Ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 12:33 Arnar Helgi lamaðist fyrir neðan brjóst þegar hann var tuttugu og sex ára gamall. Hann ætlar nú að hjóla 400 kílómetra með höndunum. Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson hyggst hjóla 400 kílómetra á innan við sólarhring í næstu viku. Tilgangurinn með afrekinu er að vekja athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og að safna fyrir fjórum rafmagnsfjallahjólum fyrir hreyfihamlaða. Arnar Helgi lamaðist frá brjósti og niður í mótorhjólaslysi þegar hann var tuttugu og sex ára. Hann lét áfallið þó ekki stoppa sig og sneri sér að lyftingum, hjólastólakappi og nú handahjólreiðum. Í dag er hann formaður SEM eða Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Ferðalag Arnars hefst á Höfn í Hornafirði klukkan fjögur á þriðjudaginn og er öllum velkomið að slást í för með honum í lengri eða skemmri tíma. Hægt verður að fylgjast með ferðinni á heimasíðu SEM og á samfélagsmiðlum SEM og Arnars Helga. Með afrekinu vill Arnar Helgi benda á mikilvægi hreyfingar og safna fyrir kaupum á fjórum sérútbúnum hjólum fyrir hreyfihamlaða. Hvert hjól kostar tvær og hálfa milljón króna. SEM mun hafa umsjón með hjólunum og lána hreyfihömluðu fólki að endurgjaldslausu til þess að hvetja það til hreyfingar. Arnar Helgi verður jafnframt heiðursgestur á KIA Gullhringnum á Selfossi þann 10. júlí næstkomandi. Það er stærsta hjólreiðakeppni landsins og er keppnin opin öllum sem vilja taka þátt. Arnar Helgi vill vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú. Lífið er ekki búið Arnar Helgi segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður. Mottóið hans er að verða betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra sem hann umgengst. „Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skiptir þó jákvætt hugarfar öllu máli. Það er sterkasti hlekkurinn í keðjunni,“ segir Arnar Helgi. Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta sett sig í samband við SEM samtökin, Íþróttafélag fatlaðra eða Arnar Helga sjálfan eða leggja inn á SEM samtökin. Kennitala: 510182-0739 Reikningsnúmer 0323-26-001323 Skýring: Km400 Hjólreiðar Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Arnar Helgi lamaðist frá brjósti og niður í mótorhjólaslysi þegar hann var tuttugu og sex ára. Hann lét áfallið þó ekki stoppa sig og sneri sér að lyftingum, hjólastólakappi og nú handahjólreiðum. Í dag er hann formaður SEM eða Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Ferðalag Arnars hefst á Höfn í Hornafirði klukkan fjögur á þriðjudaginn og er öllum velkomið að slást í för með honum í lengri eða skemmri tíma. Hægt verður að fylgjast með ferðinni á heimasíðu SEM og á samfélagsmiðlum SEM og Arnars Helga. Með afrekinu vill Arnar Helgi benda á mikilvægi hreyfingar og safna fyrir kaupum á fjórum sérútbúnum hjólum fyrir hreyfihamlaða. Hvert hjól kostar tvær og hálfa milljón króna. SEM mun hafa umsjón með hjólunum og lána hreyfihömluðu fólki að endurgjaldslausu til þess að hvetja það til hreyfingar. Arnar Helgi verður jafnframt heiðursgestur á KIA Gullhringnum á Selfossi þann 10. júlí næstkomandi. Það er stærsta hjólreiðakeppni landsins og er keppnin opin öllum sem vilja taka þátt. Arnar Helgi vill vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú. Lífið er ekki búið Arnar Helgi segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður. Mottóið hans er að verða betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra sem hann umgengst. „Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skiptir þó jákvætt hugarfar öllu máli. Það er sterkasti hlekkurinn í keðjunni,“ segir Arnar Helgi. Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta sett sig í samband við SEM samtökin, Íþróttafélag fatlaðra eða Arnar Helga sjálfan eða leggja inn á SEM samtökin. Kennitala: 510182-0739 Reikningsnúmer 0323-26-001323 Skýring: Km400
Hjólreiðar Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira