Ásgeir fer á sína aðra Ólympíuleika Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 09:46 Ásgeir Sigurgeirsson er kominn með farseðil til Tókýó. isi.is Tveir íslenskir íþróttamenn hafa nú tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó. Ljóst er að fleiri bætast í hópinn á næstu tveimur vikum en leikarnir verða svo settir 23. júlí. Í gær varð ljóst að skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson færi á sína aðra Ólympíuleika. Hann keppti einnig á leikunum í London árið 2012, bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu, og var afar nálægt því að komast í úrslit. Áður hafði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee tryggt sér sæti á sínum þriðju Ólympíuleikum, í 200 metra bringusundi. Ásgeir fékk svokallað kvótapláss inn á leikana í Tókýó, í loftskammbyssukeppni. Alþjóðaskotíþróttasambandið úthlutar kvótasætum. Ásgeir keppir laugardaginn 24. júlí. Eins og fyrr segir mun fleira íslenskt íþróttafólk fá farseðil til Tókýó, jafnvel þó að fleiri nái ekki ákveðnum ólympíulágmörkum sem í mörgum greinum er hægt að ná fram til 29. júní. Í ljósi þess að Anton Sveinn hefur tryggt sér sæti á leikunum mun til að mynda ein íslensk sundkona fá boð á leikana. Í frjálsíþróttum mun Ísland einnig fá boð fyrir einn keppanda en ágætar líkur virðast vera á því að kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason komist á leikana í gegnum stöðu á heimslista, sem myndi þýða að Ísland fengi sæti fyrir eina frjálsíþróttakonu að auki. Íslenskir þjálfarar og starfsfólk á vegum ÍSÍ verður einnig á leikunum. Handknattleiksþjálfararnir Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson, Aron Kristjánsson og Þórir Hergeirsson stýra þar liðum. Alfreð er með karlalið Þýskalands, Dagur með karlalið Japans, Aron með karlalið Bareins og Þórir með kvennalið Noregs. Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson á einnig fulltrúa í keppni á leikunum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Skotíþróttir Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
Í gær varð ljóst að skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson færi á sína aðra Ólympíuleika. Hann keppti einnig á leikunum í London árið 2012, bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu, og var afar nálægt því að komast í úrslit. Áður hafði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee tryggt sér sæti á sínum þriðju Ólympíuleikum, í 200 metra bringusundi. Ásgeir fékk svokallað kvótapláss inn á leikana í Tókýó, í loftskammbyssukeppni. Alþjóðaskotíþróttasambandið úthlutar kvótasætum. Ásgeir keppir laugardaginn 24. júlí. Eins og fyrr segir mun fleira íslenskt íþróttafólk fá farseðil til Tókýó, jafnvel þó að fleiri nái ekki ákveðnum ólympíulágmörkum sem í mörgum greinum er hægt að ná fram til 29. júní. Í ljósi þess að Anton Sveinn hefur tryggt sér sæti á leikunum mun til að mynda ein íslensk sundkona fá boð á leikana. Í frjálsíþróttum mun Ísland einnig fá boð fyrir einn keppanda en ágætar líkur virðast vera á því að kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason komist á leikana í gegnum stöðu á heimslista, sem myndi þýða að Ísland fengi sæti fyrir eina frjálsíþróttakonu að auki. Íslenskir þjálfarar og starfsfólk á vegum ÍSÍ verður einnig á leikunum. Handknattleiksþjálfararnir Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson, Aron Kristjánsson og Þórir Hergeirsson stýra þar liðum. Alfreð er með karlalið Þýskalands, Dagur með karlalið Japans, Aron með karlalið Bareins og Þórir með kvennalið Noregs. Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson á einnig fulltrúa í keppni á leikunum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Skotíþróttir Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira