„Ég er með gott fréttanef“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2021 20:00 Finnbogi Örn Rúnarsson heldur nú úti fréttamiðlinum Fréttir með Finnboga á Instagram. VÍSIR/EGILL Nítján ára fréttafíkill og vinkona hans hafa stofnað nýjan fréttamiðil á samfélagsmiðlinum Instagram, Fréttir með Finnboga, og ætla að flytja fréttir úr Hafnarfirði í allt sumar. Fréttamaðurinn hefur þó mestan áhuga á hamfarafréttum og segist vera með mjög gott fréttanef. Hinn 19 ára gamli Finnbogi Örn, og vinkona hans og aðstoðarkona Melkorka Assa, hafa stofnað nýjan fréttamiðil: Fréttir með Finnboga. Miðillinn er þó nokkuð óhefðbundinn en fréttirnar eru sagðar á hringrásinni á samfélagsmiðlinum Instagram og fjalla allar um mál sem tengjast Hafnarfirði. Verkefnið er hluti af Skapandi Sumarstörfum. „Í þessari viku erum við að sýna merkileg hús og erum búin að fara til dæmis á Byggðasafnið og við fórum í Siggubæ,“ segir Melkorka en þema vikunnar eru gömul hús í Hafnarfirði. „Ég er með gott fréttanef“ Finnbogi er fréttamaðurinn, enda algjör fréttafíkill eins og hann segir sjálfur, og Melkora framleiðandinn. „Hann er oft á undan mér með fréttirnar og segir mér frá hlutum sem ég vissi ekki einu sinni af,“ segir Melkorka og Finnbogi tekur undir. Ertu með gott fréttanef? „Já, ég er með gott fréttanef,“ segir Finnbogi sposkur. Finnbogi Örn og Melkorka Assa eru góðir vinir og vinna vel saman. Vísir/Egill Einar og Edda Sif heilla mest Eru ákveðnar fréttir sem þér finnst skemmtilegri en aðrar? „Jarðskjálftar og eitthvað,“ segir Finnbogi en hamfarafréttirnar heilla mest. Finnbogi mun þun halda sig við það að fjalla um mál úr Hafnarfirði í sumar. Hann segist vera aðdáandi nokkurra fréttamanna en tveir standa klárlega upp úr en það eru Einar Þorsteinsson, umsjónarmaður Kastljóss, og Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafrétta- og dagskrárgerðarkona. Finnbogi og Melkorka segjast vinna vel saman. „Finnbogi er bara geggjaður fréttamaður og ótrúlega opinn og honum finnst gaman að spyrja fólk og er hreinskilin,“ segir Melkorka. Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Finnbogi Örn, og vinkona hans og aðstoðarkona Melkorka Assa, hafa stofnað nýjan fréttamiðil: Fréttir með Finnboga. Miðillinn er þó nokkuð óhefðbundinn en fréttirnar eru sagðar á hringrásinni á samfélagsmiðlinum Instagram og fjalla allar um mál sem tengjast Hafnarfirði. Verkefnið er hluti af Skapandi Sumarstörfum. „Í þessari viku erum við að sýna merkileg hús og erum búin að fara til dæmis á Byggðasafnið og við fórum í Siggubæ,“ segir Melkorka en þema vikunnar eru gömul hús í Hafnarfirði. „Ég er með gott fréttanef“ Finnbogi er fréttamaðurinn, enda algjör fréttafíkill eins og hann segir sjálfur, og Melkora framleiðandinn. „Hann er oft á undan mér með fréttirnar og segir mér frá hlutum sem ég vissi ekki einu sinni af,“ segir Melkorka og Finnbogi tekur undir. Ertu með gott fréttanef? „Já, ég er með gott fréttanef,“ segir Finnbogi sposkur. Finnbogi Örn og Melkorka Assa eru góðir vinir og vinna vel saman. Vísir/Egill Einar og Edda Sif heilla mest Eru ákveðnar fréttir sem þér finnst skemmtilegri en aðrar? „Jarðskjálftar og eitthvað,“ segir Finnbogi en hamfarafréttirnar heilla mest. Finnbogi mun þun halda sig við það að fjalla um mál úr Hafnarfirði í sumar. Hann segist vera aðdáandi nokkurra fréttamanna en tveir standa klárlega upp úr en það eru Einar Þorsteinsson, umsjónarmaður Kastljóss, og Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafrétta- og dagskrárgerðarkona. Finnbogi og Melkorka segjast vinna vel saman. „Finnbogi er bara geggjaður fréttamaður og ótrúlega opinn og honum finnst gaman að spyrja fólk og er hreinskilin,“ segir Melkorka.
Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira