Hönnunarsamkeppni: Ætla að gera Lækjartorg að rými fyrir fólk Snorri Másson skrifar 21. júní 2021 14:18 Reykjavíkurborg og Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) efna til hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg og Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) hafa efnt til hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Nú er óskað eftir þátttakendum og öllum er frjáls þátttaka. Lýst er eftir tillögum að hönnun sem hefur „rými fyrir fólk“ að leiðarljósi, segir í tilkynningu á vef borgarinnar. Samkeppnissvæðið nær yfir Lækjartorg, Lækjargötu frá Hverfisgötu að Austurstræti, Austurstræti frá Lækjargötu að Ingólfstorgi og Bankastræti frá Þingholtsstræti að Austurstræti. Hönnun skal vera í samræmi við stefnumörkun borgaryfirvalda eins og hún birtist í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Einnig þarf að hafa Borgarlínustöð sem rís á staðnum til hliðsjónar. Ekki stendur til að rífa Strætóhúsið á torginu, heldur aðeins uppfæra götumyndina og torgið sjálft. Meginmarkmiðið með keppninni er að til sé mjög skýr áætlun og hönnun fyrir umrætt svæði sem ýti undir að mannlíf og rekstur geti blómstrað og dafnað á svæðinu til framtíðar. Þar skipta ákveðin atriði höfuðmáli, samkvæmt tilkynningunni: Styrkja skal svæðið sem kjarnasvæði sem gleður augað og hvetur til jákvæðra samskipta á milli mismunandi aldurs- og þjóðfélagshópa. Draga fram sögu svæðisins með áhugaverðum hætti. Skapa rými sem henta öllum árstíðum. Ná fram heildstæðu yfirbragði þar sem hið gamla mætir hinu nýja á sannfærandi hátt. Skapa öruggt borgarumhverfi fyrir alla. Gera grein fyrir vörulosun, hleðslustöðvum og staðsetningum deilihjóla og öðrum götugögnum. Taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Styðja við og styrkja nýja og núverandi starfsemi á götuhliðum jarðhæða sem snúa að samkeppnissvæðinu. Skapa rými sem eru sveigjanleg, að þau rúmi fjölsótta viðburði og uppákomur en séu jafnframt vistleg hversdagslega. Forvalsnefnd fer yfir umsóknir sem berast og velur þrjú teymi til þátttöku á síðara þrepi samkeppninnar á grundvelli mats og neðangreindra skilagagna sem óskað er eftir þ.e. ferilskrá, kynningarmöppu og sýn eða lýsingu teyma á verkefninu. Hæfni sem telst til virðisauka er til dæmis hönnun á almenningsrýmum innan borga og bæja. Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Lýst er eftir tillögum að hönnun sem hefur „rými fyrir fólk“ að leiðarljósi, segir í tilkynningu á vef borgarinnar. Samkeppnissvæðið nær yfir Lækjartorg, Lækjargötu frá Hverfisgötu að Austurstræti, Austurstræti frá Lækjargötu að Ingólfstorgi og Bankastræti frá Þingholtsstræti að Austurstræti. Hönnun skal vera í samræmi við stefnumörkun borgaryfirvalda eins og hún birtist í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Einnig þarf að hafa Borgarlínustöð sem rís á staðnum til hliðsjónar. Ekki stendur til að rífa Strætóhúsið á torginu, heldur aðeins uppfæra götumyndina og torgið sjálft. Meginmarkmiðið með keppninni er að til sé mjög skýr áætlun og hönnun fyrir umrætt svæði sem ýti undir að mannlíf og rekstur geti blómstrað og dafnað á svæðinu til framtíðar. Þar skipta ákveðin atriði höfuðmáli, samkvæmt tilkynningunni: Styrkja skal svæðið sem kjarnasvæði sem gleður augað og hvetur til jákvæðra samskipta á milli mismunandi aldurs- og þjóðfélagshópa. Draga fram sögu svæðisins með áhugaverðum hætti. Skapa rými sem henta öllum árstíðum. Ná fram heildstæðu yfirbragði þar sem hið gamla mætir hinu nýja á sannfærandi hátt. Skapa öruggt borgarumhverfi fyrir alla. Gera grein fyrir vörulosun, hleðslustöðvum og staðsetningum deilihjóla og öðrum götugögnum. Taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Styðja við og styrkja nýja og núverandi starfsemi á götuhliðum jarðhæða sem snúa að samkeppnissvæðinu. Skapa rými sem eru sveigjanleg, að þau rúmi fjölsótta viðburði og uppákomur en séu jafnframt vistleg hversdagslega. Forvalsnefnd fer yfir umsóknir sem berast og velur þrjú teymi til þátttöku á síðara þrepi samkeppninnar á grundvelli mats og neðangreindra skilagagna sem óskað er eftir þ.e. ferilskrá, kynningarmöppu og sýn eða lýsingu teyma á verkefninu. Hæfni sem telst til virðisauka er til dæmis hönnun á almenningsrýmum innan borga og bæja.
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira