Tillaga um Pál í heiðurssætið var felld Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júní 2021 07:01 Páll Magnússon var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á kjörtímabilinu. vísir/vilhelm Tillaga um að Páll Magnússon tæki heiðurssæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar var felld með yfirgnæfandi meirihluta á kjördæmisráði flokksins síðasta laugardag. Páll er fyrsti þingmaður kjördæmisins og gaf hann kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í vor áður en hann dró framboð sitt nokkuð óvænt til baka. Þá þvertók hann fyrir að það hefði nokkuð með ytri aðstæður í pólitíkinni að gera; hann hefði í raun ákveðið að hætta á þingi fyrir löngu en viljað bjóða sig fram til öryggis ef ske kynni að hann skipti um skoðun. Sjá einnig: Gefur ekki kost á sér fyrir næstu kosningar. Ljóst er að Páll er ekki vinsæll meðal stórs hóps í kjördæminu en af samtölum Vísis við ýmsa úr þeim ranni má skilja að þær óvinsældir megi helst rekja til þess þegar Páll ákvað að styðja ekki framboð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið lýsti fulltrúaráð flokksins í Eyjum yfir vantrausti á Pál. Formaður ráðsins minnti svo á þetta vantraust í aðdraganda prófkjörsins, áður en Páll ákvað að draga framboð sitt til baka. Tillögu um Pál ekki vísað frá en hafnað með miklum meirihluta Fyrstu sex sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ráðast af úrslitum prófkjörsins, sem Guðrún Hafsteinsdóttir vann í maí. Á eftir henni koma svo þingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson. 21 manna kjörnefnd raðar síðan upp neðri sætunum og leggur fram tillögu að lista fyrir kjördæmisráð en í því sitja 108 meðlimir. Þegar samþykktur listi var birtur furðuðu sig margir á því að Páll væri ekki í heiðurssætinu, en það er síðasta sæti listans oft kallað, og töldu það jafnvel endanlega staðfestingu á því að Páll hefði hætt við að bjóða sig fram vegna lítils stuðnings í kjördæminu. Í heiðurssætinu situr Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra flokksins og þingmaður til margra ára. Það kom mörgum í opna skjöldu að hann hefði verið fenginn í það hlutverk en flestir tengja Björn við Reykjavík en ekki Suðurlandið; hann hefur setið á þingi fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og var oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Björn Bjarnason var þingmaður beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Hann sat sem menntamálaráðherra 1995–2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra 2003–2009.vísir/Baldur Á kjördæmaráðsfundinum var þó lögð fram breytingartillaga á tillögur nefndarinnar sem fólst í því að skipta Birni út fyrir Pál í heiðurssætið. Þá var hins vegar lögð fram frávísunartillaga á þessa breytingartillögu en hún var felld á jöfnum atkvæðum. Voru þá atkvæði greidd um hvort Páll skildi settur í heiðurssætið en hún var felld með afgerandi meirihluta. Þetta staðfestir einn þeirra sem situr í kjördæmaráðinu við Vísi, Jarl Sigurgeirsson, en hann situr einnig í sjötta sæti listans. Ekki náðist í Pál við vinnslu fréttarinnar. Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.vísir/Stöð 2 Hefðu aldrei haft Reykvíking í heiðurssætinu Í samtali við Vísi segir Halldóra Bergljót Jónsdóttir, formaður kjörnefndarinnar, að hún geti ekki tjáð sig um það sem fram fór inni í nefndinni – þar ríki trúnaður. Hún vill ekki svara því hvers vegna Páli var ekki boðið heiðurssætið en segir þó: „Það er engin hefð í þessu og menn ganga ekkert að neinu öruggu. Það er bara þannig og hefur verið síðan Suðurkjördæmi var stofnað. Þetta var bara niðurstaðan núna enda Björn búinn að vinna gott starf fyrir land og þjóð í áratugi og er héðan úr kjördæminu.“ Spurð hvort Björn sé ekki meiri Reykvíkingur en nokkru sinni af Sunnlendingur þvertekur hún fyrir það: „Nei, nei, nei hann er með lögheimili hérna hjá okkur. Við hefðum ekki farið að setja Reykvíking í heiðurssætið.“ Og sami tónn var í Birni þegar Vísir heyrði í honum. Hann er með lögheimili sitt skráð á bænum Kvoslæk II í Fljótshlíð og segist búa á víxl þar og í Hlíðunum í Reykjavík. „Ég er búinn að vera hér í Kvoslæknum síðan 2002. Hér höfum við verið með mikla starfsemi í gangi á sumrin og fengum meira að segja menningarverðlaun Suðurlands í fyrra,“ segir hann. Hann kveðst bæði spenntur og bjartsýnn fyrir komandi kosningum: „Ég er búinn að vera á ferðalagi um allt landið að kynna landbúnaðarstefnu með Kristjáni Þór Júlíussyni og það hefur gengið mjög vel.“ Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vestmannaeyjar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira
Páll er fyrsti þingmaður kjördæmisins og gaf hann kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í vor áður en hann dró framboð sitt nokkuð óvænt til baka. Þá þvertók hann fyrir að það hefði nokkuð með ytri aðstæður í pólitíkinni að gera; hann hefði í raun ákveðið að hætta á þingi fyrir löngu en viljað bjóða sig fram til öryggis ef ske kynni að hann skipti um skoðun. Sjá einnig: Gefur ekki kost á sér fyrir næstu kosningar. Ljóst er að Páll er ekki vinsæll meðal stórs hóps í kjördæminu en af samtölum Vísis við ýmsa úr þeim ranni má skilja að þær óvinsældir megi helst rekja til þess þegar Páll ákvað að styðja ekki framboð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið lýsti fulltrúaráð flokksins í Eyjum yfir vantrausti á Pál. Formaður ráðsins minnti svo á þetta vantraust í aðdraganda prófkjörsins, áður en Páll ákvað að draga framboð sitt til baka. Tillögu um Pál ekki vísað frá en hafnað með miklum meirihluta Fyrstu sex sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ráðast af úrslitum prófkjörsins, sem Guðrún Hafsteinsdóttir vann í maí. Á eftir henni koma svo þingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson. 21 manna kjörnefnd raðar síðan upp neðri sætunum og leggur fram tillögu að lista fyrir kjördæmisráð en í því sitja 108 meðlimir. Þegar samþykktur listi var birtur furðuðu sig margir á því að Páll væri ekki í heiðurssætinu, en það er síðasta sæti listans oft kallað, og töldu það jafnvel endanlega staðfestingu á því að Páll hefði hætt við að bjóða sig fram vegna lítils stuðnings í kjördæminu. Í heiðurssætinu situr Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra flokksins og þingmaður til margra ára. Það kom mörgum í opna skjöldu að hann hefði verið fenginn í það hlutverk en flestir tengja Björn við Reykjavík en ekki Suðurlandið; hann hefur setið á þingi fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og var oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Björn Bjarnason var þingmaður beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Hann sat sem menntamálaráðherra 1995–2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra 2003–2009.vísir/Baldur Á kjördæmaráðsfundinum var þó lögð fram breytingartillaga á tillögur nefndarinnar sem fólst í því að skipta Birni út fyrir Pál í heiðurssætið. Þá var hins vegar lögð fram frávísunartillaga á þessa breytingartillögu en hún var felld á jöfnum atkvæðum. Voru þá atkvæði greidd um hvort Páll skildi settur í heiðurssætið en hún var felld með afgerandi meirihluta. Þetta staðfestir einn þeirra sem situr í kjördæmaráðinu við Vísi, Jarl Sigurgeirsson, en hann situr einnig í sjötta sæti listans. Ekki náðist í Pál við vinnslu fréttarinnar. Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.vísir/Stöð 2 Hefðu aldrei haft Reykvíking í heiðurssætinu Í samtali við Vísi segir Halldóra Bergljót Jónsdóttir, formaður kjörnefndarinnar, að hún geti ekki tjáð sig um það sem fram fór inni í nefndinni – þar ríki trúnaður. Hún vill ekki svara því hvers vegna Páli var ekki boðið heiðurssætið en segir þó: „Það er engin hefð í þessu og menn ganga ekkert að neinu öruggu. Það er bara þannig og hefur verið síðan Suðurkjördæmi var stofnað. Þetta var bara niðurstaðan núna enda Björn búinn að vinna gott starf fyrir land og þjóð í áratugi og er héðan úr kjördæminu.“ Spurð hvort Björn sé ekki meiri Reykvíkingur en nokkru sinni af Sunnlendingur þvertekur hún fyrir það: „Nei, nei, nei hann er með lögheimili hérna hjá okkur. Við hefðum ekki farið að setja Reykvíking í heiðurssætið.“ Og sami tónn var í Birni þegar Vísir heyrði í honum. Hann er með lögheimili sitt skráð á bænum Kvoslæk II í Fljótshlíð og segist búa á víxl þar og í Hlíðunum í Reykjavík. „Ég er búinn að vera hér í Kvoslæknum síðan 2002. Hér höfum við verið með mikla starfsemi í gangi á sumrin og fengum meira að segja menningarverðlaun Suðurlands í fyrra,“ segir hann. Hann kveðst bæði spenntur og bjartsýnn fyrir komandi kosningum: „Ég er búinn að vera á ferðalagi um allt landið að kynna landbúnaðarstefnu með Kristjáni Þór Júlíussyni og það hefur gengið mjög vel.“
Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vestmannaeyjar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira