Alls greiddu 2.289 atkvæði í prófkjörinu. Þórdís hlaut 1.347 atkvæði í 1. sæti en Haraldur hlaut 1.061 atkvæði í 1.-2. sæti. Næst á listanum eru Teitur Björn Einarsson í 3. sæti og Sigríður Elín Sigurðardóttir í 4. sæti.
Með þessu er síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar lokið. Prófkjörið stóð yfir í gær og á miðvikudag en síðustu kjörstaðir lokuðu klukkan 21 í gær.
Þórdís og Haraldur börðust hart um oddvitasætið en Haraldur hefur greint frá því að hann hyggist ekki taka annað sæti en oddvitasæti á listanum. Málið vakti nokkra athygli fyrr í vikunni og sætti Haraldur nokkurri gagnrýni fyrir vikið.