„Æ, þetta er bara dásamleg tilfinning“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 13:29 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti afléttingu allra samkomutakmarkana innanlands fyrr í dag. Vísir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir nítugustu reglugerðina um samkomutakmarkanir sem hún undirritar vera sérstaklega ánægjulega. Í dag tilkynnti hún um brottfall allra takmarkana innanlands. Svandís segir að aflétting samkomutakmarkana geri það að verkum að allt sem áður var takmarkandi sé nú að baki. „Við getum hætt að vera með grímurnar á mannamótum og við þurfum ekki að hugsa um það hvort við erum einum metra nær eða fjær einhverjum öðrum,“ segir Svandís með bros á vör. Svandís fagnar því að nú séum að komast í það horf sem við eigum að venjast sem íslenskt samfélag. „Þetta er svo stórt skref af því þetta er í raun og veru uppskera eftir allt það sem við höfum gert og í raun og veru allt sem við höfum látið á móti okkur," segir hún. Helstu ástæður þess að unnt er að aflétta samkomutakmörkunum innanlands segir Svandís að séu að varnfærni stjórnvalda og að hlutað hafi verið á okkar besta fólk. Þá tekur hún undir orð forsætisráðherra þess efnis að við séum mögnuð þjóð. Faraldurinn verður gerður upp Svandís segir að í lok faraldurs verði hann tekinn saman og að farið verði yfir öll viðbrögð yfirvalda. „Það eru margir þættir sem við höfum þegar sett spurningarmerki við, eins og til dæmis þegar gengið var mjög langt í því að takmarka heimsóknir á hjúkrunarheimili,“ svarar Svandís, spurð út í hvort hún hefði viljað gera eitthvað öðruvísi í faraldrinum. Hún minnir á mikilvægi þess að stjórnvöld í lýðræðissamfélagi geti horft á ákvarðanir og aðgerðir sínar með gagnrýnu hugarfari. „Fyrst og fremst horfum við á árangur þegar öllu er á botninn hvolft og hann er góður,“ bætir hún við. Svandís segir margt útskýra þannan góða árangur, fyrst og fremst að við séum fámennt, vel upplýst og öflugt samfélag. Þá hafi einnig skipt sköpum að við búum á eyju og að Keflavíkurflugvöllur sé nánast eina hliðið til og frá landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Svandís segir að aflétting samkomutakmarkana geri það að verkum að allt sem áður var takmarkandi sé nú að baki. „Við getum hætt að vera með grímurnar á mannamótum og við þurfum ekki að hugsa um það hvort við erum einum metra nær eða fjær einhverjum öðrum,“ segir Svandís með bros á vör. Svandís fagnar því að nú séum að komast í það horf sem við eigum að venjast sem íslenskt samfélag. „Þetta er svo stórt skref af því þetta er í raun og veru uppskera eftir allt það sem við höfum gert og í raun og veru allt sem við höfum látið á móti okkur," segir hún. Helstu ástæður þess að unnt er að aflétta samkomutakmörkunum innanlands segir Svandís að séu að varnfærni stjórnvalda og að hlutað hafi verið á okkar besta fólk. Þá tekur hún undir orð forsætisráðherra þess efnis að við séum mögnuð þjóð. Faraldurinn verður gerður upp Svandís segir að í lok faraldurs verði hann tekinn saman og að farið verði yfir öll viðbrögð yfirvalda. „Það eru margir þættir sem við höfum þegar sett spurningarmerki við, eins og til dæmis þegar gengið var mjög langt í því að takmarka heimsóknir á hjúkrunarheimili,“ svarar Svandís, spurð út í hvort hún hefði viljað gera eitthvað öðruvísi í faraldrinum. Hún minnir á mikilvægi þess að stjórnvöld í lýðræðissamfélagi geti horft á ákvarðanir og aðgerðir sínar með gagnrýnu hugarfari. „Fyrst og fremst horfum við á árangur þegar öllu er á botninn hvolft og hann er góður,“ bætir hún við. Svandís segir margt útskýra þannan góða árangur, fyrst og fremst að við séum fámennt, vel upplýst og öflugt samfélag. Þá hafi einnig skipt sköpum að við búum á eyju og að Keflavíkurflugvöllur sé nánast eina hliðið til og frá landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira