Hræðast aðra Covid-bylgju í Evrópu vegna Delta-afbrigðisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 15:12 Sóttvarnastofnun Evrópu kallar eftir að flýtt verði fyrir bólusetningum vegna mögulegrar útbreiðslu Delta-afbrigðisins. EPA-EFE/Matteo Corner Sóttvarnastofnun Evrópu hefur kallað eftir því að flýtt verði fyrir bólusetningum í Evrópu gegn Covid-19 vegna Delta-afbrigðisins sem breiðist nú út um álfuna. Afbrigðið er sagt mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og spáir stofnunin því að 90 prósent kórónuveirusmita verði af völdum Delta-afbrigðisins fyrir lok ágústmánaðar. Andrea Ammon, forstjóri sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) segir að fólk sem aðeins hafi fengið fyrri skammt bólusetningarinnar sé enn í hættu á að verða alvarlega veikt og jafnvel að það þurfi að leggjast inn á sjúkrahús smitist það af afbrigðinu. Haft er eftir henni í frétt Guardian að líklegt sé að afbrigðið muni breiðast út á meðal ungs fólks í sumar. Þetta setur högg í áætlanir Evrópusambandsins um að slaka á sóttvarnaaðgerðum í sumar og að ferðalög hefjist að nýju á milli ríkjanna. Ammon segir að enn stafi of mikil hætta af Delta-afbrigðinu og allt of margir viðkvæmir aldurshópar séu ekki bólusettir að fullu innan Evrópusambandsins. ECDC spáir því að verði ekki farið varlega í tilslakanir og spýtt í bólusetningar muni ástandið verða hræðilegt í álfunni þegar líður á haustið. Ný bylgja muni ríða yfir Evrópu og ástandið gæti orðið eins og það var síðasta haust. Samkvæmt nýjustu tölum frá stofnuninni hafa 33,9 prósent fullorðinna íbúa Evrópusambandsins verið full bólusettir og 57,1 prósent hafa að minnsta kosti fengið fyrri sprautuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu. 23. júní 2021 07:39 Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. 19. júní 2021 18:31 Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Afbrigðið er sagt mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og spáir stofnunin því að 90 prósent kórónuveirusmita verði af völdum Delta-afbrigðisins fyrir lok ágústmánaðar. Andrea Ammon, forstjóri sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) segir að fólk sem aðeins hafi fengið fyrri skammt bólusetningarinnar sé enn í hættu á að verða alvarlega veikt og jafnvel að það þurfi að leggjast inn á sjúkrahús smitist það af afbrigðinu. Haft er eftir henni í frétt Guardian að líklegt sé að afbrigðið muni breiðast út á meðal ungs fólks í sumar. Þetta setur högg í áætlanir Evrópusambandsins um að slaka á sóttvarnaaðgerðum í sumar og að ferðalög hefjist að nýju á milli ríkjanna. Ammon segir að enn stafi of mikil hætta af Delta-afbrigðinu og allt of margir viðkvæmir aldurshópar séu ekki bólusettir að fullu innan Evrópusambandsins. ECDC spáir því að verði ekki farið varlega í tilslakanir og spýtt í bólusetningar muni ástandið verða hræðilegt í álfunni þegar líður á haustið. Ný bylgja muni ríða yfir Evrópu og ástandið gæti orðið eins og það var síðasta haust. Samkvæmt nýjustu tölum frá stofnuninni hafa 33,9 prósent fullorðinna íbúa Evrópusambandsins verið full bólusettir og 57,1 prósent hafa að minnsta kosti fengið fyrri sprautuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu. 23. júní 2021 07:39 Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. 19. júní 2021 18:31 Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu. 23. júní 2021 07:39
Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. 19. júní 2021 18:31
Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05