Hawks komnir yfir. Í stöðunni 107-104 fyrir Atlanta var brotið á Joel Embiid en hann klikkaði á báðum vítaskotunum og Atlanta sigldi sigrinum í hús. Ótrúlegur síðasti fjórðungur sá til þess að Atlanta vann þriggja stiga sigur, 109-106, og er nú aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Vesturdeildarinnar. Trae Young's #NBAPlayoffs career-high 39 PTS fuel the @ATLHawks 26-point comeback win in Game 5 as they take a 3-2 series lead! #ThatsGame Game 6: Friday at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/SNtv0iaWMr— NBA (@NBA) June 17, 2021 Trae Young var stigahæstur hjá Hawks með 39 stig en hann hefur aldrei skorað fleiri stig í einum og sama leiknum í úrslitakeppninni. Þar á eftir kom John Collins með 19 og Danilo Gallinari með 16. Hjá Philadelphia var Embiid með 37 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Seth Curry kom þar á eftir með 36 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaleik Vesturdeildarinnar en sigurvegarinn þar mætir svo sigurvegaranum úr Austurdeildinni í baráttunni um NBA-meistaratitilinn. Los Angeles Clippers gat vart fengið verri fréttir fyrir leik þegar í ljós kom að Kawhi Leonard, stórstjarna liðsins, væri meiddur á hné og yrði ekki með. Paul George, hin stórstjarna liðsins, hefur löngum verið talinn einn betri leikmanna deildarinnar þegar deildarkeppnin er í gangi en hann ku eiga það til að fara í feluleik í úrslitakeppninni. Paul George's big night propels the @LAClippers to a win in Game 5 and a 3-2 series advantage! #ThatsGame #NBAPlayoffs 37 PTS | 16 REB | 5 ASTGame 6: Friday at 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/c1cUPZpFKL— NBA (@NBA) June 17, 2021 Sú var ekki raunin í nótt er Clippers vann átta stiga sigur í Utah, 119-111. Leikurinn var stál í stál í fyrsta leikhluta þangað til Utah náði smá andrými þökk sé ótrúlegri frammistöðu Bogdan Bogdanovic. Hann skoraði úr sex þriggja stiga körfum í fyrsta leikhluta. Leikurinn þó áfram í jafnvægi eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn en ef ekki hefði verið fyrir sýningu heimamanna fyrir utan þriggja stiga línuna hefði Clippers mögulega stungið af. Bojan Bogdanovic (18 PTS) ties the postseason record for threes made in a quarter with 6 triples in the 1st! @LAClippers 36@utahjazz 37 #NBAPlayoffs on TNT pic.twitter.com/h2v5zzvQJD— NBA (@NBA) June 17, 2021 Utah Jazz setti niður 17 þrista í fyrri hálfleik, aðeins einu sinni hefur liði í úrslitakeppni NBA tekist að skora úr fleiri þriggja stiga skotum í einum og sama hálfleiknum. Jazz leiddu með fimm stigum í hálfleik, 65-60. Í þriðja leikhluta steig George upp og Clippers náðu átta stiga forystu. Létu þeir þá forystu aldrei af hendi og unnu á endanum leikinn með átta stiga mun, 119-111. Marcus Morris Sr. (25 PTS) and Reggie Jackson (22 PTS) help the @LAClippers take Game 5 and go up 3-2! #ThatsGame LAC can advance with a win in Game 6 on Friday at 10pm/et on ESPN. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/wdpp87MmSl— NBA (@NBA) June 17, 2021 Paul George var stigahæstur í liði Clippers með 37 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Marcus Morris skoraði 25 stig og Reggie Jackson setti 22 stig. Hjá Jazz var Bogdanovic stigahæstur með 32 stig á meðan Donovan Mitchell setti 21 stig. Í hinum leik næturinnar var mikil dramatík. Atlanta Hawks tókst á einhvern ótrúlegan hátt að grafa sig upp úr djúpri holu sem liðið bjó til í fyrri hálfleik. Philadelphia var með öll völd framan af leik og leiddi með 22 stigum í hálfleik, staðan þá 62-40. Heimamenn í 76ers byrjuðu leikinn af miklum krafti og virtust nánast vera búnir að klára leikinn þar sem það gekk ekkert upp hjá Atlanta. Þegar 3.50 mínútur voru til leiksloka var munurinn 25 stig og ekkert sem benti til þess að Atlanta væri að fara koma til baka. Joel Embiid went off for 24 points and 10 REB in the first half pic.twitter.com/1EhJJl7OZF— NBA TV (@NBATV) June 17, 2021 Gestunum tókst að minnka muninn niður í 20 stig áður en leikhlutanum lauk og frábær byrjun í síðasta fjórðung þýddi að allt í einu var munurinn orðinn 14 stig. Hægt og rólega tókst Atlanta að minnka muninn og eftir nokkrar körfur frá Trae Young var munurinn allt í einu kominn niður í tvö stig og enn rúmlega tvær mínútur eftir. Mínútu síðtar voru Hawks komnir yfir. Í stöðunni 107-104 fyrir Atlanta var brotið á Joel Embiid en hann klikkaði á báðum vítaskotunum og Atlanta sigldi sigrinum í hús. Ótrúlegur síðasti fjórðungur sá til þess að Atlanta vann þriggja stiga sigur, 109-106, og er nú aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Vesturdeildarinnar. Trae Young's #NBAPlayoffs career-high 39 PTS fuel the @ATLHawks 26-point comeback win in Game 5 as they take a 3-2 series lead! #ThatsGame Game 6: Friday at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/SNtv0iaWMr— NBA (@NBA) June 17, 2021 Trae Young var stigahæstur hjá Hawks með 39 stig en hann hefur aldrei skorað fleiri stig í einum og sama leiknum í úrslitakeppninni. Þar á eftir kom John Collins með 19 og Danilo Gallinari með 16. Hjá Philadelphia var Embiid með 37 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Seth Curry kom þar á eftir með 36 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira