Tillaga um Pál í heiðurssætið var felld Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júní 2021 07:01 Páll Magnússon var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á kjörtímabilinu. vísir/vilhelm Tillaga um að Páll Magnússon tæki heiðurssæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar var felld með yfirgnæfandi meirihluta á kjördæmisráði flokksins síðasta laugardag. Páll er fyrsti þingmaður kjördæmisins og gaf hann kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í vor áður en hann dró framboð sitt nokkuð óvænt til baka. Þá þvertók hann fyrir að það hefði nokkuð með ytri aðstæður í pólitíkinni að gera; hann hefði í raun ákveðið að hætta á þingi fyrir löngu en viljað bjóða sig fram til öryggis ef ske kynni að hann skipti um skoðun. Sjá einnig: Gefur ekki kost á sér fyrir næstu kosningar. Ljóst er að Páll er ekki vinsæll meðal stórs hóps í kjördæminu en af samtölum Vísis við ýmsa úr þeim ranni má skilja að þær óvinsældir megi helst rekja til þess þegar Páll ákvað að styðja ekki framboð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið lýsti fulltrúaráð flokksins í Eyjum yfir vantrausti á Pál. Formaður ráðsins minnti svo á þetta vantraust í aðdraganda prófkjörsins, áður en Páll ákvað að draga framboð sitt til baka. Tillögu um Pál ekki vísað frá en hafnað með miklum meirihluta Fyrstu sex sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ráðast af úrslitum prófkjörsins, sem Guðrún Hafsteinsdóttir vann í maí. Á eftir henni koma svo þingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson. 21 manna kjörnefnd raðar síðan upp neðri sætunum og leggur fram tillögu að lista fyrir kjördæmisráð en í því sitja 108 meðlimir. Þegar samþykktur listi var birtur furðuðu sig margir á því að Páll væri ekki í heiðurssætinu, en það er síðasta sæti listans oft kallað, og töldu það jafnvel endanlega staðfestingu á því að Páll hefði hætt við að bjóða sig fram vegna lítils stuðnings í kjördæminu. Í heiðurssætinu situr Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra flokksins og þingmaður til margra ára. Það kom mörgum í opna skjöldu að hann hefði verið fenginn í það hlutverk en flestir tengja Björn við Reykjavík en ekki Suðurlandið; hann hefur setið á þingi fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og var oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Björn Bjarnason var þingmaður beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Hann sat sem menntamálaráðherra 1995–2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra 2003–2009.vísir/Baldur Á kjördæmaráðsfundinum var þó lögð fram breytingartillaga á tillögur nefndarinnar sem fólst í því að skipta Birni út fyrir Pál í heiðurssætið. Þá var hins vegar lögð fram frávísunartillaga á þessa breytingartillögu en hún var felld á jöfnum atkvæðum. Voru þá atkvæði greidd um hvort Páll skildi settur í heiðurssætið en hún var felld með afgerandi meirihluta. Þetta staðfestir einn þeirra sem situr í kjördæmaráðinu við Vísi, Jarl Sigurgeirsson, en hann situr einnig í sjötta sæti listans. Ekki náðist í Pál við vinnslu fréttarinnar. Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.vísir/Stöð 2 Hefðu aldrei haft Reykvíking í heiðurssætinu Í samtali við Vísi segir Halldóra Bergljót Jónsdóttir, formaður kjörnefndarinnar, að hún geti ekki tjáð sig um það sem fram fór inni í nefndinni – þar ríki trúnaður. Hún vill ekki svara því hvers vegna Páli var ekki boðið heiðurssætið en segir þó: „Það er engin hefð í þessu og menn ganga ekkert að neinu öruggu. Það er bara þannig og hefur verið síðan Suðurkjördæmi var stofnað. Þetta var bara niðurstaðan núna enda Björn búinn að vinna gott starf fyrir land og þjóð í áratugi og er héðan úr kjördæminu.“ Spurð hvort Björn sé ekki meiri Reykvíkingur en nokkru sinni af Sunnlendingur þvertekur hún fyrir það: „Nei, nei, nei hann er með lögheimili hérna hjá okkur. Við hefðum ekki farið að setja Reykvíking í heiðurssætið.“ Og sami tónn var í Birni þegar Vísir heyrði í honum. Hann er með lögheimili sitt skráð á bænum Kvoslæk II í Fljótshlíð og segist búa á víxl þar og í Hlíðunum í Reykjavík. „Ég er búinn að vera hér í Kvoslæknum síðan 2002. Hér höfum við verið með mikla starfsemi í gangi á sumrin og fengum meira að segja menningarverðlaun Suðurlands í fyrra,“ segir hann. Hann kveðst bæði spenntur og bjartsýnn fyrir komandi kosningum: „Ég er búinn að vera á ferðalagi um allt landið að kynna landbúnaðarstefnu með Kristjáni Þór Júlíussyni og það hefur gengið mjög vel.“ Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vestmannaeyjar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Páll er fyrsti þingmaður kjördæmisins og gaf hann kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í vor áður en hann dró framboð sitt nokkuð óvænt til baka. Þá þvertók hann fyrir að það hefði nokkuð með ytri aðstæður í pólitíkinni að gera; hann hefði í raun ákveðið að hætta á þingi fyrir löngu en viljað bjóða sig fram til öryggis ef ske kynni að hann skipti um skoðun. Sjá einnig: Gefur ekki kost á sér fyrir næstu kosningar. Ljóst er að Páll er ekki vinsæll meðal stórs hóps í kjördæminu en af samtölum Vísis við ýmsa úr þeim ranni má skilja að þær óvinsældir megi helst rekja til þess þegar Páll ákvað að styðja ekki framboð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið lýsti fulltrúaráð flokksins í Eyjum yfir vantrausti á Pál. Formaður ráðsins minnti svo á þetta vantraust í aðdraganda prófkjörsins, áður en Páll ákvað að draga framboð sitt til baka. Tillögu um Pál ekki vísað frá en hafnað með miklum meirihluta Fyrstu sex sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ráðast af úrslitum prófkjörsins, sem Guðrún Hafsteinsdóttir vann í maí. Á eftir henni koma svo þingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson. 21 manna kjörnefnd raðar síðan upp neðri sætunum og leggur fram tillögu að lista fyrir kjördæmisráð en í því sitja 108 meðlimir. Þegar samþykktur listi var birtur furðuðu sig margir á því að Páll væri ekki í heiðurssætinu, en það er síðasta sæti listans oft kallað, og töldu það jafnvel endanlega staðfestingu á því að Páll hefði hætt við að bjóða sig fram vegna lítils stuðnings í kjördæminu. Í heiðurssætinu situr Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra flokksins og þingmaður til margra ára. Það kom mörgum í opna skjöldu að hann hefði verið fenginn í það hlutverk en flestir tengja Björn við Reykjavík en ekki Suðurlandið; hann hefur setið á þingi fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og var oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Björn Bjarnason var þingmaður beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Hann sat sem menntamálaráðherra 1995–2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra 2003–2009.vísir/Baldur Á kjördæmaráðsfundinum var þó lögð fram breytingartillaga á tillögur nefndarinnar sem fólst í því að skipta Birni út fyrir Pál í heiðurssætið. Þá var hins vegar lögð fram frávísunartillaga á þessa breytingartillögu en hún var felld á jöfnum atkvæðum. Voru þá atkvæði greidd um hvort Páll skildi settur í heiðurssætið en hún var felld með afgerandi meirihluta. Þetta staðfestir einn þeirra sem situr í kjördæmaráðinu við Vísi, Jarl Sigurgeirsson, en hann situr einnig í sjötta sæti listans. Ekki náðist í Pál við vinnslu fréttarinnar. Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.vísir/Stöð 2 Hefðu aldrei haft Reykvíking í heiðurssætinu Í samtali við Vísi segir Halldóra Bergljót Jónsdóttir, formaður kjörnefndarinnar, að hún geti ekki tjáð sig um það sem fram fór inni í nefndinni – þar ríki trúnaður. Hún vill ekki svara því hvers vegna Páli var ekki boðið heiðurssætið en segir þó: „Það er engin hefð í þessu og menn ganga ekkert að neinu öruggu. Það er bara þannig og hefur verið síðan Suðurkjördæmi var stofnað. Þetta var bara niðurstaðan núna enda Björn búinn að vinna gott starf fyrir land og þjóð í áratugi og er héðan úr kjördæminu.“ Spurð hvort Björn sé ekki meiri Reykvíkingur en nokkru sinni af Sunnlendingur þvertekur hún fyrir það: „Nei, nei, nei hann er með lögheimili hérna hjá okkur. Við hefðum ekki farið að setja Reykvíking í heiðurssætið.“ Og sami tónn var í Birni þegar Vísir heyrði í honum. Hann er með lögheimili sitt skráð á bænum Kvoslæk II í Fljótshlíð og segist búa á víxl þar og í Hlíðunum í Reykjavík. „Ég er búinn að vera hér í Kvoslæknum síðan 2002. Hér höfum við verið með mikla starfsemi í gangi á sumrin og fengum meira að segja menningarverðlaun Suðurlands í fyrra,“ segir hann. Hann kveðst bæði spenntur og bjartsýnn fyrir komandi kosningum: „Ég er búinn að vera á ferðalagi um allt landið að kynna landbúnaðarstefnu með Kristjáni Þór Júlíussyni og það hefur gengið mjög vel.“
Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vestmannaeyjar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira