Covid-19 og áhrif á heilbrigðisþjónustu Svandís Svavarsdóttir skrifar 19. júní 2021 07:01 Heilbrigðiskerfi um heim allan hafa verið undir gríðarlegu álagi og stjórnvöld hafa reynt að hemja útbreiðslu faraldursins en samtímis verja heilbrigðiskerfin gegn því að hreinlega falla saman. Þótt enn séu ekki öll kurl komin til grafar bendir flest til þess að við Íslendingar höfum komist í gegnum það versta. Dánartíðnin hefur sem betur fer verið lág hér á landi miðað við flest önnur lönd og tekist hefur að miklu leyti að verja heilbrigðiskerfið þótt augljóslega hafi þurft að forgangsraða og fresta valkvæðum aðgerðum þegar álagið frá Covid-19 hefur verið sem mest. Við þessar erfiðu aðstæður hefur heilbrigðiskerfið okkar sýnt einstaka fagmennsku og sveigjanleika og starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni hefur sýnt mikla hugmyndaauðgi, fórnfýsi og dugnað. Nú sjáum við sem betur fer ljósið við enda ganganna; bólusetningar ganga vel, þökk sé frábæru skipulagi heilsugæslunnar, og horfur eru á því að líf landsmanna geti færst í eðlilegt horf á næstu vikum og mánuðum. Breytingar á fyrirkomulagi skimana Skimanir fyrir krabbameini, sálfræðiþjónusta við börn og fullorðna og loks liðskiptaðagerðir hafa verið mikið í umræðunni. Um síðustu áramót var framkvæmd leghálsskimana flutt til heilsugæslunnar en brjóstaskimanir til Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Með breytingum á tilhögun skimunar fyrir krabbameini er verið að færa tilhögun þessara mála hér á landi nær því sem mælt er með samkvæmt alþjóðlegum leiðbeiningum, meðal annars frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og markmiðið er að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar til lengri tíma. Í raun gefur þetta fyrirkomulag íslenskum konum möguleika á því að njóta sama öryggis og konur í nágrannalöndunum, þar sem markmiðið er að útrýma leghálskrabbameini. Að beiðni nokkurra þingmanna hef ég skilað skýrslu til Alþingis um ákvörðunarferlið í þessu máli. Skýrslan er samin af óháðum aðila, Haraldi Briem fyrrverandi sóttvarnarlækni. Í henni koma fram svör við þeim atriðum sem mest hafa verið til umræðu. Ýmsir örðugleikar höfðu þegar gert vart við sig á síðustu mánuðum í rekstri Krabbameinsfélagsins, m.a. alvarlegt atvik sem leiddi til þess að endurskoða varð tæplega 5000 sýni haustið 2020. Í skýrslunni segir orðrétt um þetta: „Þáttur leitarstöðvar KÍ og þáttaskil í starfsemi hennar sem lauk áður en samningstími hennar rann út kann að skýrast af alvarlegu atviki sem tengdist starfseminni og tekið var til rannsóknar hjá embætti landlæknis. Atvikið varpar ljósi á hversu litlar rannsóknarstofur eru viðkvæmar og hversu mikilvægt er að viðhalda gæðastaðli.“ Þá kemur fram í skýrslunni að svör Landspítala við fyrirspurnum heilsugæslunnar og heilbrigðisráðuneytisins um rannsóknir leghálssýna hafi ekki verið skýr og háð mörgum skilyrðum, sem varð til þess að leitað var til aðila erlendis um rannsókn leghálssýna. Enn fremur segir í skýrslunni að „Tíminn frá sýnatöku þar til svar hefur borist um niðurstöðu er langur eða 2-3 mánuðir. Þessar tafir eiga að stórum hluta rót sína að rekja til vandamála sem tengjast hugbúnaði og upplýsingakerfum HH. Unnið er að því að flýta því ferli. Gagnrýna má hversu lengi það hefur tafist þó alltaf megi búast við byrjunarörðugleikum.“ Ég er sannfærð um að fyrirkomulag krabbameinskimana í landinu verði bæði betra og öruggara en áður þegar byrjunarörðugleikarnir verða að baki. Styttri bið eftir þjónustu en búist var við eftir Covid-19 Heilbrigðisráðuneytið hefur nú skilað til þingsins nýrri skýrslu um afleiðingar Covid-19 á bið eftir þjónustu heilbrigðiskerfisins. Þar kemur fram að staðan er í raun betri en óttast var. Bið eftir geðheilbrigðisþjónustu barna og fullorðinna hefur í nokkrum tilfellum aukist lítillega og þar hafa tímabundnar lokanir vegna Covid-19 skipt mestu máli, en t.d. hefur bið eftir ADHD-greiningum á BUGL styst. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið aukið til muna í tíð þessarar ríkisstjórnar, m.a. með fjölgun sálfræðinga og stofnun geðheilsuteyma í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Það hefur verið stefna mín að auka þjónustu sálfræðinga og sjúkraþjálfara við heilsugæsluna um allt land en að auki hefur verið varið sérstöku fjármagni í samningagerð við sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Unnið er að því um þessar mundir að ljúka samningagerð við sjálfstætt starfandi sálfræðinga en einnig um þverfaglega geðheilbrigðisþjónustu við börn. Mikil fjölgun liðskiptaaðgerða framundan Bið eftir liðskiptaaðgerðum hefur lengst óverulega á Landspítala, þrátt fyrir tímabundnar lokanir vegna álags á gjörgæsludeildum en á sama tíma hefur bið styst eftir liðskiptaaðgerðum á Akranesi og á Akureyri. Þá er í bígerð að gera Akranes að liðskiptamiðstöð fyrir landið sem þýðir fjölgun aðgerða þar sem nemur rúmlega þrjú hundruð aðgerðum á ári, þannig að samtals verði hægt að framkvæmda um 430 liðskiptaaðgerðir þar á ári. Áætlað er að liðskiptamiðstöðin verði tekin í gagnið fyrri hluta árs 2022. Einnig styttist í að tekinn verði í notkun miðlægur biðlisti fyrir liðskiptaaðgerðir. Miðlægur biðlisti auðveldar alla forgangsröðun þeirra sem bíða eftir aðgerð en ég held því fram að okkar opinbera heilbrigðiskerfi hafi staðist það álag sem heimsfaraldurinn hefur falið í sér og gott betur. Faraldurinn hefur fært okkur heim sönnur fyrir mikilvægi þess að hafa hér á landi öflugt opinbert heilbrigðiskerfi. Okkur hefur gengið vel í baráttunni og allt bendir nú til þess að okkur muni takast að halda áfram að einbeita okkur að því að koma heilbrigðisstefnu til ársins 2030 til framkvæmda og styrkja og efla heilbrigðiskerfið okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi um heim allan hafa verið undir gríðarlegu álagi og stjórnvöld hafa reynt að hemja útbreiðslu faraldursins en samtímis verja heilbrigðiskerfin gegn því að hreinlega falla saman. Þótt enn séu ekki öll kurl komin til grafar bendir flest til þess að við Íslendingar höfum komist í gegnum það versta. Dánartíðnin hefur sem betur fer verið lág hér á landi miðað við flest önnur lönd og tekist hefur að miklu leyti að verja heilbrigðiskerfið þótt augljóslega hafi þurft að forgangsraða og fresta valkvæðum aðgerðum þegar álagið frá Covid-19 hefur verið sem mest. Við þessar erfiðu aðstæður hefur heilbrigðiskerfið okkar sýnt einstaka fagmennsku og sveigjanleika og starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni hefur sýnt mikla hugmyndaauðgi, fórnfýsi og dugnað. Nú sjáum við sem betur fer ljósið við enda ganganna; bólusetningar ganga vel, þökk sé frábæru skipulagi heilsugæslunnar, og horfur eru á því að líf landsmanna geti færst í eðlilegt horf á næstu vikum og mánuðum. Breytingar á fyrirkomulagi skimana Skimanir fyrir krabbameini, sálfræðiþjónusta við börn og fullorðna og loks liðskiptaðagerðir hafa verið mikið í umræðunni. Um síðustu áramót var framkvæmd leghálsskimana flutt til heilsugæslunnar en brjóstaskimanir til Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Með breytingum á tilhögun skimunar fyrir krabbameini er verið að færa tilhögun þessara mála hér á landi nær því sem mælt er með samkvæmt alþjóðlegum leiðbeiningum, meðal annars frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og markmiðið er að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar til lengri tíma. Í raun gefur þetta fyrirkomulag íslenskum konum möguleika á því að njóta sama öryggis og konur í nágrannalöndunum, þar sem markmiðið er að útrýma leghálskrabbameini. Að beiðni nokkurra þingmanna hef ég skilað skýrslu til Alþingis um ákvörðunarferlið í þessu máli. Skýrslan er samin af óháðum aðila, Haraldi Briem fyrrverandi sóttvarnarlækni. Í henni koma fram svör við þeim atriðum sem mest hafa verið til umræðu. Ýmsir örðugleikar höfðu þegar gert vart við sig á síðustu mánuðum í rekstri Krabbameinsfélagsins, m.a. alvarlegt atvik sem leiddi til þess að endurskoða varð tæplega 5000 sýni haustið 2020. Í skýrslunni segir orðrétt um þetta: „Þáttur leitarstöðvar KÍ og þáttaskil í starfsemi hennar sem lauk áður en samningstími hennar rann út kann að skýrast af alvarlegu atviki sem tengdist starfseminni og tekið var til rannsóknar hjá embætti landlæknis. Atvikið varpar ljósi á hversu litlar rannsóknarstofur eru viðkvæmar og hversu mikilvægt er að viðhalda gæðastaðli.“ Þá kemur fram í skýrslunni að svör Landspítala við fyrirspurnum heilsugæslunnar og heilbrigðisráðuneytisins um rannsóknir leghálssýna hafi ekki verið skýr og háð mörgum skilyrðum, sem varð til þess að leitað var til aðila erlendis um rannsókn leghálssýna. Enn fremur segir í skýrslunni að „Tíminn frá sýnatöku þar til svar hefur borist um niðurstöðu er langur eða 2-3 mánuðir. Þessar tafir eiga að stórum hluta rót sína að rekja til vandamála sem tengjast hugbúnaði og upplýsingakerfum HH. Unnið er að því að flýta því ferli. Gagnrýna má hversu lengi það hefur tafist þó alltaf megi búast við byrjunarörðugleikum.“ Ég er sannfærð um að fyrirkomulag krabbameinskimana í landinu verði bæði betra og öruggara en áður þegar byrjunarörðugleikarnir verða að baki. Styttri bið eftir þjónustu en búist var við eftir Covid-19 Heilbrigðisráðuneytið hefur nú skilað til þingsins nýrri skýrslu um afleiðingar Covid-19 á bið eftir þjónustu heilbrigðiskerfisins. Þar kemur fram að staðan er í raun betri en óttast var. Bið eftir geðheilbrigðisþjónustu barna og fullorðinna hefur í nokkrum tilfellum aukist lítillega og þar hafa tímabundnar lokanir vegna Covid-19 skipt mestu máli, en t.d. hefur bið eftir ADHD-greiningum á BUGL styst. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið aukið til muna í tíð þessarar ríkisstjórnar, m.a. með fjölgun sálfræðinga og stofnun geðheilsuteyma í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Það hefur verið stefna mín að auka þjónustu sálfræðinga og sjúkraþjálfara við heilsugæsluna um allt land en að auki hefur verið varið sérstöku fjármagni í samningagerð við sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Unnið er að því um þessar mundir að ljúka samningagerð við sjálfstætt starfandi sálfræðinga en einnig um þverfaglega geðheilbrigðisþjónustu við börn. Mikil fjölgun liðskiptaaðgerða framundan Bið eftir liðskiptaaðgerðum hefur lengst óverulega á Landspítala, þrátt fyrir tímabundnar lokanir vegna álags á gjörgæsludeildum en á sama tíma hefur bið styst eftir liðskiptaaðgerðum á Akranesi og á Akureyri. Þá er í bígerð að gera Akranes að liðskiptamiðstöð fyrir landið sem þýðir fjölgun aðgerða þar sem nemur rúmlega þrjú hundruð aðgerðum á ári, þannig að samtals verði hægt að framkvæmda um 430 liðskiptaaðgerðir þar á ári. Áætlað er að liðskiptamiðstöðin verði tekin í gagnið fyrri hluta árs 2022. Einnig styttist í að tekinn verði í notkun miðlægur biðlisti fyrir liðskiptaaðgerðir. Miðlægur biðlisti auðveldar alla forgangsröðun þeirra sem bíða eftir aðgerð en ég held því fram að okkar opinbera heilbrigðiskerfi hafi staðist það álag sem heimsfaraldurinn hefur falið í sér og gott betur. Faraldurinn hefur fært okkur heim sönnur fyrir mikilvægi þess að hafa hér á landi öflugt opinbert heilbrigðiskerfi. Okkur hefur gengið vel í baráttunni og allt bendir nú til þess að okkur muni takast að halda áfram að einbeita okkur að því að koma heilbrigðisstefnu til ársins 2030 til framkvæmda og styrkja og efla heilbrigðiskerfið okkar allra.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun