Erlent

Sænska stjórnin fallin

Kjartan Kjartansson skrifar
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Vísir/getty

Vantrauststilllaga á hendur Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og ríkisstjórn hans var samþykkt á sænska þinginu. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem vantrausti er lýst á forsætisráðherra Svíþjóðar.

Atkvæði féllu þannig að 181 þingmaður studdi tillöguna, 109 greiddu atkvæði gegn henni og 51 sat hjá.

Jafnaðarmaðurinn Löfven hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 9:30 að íslenskum tíma. Hann hefur nú sjö daga til þess að boða til aukakosninga eða biðja forseta þingsins um að tilnefna nýtt forsætisráðherraefni, að sögn stjórnmálaskýranda sænska ríkisútvarpsins SVT.

Svíþjóðardemókratar leggja fram vantrauststillöguna, en auk þeirra hafa þingflokkar Moderaterna, Kristilegra demókrata og Vinstriflokksins sagst styðja tillöguna.

Ríkisstjórnin hefur þurft að treysta á stuðning Vinstriflokksins sem hefur nú snúist gegn stjórn forsætisráðherrans vegna ákvörðun ríkisstjórnar hans um að aflétta takmarkanir á hámarksleiguverð í nýju húsnæði.

Ekki hefur verið boðað til aukakosninga í Svíþjóð frá árinu 1958, en lög landsins kveða á um að jafnvel þó að haldnar séu aukakosningar þá hafi það ekki áhrif á að kosningar fari fram á fjögurra ára fresti.

Löfven hefur verið forsætisráðherra frá 2014. Hann hefur leitt minnihlutastjórn jafnaðarmanna og Græningja sem hefur þurft að reiða á stuðning nokkurra flokka til að verja hana falli.

Fréttin verður uppfærð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×