Persónuvernd telur mögulega tilefni til að útvíkka athugun sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2021 11:57 Persónuvernd hefur nú til skoðunar vinnubrögð við meðferð persónuupplýsinga við flutninga leghálssýna til Danmerkur. Persónuvernd hefur borist svar frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um það hvernig leitast er við að tryggja öryggi við auðkenningu leghálssýna sem send eru til Danmerkur og upplýsinga sem verða til við rannsóknir á þeim. Persónuvernd sendi fyrirspurn til heilsugæslunnar 17. maí síðastliðinn og barst svar 31. maí. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn Ernu Bjarnadóttur, sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ en honum tilheyra nú 16.700 einstaklingar. Í fyrirspurninni er meðal annars spurt að því hvers vegna það sé afstaða Embættis landæknis að sýni sem tekin eru vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini þurfi ekki að geyma í nema fimm ár og því falli þau ekki undir lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000. Leiða má líkur að því að tilefni spurningarinnar sé sú staðreynd að upp getur komið sú staða að kona reynist hafa fengið ranga greiningu og þá eru geymd sýni endurskoðuð. Í svarinu segist Persónuvernd ekki getað svarað til um afstöðu Landlæknisembættisins en í lögum 110/2000 sé ekki mælt fyrir um skyldu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu til að varðveita lífsýni sem tekin eru vegna þjónusturannsókna. Hins vegar sé skylt að halda sjúkraskrá vegna sjúklings og þá geti reynt á það hvort þjónustusýni teljist tilheyra slíkri skrá. Þá segir að tilefni kunni að gefast til að bæta varðveislu umræddra sýna við athugun Persónuverndar. Í svarinu segir einnig að mögulega kunni að gefast tilefni til að kanna frekar gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þjónustusýni en í fyrirspurn Ernu var bent á að skýrar reglur hefðu gilt um lífsýnasafn frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins. Persónuvernd ítrekar að samkvæmt lögum sé heimilt að senda lífsýni úr landi, meðal annars vegna sjúkdómsgreininga og gæðaeftirlits. Það breyti því þó ekki að mikilvægt sé að viðhöfð séu vönduð vinnubrögð þegar það er gert og því hafi stofnunin hafið athugun á fyrirkomulaginu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengd skjöl Svar_PersonuverndarPDF2.8MBSækja skjal Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Persónuvernd sendi fyrirspurn til heilsugæslunnar 17. maí síðastliðinn og barst svar 31. maí. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn Ernu Bjarnadóttur, sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ en honum tilheyra nú 16.700 einstaklingar. Í fyrirspurninni er meðal annars spurt að því hvers vegna það sé afstaða Embættis landæknis að sýni sem tekin eru vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini þurfi ekki að geyma í nema fimm ár og því falli þau ekki undir lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000. Leiða má líkur að því að tilefni spurningarinnar sé sú staðreynd að upp getur komið sú staða að kona reynist hafa fengið ranga greiningu og þá eru geymd sýni endurskoðuð. Í svarinu segist Persónuvernd ekki getað svarað til um afstöðu Landlæknisembættisins en í lögum 110/2000 sé ekki mælt fyrir um skyldu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu til að varðveita lífsýni sem tekin eru vegna þjónusturannsókna. Hins vegar sé skylt að halda sjúkraskrá vegna sjúklings og þá geti reynt á það hvort þjónustusýni teljist tilheyra slíkri skrá. Þá segir að tilefni kunni að gefast til að bæta varðveislu umræddra sýna við athugun Persónuverndar. Í svarinu segir einnig að mögulega kunni að gefast tilefni til að kanna frekar gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þjónustusýni en í fyrirspurn Ernu var bent á að skýrar reglur hefðu gilt um lífsýnasafn frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins. Persónuvernd ítrekar að samkvæmt lögum sé heimilt að senda lífsýni úr landi, meðal annars vegna sjúkdómsgreininga og gæðaeftirlits. Það breyti því þó ekki að mikilvægt sé að viðhöfð séu vönduð vinnubrögð þegar það er gert og því hafi stofnunin hafið athugun á fyrirkomulaginu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengd skjöl Svar_PersonuverndarPDF2.8MBSækja skjal
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira