Mannréttindadómstóllinn vísaði kæru Ólafs frá Árni Sæberg skrifar 17. júní 2021 11:17 Ólafur Ólafsson. vísir/vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun kæru Ólafs Ólafssonar frá dómi. Ólafur Ólafsson kærði íslenska ríkið fyrir brot gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar í kjölfar efnahagshrunsins. Ólafur byggði málatilbúnað sinn á því að rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 hefði verið ígildi sakamálarannsóknar. Réttur sakbornings í sakamálarannsókn er rýmri en réttur þess sem rannsakaður er í almennri rannsókn. Mannréttindadómstóllinn hafnaði málatilbúnaði Ólafs með afgerandi hætti. Kæran var lögð fram árið 2017 í kjölfar birtingu niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar. Kjartan Björgvinsson héraðsdómari, sem gegndi formennsku nefndarinnar, fagnar niðurstöðu dómstólsins. Hann segir að hefði niðurstaðan verið kæranda í hag hefði Alþingi misst það mikilvæga úrræði sem rannsóknarnefndir eru. „Hún hefur fyrst og fremst þá þýðingu að rannsóknarnefndir, af því tagi sem starfa á Íslandi, geta starfað áfram með óbreyttum hætti. Kæran gekk út á það að nefndin hafi verið að álykta eitthvað um refsiverða háttsemi og þetta hafi raun verið ígildi sakamálarannsóknar. Dómstóllinn hafnar því með afgerandi hætti,“ segir Kjartan um þýðingu niðurstöðu dómstólsins í samtali við fréttastofu. Hefði bakað ríkinu bótaskyldu Kjartan segir niðurstöðuna mikilvæga enda hefði þurft að endurskoða allt verklag og fyrirkomulag rannsóknarnefnda Alþingis, hefði hún farið á annan veg. Það hefði gert tilvist rannsóknarskýrsla á borð við þá sem gerð var um fall stóru viðskiptabankanna þriggja ómögulega. Aðspurður segir Kjartan jafnframt að þeir sem fjallað hefur verið um í rannsóknarskýrslum hefðu mögulega öðlast rétt til skaðabóta úr hendi ríkisins, hefði dómurinn fallið með Ólafi. Aðvörun til stjórnvalda „Ég dreg þá ályktun að líta megi á ákvörðunina, sem einungis var tekin af þremur dómurum, sem aðvörun til íslenskra stjórnvalda að til staðar hafi verið alvarleg álitamál hvað mannréttindasáttmálann varðar, en einnig að til staðar hafi verið lagaleg úrræði sem ekki var látið á reyna. Kvörtunin er því ekki tekin til meðferðar. Í mínum huga er enginn vafi á að brotið hafi verið á rétti Ólafs til friðhelgi einkalífs og ætlaðs sakleysis,“ segir Tyge Trier, lögmaður Ólafs í málinu. Að fenginni þessari niðurstöðu liggur fyrir Ólafi að meta hvort hann kjósi að höfða mál á hendur ríkinu fyrir íslenskum dómstólum vegna framgöngu Rannsóknarnefndar Alþingis. „Ég mun meta þessa niðurstöðu, en áhugi minn á að reka mál fyrir íslenskum dómstólum er lítill að fenginni reynslu og tímanum sjálfsagt betur varið til uppbyggilegri mála,“ segir Ólafur Ólafsson. Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Tengdar fréttir Í raun refsing án dóms og laga Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2017 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 7. október 2019 06:15 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Ólafur Ólafsson kærði íslenska ríkið fyrir brot gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar í kjölfar efnahagshrunsins. Ólafur byggði málatilbúnað sinn á því að rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 hefði verið ígildi sakamálarannsóknar. Réttur sakbornings í sakamálarannsókn er rýmri en réttur þess sem rannsakaður er í almennri rannsókn. Mannréttindadómstóllinn hafnaði málatilbúnaði Ólafs með afgerandi hætti. Kæran var lögð fram árið 2017 í kjölfar birtingu niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar. Kjartan Björgvinsson héraðsdómari, sem gegndi formennsku nefndarinnar, fagnar niðurstöðu dómstólsins. Hann segir að hefði niðurstaðan verið kæranda í hag hefði Alþingi misst það mikilvæga úrræði sem rannsóknarnefndir eru. „Hún hefur fyrst og fremst þá þýðingu að rannsóknarnefndir, af því tagi sem starfa á Íslandi, geta starfað áfram með óbreyttum hætti. Kæran gekk út á það að nefndin hafi verið að álykta eitthvað um refsiverða háttsemi og þetta hafi raun verið ígildi sakamálarannsóknar. Dómstóllinn hafnar því með afgerandi hætti,“ segir Kjartan um þýðingu niðurstöðu dómstólsins í samtali við fréttastofu. Hefði bakað ríkinu bótaskyldu Kjartan segir niðurstöðuna mikilvæga enda hefði þurft að endurskoða allt verklag og fyrirkomulag rannsóknarnefnda Alþingis, hefði hún farið á annan veg. Það hefði gert tilvist rannsóknarskýrsla á borð við þá sem gerð var um fall stóru viðskiptabankanna þriggja ómögulega. Aðspurður segir Kjartan jafnframt að þeir sem fjallað hefur verið um í rannsóknarskýrslum hefðu mögulega öðlast rétt til skaðabóta úr hendi ríkisins, hefði dómurinn fallið með Ólafi. Aðvörun til stjórnvalda „Ég dreg þá ályktun að líta megi á ákvörðunina, sem einungis var tekin af þremur dómurum, sem aðvörun til íslenskra stjórnvalda að til staðar hafi verið alvarleg álitamál hvað mannréttindasáttmálann varðar, en einnig að til staðar hafi verið lagaleg úrræði sem ekki var látið á reyna. Kvörtunin er því ekki tekin til meðferðar. Í mínum huga er enginn vafi á að brotið hafi verið á rétti Ólafs til friðhelgi einkalífs og ætlaðs sakleysis,“ segir Tyge Trier, lögmaður Ólafs í málinu. Að fenginni þessari niðurstöðu liggur fyrir Ólafi að meta hvort hann kjósi að höfða mál á hendur ríkinu fyrir íslenskum dómstólum vegna framgöngu Rannsóknarnefndar Alþingis. „Ég mun meta þessa niðurstöðu, en áhugi minn á að reka mál fyrir íslenskum dómstólum er lítill að fenginni reynslu og tímanum sjálfsagt betur varið til uppbyggilegri mála,“ segir Ólafur Ólafsson.
Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Tengdar fréttir Í raun refsing án dóms og laga Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2017 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 7. október 2019 06:15 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Í raun refsing án dóms og laga Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2017 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 7. október 2019 06:15