Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 11:35 Guðjón Óskarsson, Reykvíkingur ársins ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. Þegar Guðjón missti vinnuna í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins, efndi hann til tíu vikna átaks sem fól í sér að hreinsa upp tyggjóklessur af götum borgarinnar. Hann segist hafa hreinsað upp yfir 56 þúsund tyggjóklessur. „Ég taldi til dæmis tyggjóklessurnar sem ég hreinsaði upp í Ingólfsstræti á fyrsta degi. Þær voru nærri því átta hundruð bara öðrum megin götunnar,“ segir Guðjón. Guðjón notar vél sem leysir upp tyggjóið við hundrað gráðu hita. „Þetta er hundrað prósent umhverfisvæn aðferð, enda fór ég í átakið vegna þess að mér þótti ástandið vera svolítið svakalegt á sumum stöðum í Miðborginni.“ Hér má sjá Reykvíking ársins 2021 við störf. Guðjón er búinn að fara nokkrar umferðir um Miðborgina og fer til dæmis alltaf reglulega niður Skólavörðustíg. Í hvert skipti eru komnar nýjar tyggjóklessur, en þeim fer þó fækkandi. Hann telur ungu kynslóðina vera orðna meðvitaða um að henda ekki tyggjóklessum á gangstéttir. „Vei tyggjókarlinn“ Í starfinu fær Guðjón hreyfingu og útiveru í nokkra klukkutíma á hverjum degi og segir hann þetta vera auðvelda leið til þess að halda sér í formi. Krakkar í bænum fagna Guðjóni og segir Guðjón þá gjarnan hrópa „Vei, tyggjókarlinn“ þegar þau sjá hann. „Ætlun mín var alltaf að vekja athygli á þessu vandamáli með átakinu. Þetta er sóðaskapur og vont fyrir umhverfið. Ég er umhverfissinni og vona að fólk geri mig atvinnulausan með því að hætta að henda tyggjói á göturnar. Ég hef hins vegar alltaf unnið og ætla ekkert að hætta því á meðan ég get,“ segir hann. Guðjón er ánægður með þann heiður að vera valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann er sá ellefti til þess að hljóta nafnbótina og fékk að opna Elliðarárnar í morgun. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að veiðin hafi verið treg og að Guðjón hafi ekki fengið lax. Reykjavík Borgarstjórn Góðverk Stangveiði Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Þegar Guðjón missti vinnuna í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins, efndi hann til tíu vikna átaks sem fól í sér að hreinsa upp tyggjóklessur af götum borgarinnar. Hann segist hafa hreinsað upp yfir 56 þúsund tyggjóklessur. „Ég taldi til dæmis tyggjóklessurnar sem ég hreinsaði upp í Ingólfsstræti á fyrsta degi. Þær voru nærri því átta hundruð bara öðrum megin götunnar,“ segir Guðjón. Guðjón notar vél sem leysir upp tyggjóið við hundrað gráðu hita. „Þetta er hundrað prósent umhverfisvæn aðferð, enda fór ég í átakið vegna þess að mér þótti ástandið vera svolítið svakalegt á sumum stöðum í Miðborginni.“ Hér má sjá Reykvíking ársins 2021 við störf. Guðjón er búinn að fara nokkrar umferðir um Miðborgina og fer til dæmis alltaf reglulega niður Skólavörðustíg. Í hvert skipti eru komnar nýjar tyggjóklessur, en þeim fer þó fækkandi. Hann telur ungu kynslóðina vera orðna meðvitaða um að henda ekki tyggjóklessum á gangstéttir. „Vei tyggjókarlinn“ Í starfinu fær Guðjón hreyfingu og útiveru í nokkra klukkutíma á hverjum degi og segir hann þetta vera auðvelda leið til þess að halda sér í formi. Krakkar í bænum fagna Guðjóni og segir Guðjón þá gjarnan hrópa „Vei, tyggjókarlinn“ þegar þau sjá hann. „Ætlun mín var alltaf að vekja athygli á þessu vandamáli með átakinu. Þetta er sóðaskapur og vont fyrir umhverfið. Ég er umhverfissinni og vona að fólk geri mig atvinnulausan með því að hætta að henda tyggjói á göturnar. Ég hef hins vegar alltaf unnið og ætla ekkert að hætta því á meðan ég get,“ segir hann. Guðjón er ánægður með þann heiður að vera valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann er sá ellefti til þess að hljóta nafnbótina og fékk að opna Elliðarárnar í morgun. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að veiðin hafi verið treg og að Guðjón hafi ekki fengið lax.
Reykjavík Borgarstjórn Góðverk Stangveiði Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44