Íslenski boltinn

„Maður verður að leggja sig fram“

Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar
Andri Ólafsson, til vinstri, í mynd.
Andri Ólafsson, til vinstri, í mynd. vísir/elín

„Ég er aðallega bara svekktur að hafa mætt til leiksins eins og við mætum til leiks,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 3-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

„Stjarnan var bara miklu betri í fyrri hálfleik. Þær voru kraftmeiri og unnu alla fyrsta og annars bolta og tæklingar. Í grunninn bara í svona veðri, í rigningu og roki þá er það það sem skiptir mestu máli. Þær unnu bara nokkuð sannfærandi í dag.“

„Aðal málið er að þegar maður er að spila leik í þessum aðstæðum þá verður maður að leggja sig fram. Stjarnan átti alveg líka fullt af mistökum og sendingum. Það bara gerist í svona leik en þær í raum vildu þetta bara meira og þannig er það bara.“

ÍBV fá Valskonur til sín á fimmtudaginn í átta liða úrslitum mjólkurbikarsins.

„Við eigum bikarleik á móti Val á fimmtudaginn og það er bara gott að það sé stutt í næsta leik. Þægilegt að geta þá kannski dælt aðeins fyrir þessa frammistöðu hérna hjá okkur í dag.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×