Eyddu 220 milljörðum á ferð sinni um Ísland árið 2020 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2021 10:47 Ferðamaður við Dynjanda á Vestfjörðum. Vísir/Vilhelm Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 3,9% árið 2020 samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum ferðaþjónustureikninga, samanborið við 8% árið 2019. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Heildarútgjöld ferðamanna á Íslandi, íslenskra og erlendra, námu 220 milljörðum króna árið 2020, og drógust saman um 58% borið saman við árið 2019. Komum erlendra ferðamanna hingað til lands fækkaði um 81% á sama tímabili. Hagstofa Íslands Á vef Hagstofunnar kemur fram að ferðaþjónustureikningar (e. tourism satellite accounts) séu hliðarreikningar þjóðhagsreikninga og ætlað að leggja mat á hlut ferðaþjónustunnar í hagkerfinu og þróun hennar sem atvinnugreinar. Ferðaþjónustureikningar taka til útgjalda innlendra sem og erlendra ferðamanna á Íslandi. Samhliða ferðaþjónustureikningum birtir Hagstofan nú í fyrsta sinn tölfræði um vinnumagn í ferðaþjónustu sem byggir á alþjóðlegum stöðlum þjóðhagsreikninga. Er því um að ræða nýja tölfræði en ekki endurskoðun á áður útgefnum tölum annarra sviða Hagstofunnar. Finna má ítarlega umfjöllun um niðurstöður og samanburð á ólíkri aðferðafræði við mat á fjölda vinnustunda í frétt Hagstofunnar frá árinu 2018. Útgjöld íslenskra ferðamanna 56% af heildinni Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna námu 122 milljörðum króna samkvæmt bráðabirgðatölum, og drógust saman um 14% frá árinu 2019. Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna námu um 56% af heildarútgjöldum ferðamanna á Íslandi árið 2020, samanborið við aðeins 27% af heildarútgjöldum ferðamanna árið 2019 og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá upphafi tímaraðar árið 2009. Stærstur hluti útgjalda íslenskra ferðamanna árið 2020 var vegna gistiþjónustu en útgjöldin jukust um tæplega 18% frá árinu 2019. Tæplega 32% aukning er áætluð í útgjöldum íslenskra ferðamanna vegna veitingaþjónustu árið 2020, samanborið við árið á undan. Gistinóttum íslenskra ferðamanna fjölgaði um 40% á sama tímabili. Heildarútgjöld erlendra ferðamanna drógust saman um 75% Heildarútgjöld erlendra ferðamanna námu 98 milljörðum króna árið 2020, samkvæmt bráðabirgðatölum, og drógust saman um 75% samanborið við árið 2019. Stærstur hluti eða um fimmtungur útgjalda erlendra ferðamanna árið 2020 var vegna gistiþjónustu en dróst þó saman um tæp 76% milli ára. Hagstofa Íslands Alls voru komur erlendra ferðamanna hingað til lands tæplega 490 þúsund árið 2020, en þeim fækkaði um 81% frá árinu 2019. Flestir ferðamenn eru gistifarþegar sem koma til landsins með millilandaflugi. Gistifarþegum fækkaði um 76% árið 2020 en gistinóttum um 75%. Hlutur ferðaþjónustu samanborið við aðra atvinnugreinaflokka árið 2020 Árið 2019 taldist ferðaþjónusta þriðja stærsta atvinnugreinin á Íslandi, sem hlutfall af landsframleiðslu, en spilar ekki eins veigamikið hlutverk árið 2020. Hagstofa Íslands Þegar hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu er borin saman við aðrar atvinnugreinar þarf að hafa í huga að ferðaþjónusta er ekki skilgreind sem atvinnugrein í hefðbundinni atvinnugreinaflokkun heldur er hún samsett grein þar sem lagt er saman tiltekið hlutfall af starfsemi annarra atvinnugreina. Vinnumagn í ferðaþjónustu Starfandi einstaklingum í ferðaþjónustu fækkaði um 31% árið 2020 samanborið við árið 2019, en um 21.000 manns störfuðu í tengslum við ferðaþjónustu árið 2020 samanborið við um 30.800 árið áður. Heildar vinnustundir í ferðaþjónustu drógust saman um 39% en 25,3 milljón vinnustundir voru unnar árið 2020 samanborið við 41,2 milljón vinnustundir árið 2019. Hagstofa Íslands Starfandi einstaklingum fækkaði hlutfallslega mest í starfsemi ferðaskrifstofa, farþegaflutninga á landi og gistiþjónustu árið 2020 borið saman við fyrra ár. Starfandi í gistiþjónustu fækkaði um 2.500, eða um 36%, frá árinu 2019. Starfandi fækkaði um 2.000 í starfsemi ferðaskrifstofa, 1.700 í veitingaþjónustu og 1.500 í farþegaflutningum með flugi á sama tímabili. Hagstofa Íslands Með greiðslu hlutabóta var fyrirtækjum gert kleift að lækka starfshlutfall hjá launafólki tímabundið á móti greiðslu atvinnuleysisbóta (hlutabóta). Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti 18. janúar síðastliðinn, fengu um 13.800 af þeim 21.000 starfandi einstaklingum í einkennandi greinum ferðaþjónustu greiddar hlutabætur á árinu. Af þessum einstaklingum störfuðu um 3.800 innan gistiþjónustu, 4.000 í veitingaþjónustu, 2.800 í farþegaflutningum með flugi og um 1.600 á vegum ferðaskrifstofa. Af fjölda starfandi voru hlutfallslega flestir á hlutabótaleið í störfum tengdum gistiþjónustu og farþegaflutningum með flugi en þar nýttu rúmlega 90% hlutabótaleiðina. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Heildarútgjöld ferðamanna á Íslandi, íslenskra og erlendra, námu 220 milljörðum króna árið 2020, og drógust saman um 58% borið saman við árið 2019. Komum erlendra ferðamanna hingað til lands fækkaði um 81% á sama tímabili. Hagstofa Íslands Á vef Hagstofunnar kemur fram að ferðaþjónustureikningar (e. tourism satellite accounts) séu hliðarreikningar þjóðhagsreikninga og ætlað að leggja mat á hlut ferðaþjónustunnar í hagkerfinu og þróun hennar sem atvinnugreinar. Ferðaþjónustureikningar taka til útgjalda innlendra sem og erlendra ferðamanna á Íslandi. Samhliða ferðaþjónustureikningum birtir Hagstofan nú í fyrsta sinn tölfræði um vinnumagn í ferðaþjónustu sem byggir á alþjóðlegum stöðlum þjóðhagsreikninga. Er því um að ræða nýja tölfræði en ekki endurskoðun á áður útgefnum tölum annarra sviða Hagstofunnar. Finna má ítarlega umfjöllun um niðurstöður og samanburð á ólíkri aðferðafræði við mat á fjölda vinnustunda í frétt Hagstofunnar frá árinu 2018. Útgjöld íslenskra ferðamanna 56% af heildinni Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna námu 122 milljörðum króna samkvæmt bráðabirgðatölum, og drógust saman um 14% frá árinu 2019. Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna námu um 56% af heildarútgjöldum ferðamanna á Íslandi árið 2020, samanborið við aðeins 27% af heildarútgjöldum ferðamanna árið 2019 og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá upphafi tímaraðar árið 2009. Stærstur hluti útgjalda íslenskra ferðamanna árið 2020 var vegna gistiþjónustu en útgjöldin jukust um tæplega 18% frá árinu 2019. Tæplega 32% aukning er áætluð í útgjöldum íslenskra ferðamanna vegna veitingaþjónustu árið 2020, samanborið við árið á undan. Gistinóttum íslenskra ferðamanna fjölgaði um 40% á sama tímabili. Heildarútgjöld erlendra ferðamanna drógust saman um 75% Heildarútgjöld erlendra ferðamanna námu 98 milljörðum króna árið 2020, samkvæmt bráðabirgðatölum, og drógust saman um 75% samanborið við árið 2019. Stærstur hluti eða um fimmtungur útgjalda erlendra ferðamanna árið 2020 var vegna gistiþjónustu en dróst þó saman um tæp 76% milli ára. Hagstofa Íslands Alls voru komur erlendra ferðamanna hingað til lands tæplega 490 þúsund árið 2020, en þeim fækkaði um 81% frá árinu 2019. Flestir ferðamenn eru gistifarþegar sem koma til landsins með millilandaflugi. Gistifarþegum fækkaði um 76% árið 2020 en gistinóttum um 75%. Hlutur ferðaþjónustu samanborið við aðra atvinnugreinaflokka árið 2020 Árið 2019 taldist ferðaþjónusta þriðja stærsta atvinnugreinin á Íslandi, sem hlutfall af landsframleiðslu, en spilar ekki eins veigamikið hlutverk árið 2020. Hagstofa Íslands Þegar hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu er borin saman við aðrar atvinnugreinar þarf að hafa í huga að ferðaþjónusta er ekki skilgreind sem atvinnugrein í hefðbundinni atvinnugreinaflokkun heldur er hún samsett grein þar sem lagt er saman tiltekið hlutfall af starfsemi annarra atvinnugreina. Vinnumagn í ferðaþjónustu Starfandi einstaklingum í ferðaþjónustu fækkaði um 31% árið 2020 samanborið við árið 2019, en um 21.000 manns störfuðu í tengslum við ferðaþjónustu árið 2020 samanborið við um 30.800 árið áður. Heildar vinnustundir í ferðaþjónustu drógust saman um 39% en 25,3 milljón vinnustundir voru unnar árið 2020 samanborið við 41,2 milljón vinnustundir árið 2019. Hagstofa Íslands Starfandi einstaklingum fækkaði hlutfallslega mest í starfsemi ferðaskrifstofa, farþegaflutninga á landi og gistiþjónustu árið 2020 borið saman við fyrra ár. Starfandi í gistiþjónustu fækkaði um 2.500, eða um 36%, frá árinu 2019. Starfandi fækkaði um 2.000 í starfsemi ferðaskrifstofa, 1.700 í veitingaþjónustu og 1.500 í farþegaflutningum með flugi á sama tímabili. Hagstofa Íslands Með greiðslu hlutabóta var fyrirtækjum gert kleift að lækka starfshlutfall hjá launafólki tímabundið á móti greiðslu atvinnuleysisbóta (hlutabóta). Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti 18. janúar síðastliðinn, fengu um 13.800 af þeim 21.000 starfandi einstaklingum í einkennandi greinum ferðaþjónustu greiddar hlutabætur á árinu. Af þessum einstaklingum störfuðu um 3.800 innan gistiþjónustu, 4.000 í veitingaþjónustu, 2.800 í farþegaflutningum með flugi og um 1.600 á vegum ferðaskrifstofa. Af fjölda starfandi voru hlutfallslega flestir á hlutabótaleið í störfum tengdum gistiþjónustu og farþegaflutningum með flugi en þar nýttu rúmlega 90% hlutabótaleiðina.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent