Þetta kemur fram í útboðsgögnum Play.
Þar segir meðal annars að María Rún Rúnarsdóttir, einn stjórnarmanna Play, hafi verið til rannsóknar hjá skattayfirvöldum vegna skattframtala sinna árin 2011 og 2012. Ekkert hafi komið fram um það hvort málið verði látið niður falla eða ákæra gefin út.
Þá segir að Embætti skattrannsóknarstjóra hafi stofnað mál gegn Birgi Jónssyni, forstjóra Play, árið 2018 vegna tekjuskatts undanfarinna ára. Málið snýst um það hvenær Birgi bar að greiða skatt hérlendis en hann flutti heim árið 2013 eftir að hafa búið í Rúmeníu um nokkurt skeið.
Í útboðsgögnunum segir að málið sé enn opið.
Þar er einnig komið inn á málshöfðun Íslandsbanka á hendur Einari Erni Ólafssyni, öðrum stjórnarmanna Play, í tengslum við meint ólögleg athæfi í tengslum við söluna á Skeljungi. Málið sé enn til rannsóknar og ekki liggi fyrir hvort ákærður verða gefnar út eða málið látið niður falla.
Arnar Magnússon, Daníel Snæbjörnsson og Jónína Guðmundsdóttir, öll stjórnendur hjá Play, hafi verið starfsmenn WOW air sem lýst var gjaldþrota í mars 2019 en ekkert þeirra sé viðriðið deilumál er varða gjaldþrotið.