Huga að því að refsa Rússum vegna Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2021 08:27 Biden og Pútín funduðu í Genf í síðustu viku. Þar varaði Biden við því að það hefði afleiðingar í för með sér ef eitthvað henti Alexei Navalní í fangelsinu í Rússlandi. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna taugaeiturstilræðisins gegn Alexei Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu. Þetta segir þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden Bandaríkjaforseta innan við viku eftir leiðtogafund Biden og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Stjórn Biden lagði viðskiptaþvinganir á Rússland vegna tilræðisins og fangelsunar Navalní í apríl. Þær aðgerðir beindust þó ekki sérstaklega að Pútín eða ólígörkunum sem styðja veldi hans, að sögn New York Times. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novitjok í Rússlandi í ágúst í fyrra. Að kröfu aðstandenda hans var hann fluttur í dái á sjúkrahús í Þýskalandi. Navalní komst af og ákvað að snúa aftur til heimalandsins í janúar. Þar var hann handtekinn við komuna, sakaður um að hafa rofið skilorð eldri dóms með því að gefa sig ekki reglulega fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og jafnaði sig á eitruninni í Þýskalandi. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að rjúfa skilorð í febrúar. Síðan þá hefur stjórn Pútín reynt að ganga á milli bols og höfuðs á samtökum Navalní. Þau voru lýst ólögleg öfgasamtök fyrr í þessum mánuði en það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram í þingkosningum í haust. Fjöldi þeirra hefur jafnframt verið handtekinn eða sætt húsleit undanfarna mánuði. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Biden, sagði í viðtali gær að unnið væri að enn frekari viðskiptaþvingunum vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Navalní. Hann gaf þó ekki upp innihald aðgerðanna eða hvenær þeim yrði komið á. Stjórnin vildi tryggja að aðgerðirnar beindust að réttu einstaklingunum. „Þegar við gerum það leggjum við að frekari þvinganir varðandi efnavopn,“ sagði Sullivan við CNN-sjónvarpsstöðina. Biden og Pútín funduðu í Sviss á miðvikudag og lýsti þeir honum báðir sem jákvæðum. Að fundi loknum sagði Biden blaðamönnum að hann hefði gert Pútín ljóst að hann mætti vænta afleiðinga ef Navalní létist í rússnesku fangelsi. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Biden ánægður með fundinn en hóflega bjartsýnn Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag. 16. júní 2021 21:11 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Stjórn Biden lagði viðskiptaþvinganir á Rússland vegna tilræðisins og fangelsunar Navalní í apríl. Þær aðgerðir beindust þó ekki sérstaklega að Pútín eða ólígörkunum sem styðja veldi hans, að sögn New York Times. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novitjok í Rússlandi í ágúst í fyrra. Að kröfu aðstandenda hans var hann fluttur í dái á sjúkrahús í Þýskalandi. Navalní komst af og ákvað að snúa aftur til heimalandsins í janúar. Þar var hann handtekinn við komuna, sakaður um að hafa rofið skilorð eldri dóms með því að gefa sig ekki reglulega fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og jafnaði sig á eitruninni í Þýskalandi. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að rjúfa skilorð í febrúar. Síðan þá hefur stjórn Pútín reynt að ganga á milli bols og höfuðs á samtökum Navalní. Þau voru lýst ólögleg öfgasamtök fyrr í þessum mánuði en það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram í þingkosningum í haust. Fjöldi þeirra hefur jafnframt verið handtekinn eða sætt húsleit undanfarna mánuði. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Biden, sagði í viðtali gær að unnið væri að enn frekari viðskiptaþvingunum vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Navalní. Hann gaf þó ekki upp innihald aðgerðanna eða hvenær þeim yrði komið á. Stjórnin vildi tryggja að aðgerðirnar beindust að réttu einstaklingunum. „Þegar við gerum það leggjum við að frekari þvinganir varðandi efnavopn,“ sagði Sullivan við CNN-sjónvarpsstöðina. Biden og Pútín funduðu í Sviss á miðvikudag og lýsti þeir honum báðir sem jákvæðum. Að fundi loknum sagði Biden blaðamönnum að hann hefði gert Pútín ljóst að hann mætti vænta afleiðinga ef Navalní létist í rússnesku fangelsi.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Biden ánægður með fundinn en hóflega bjartsýnn Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag. 16. júní 2021 21:11 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Biden ánægður með fundinn en hóflega bjartsýnn Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag. 16. júní 2021 21:11
Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“