Drekar og orkuskipti Ágúst Elvar Bjarnason og Gunnar Valur Sveinsson skrifa 25. júní 2021 13:31 Á seinnihluta síðustu aldar voru rafmagnsbílabrautir vinsælt leikfang krakka á öllum aldri. Bílarnir voru knúðir rafmagni og þeyttust áfram á ógnarhraða miðað við stærð og sigruðust oftar en ekki á þyngdaraflinu með ævintýralegum hætti. Þá datt fáum í hug að slík ökutæki gætu orðið farskjóti almennings. Þeir sem léku sér að bílabrautunum nýttu sér farskjóta sem drifnir voru áfram af jarðefnaeldsneyti og þeir skjótar sem drukku mest voru oft kallaðir „drekar“ og spúuðu eldi. Eftirspurn eftir vistvænum ökutækjum Sögur og kvikmyndir sem lýsa framtíðinni hafa að mörgu leyti reynst sannspáar og verið hvatning þeirra sem nýttu rafmagn við að knýja bílabrautir, að gera alvöru úr vísindaskáldskapnum með því að þróa og framleiða ökutæki sem ganga fyrir nýorku en þar er rafmagnið hvað straumharðast að sinni. Þá eru ótalin þau áhrif sem umræða um gróðurhúsaáhrif og kolefnisspor hafa haft á þróun þeirra vistvænu orkugjafa sem ætlað er að knýja „dreka“ framtíðarinnar og spúa eldingum. Þvert á eftirspurn eftir bílabrautum hefur eftirspurn eftir ökutækjum sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Hlutfall nýskráðra ökutækja hefur aukist jafnt og þétt en fyrstu fimm mánuði þessa árs er hlutfall vistvænna fólksbíla af heildarfjölda nýskráðra ökutækja um helmingur og hefur þrefaldast frá árinu 2019. Verði 20% af bílaleigubílum árið 2025 Ökutækjaleigur eru stærsti einstaki eigandi ökutækja hér á landi með um 25.000 bíla yfir háannatíma sem eru um 10% af heildarflota fólksbíla hér á landi á hverju ári. Ökutækjaleigur eru eðli sínu samkvæmt þar með stærsti frambjóðandi bíla á markaði með notaða bíla en gera má ráð fyrir að þriðji hver bíll sem er í eigu einstaklinga í dag hafi verið nýttur sem bílaleigubíll í upphafi. Í samstarfi við stjórnvöld hafa Ökutækjaleigur sett upp hvatakerfi sem stuðlað að fjölgun vistvænna bílaleigubíla. Til að njóta hvatans þurfa bílaleigur þannig að nýskrá að minnsta kosti 15% vistvænna ökutækja af kaupum sínum á þessu ári en það hlutfall fer í 25% á næsta ári. Markmið með hvatanum er að fjölga vistvænum bílum í umferð og mæta þannig markmiðum stjórnvalda um að árið 2025 gangi 20% af flota ökutækjaleiga fyrir vistvænu eldsneyti. Aðgerðin ætti einnig að skila fleiri vistvænum bílum út á markað með notaða bíla. Mikilvægt að ýta undir orkuskipti Ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli að huga að kolefnisspori sínu og setja sér markmið um lækkun losunar. Mörg fyrirtæki hafa þegar náð góðum árangri á þessu sviði og hlotið viðurkenningar á öllum sviðum. Eins og fram kemur hér að framan eru ökutækjaleigur ein af mörgum greinum ferðaþjónustu sem nýtur þess að þróunin er hvað hröðust á þeirra vettvangi. Mikilvægt er þó að ýta undir orkuskipti og aukna kolefnislosun þvert á greinar í ferðaþjónustu, m.a. í gistingu, veitingum, afþreyingu og fólksflutningum sem og á Keflavíkurflugvelli þar sem mikil tækifæri leynast. Úr eldi í eldingar Loftslagsvísir atvinnulífsins er samstarfsverkefni Grænvangs, stjórnvalda og samtaka sem standa að Samtökum atvinnulífsins ásamt Bændasamtökunum. Loftslagsvísir styður við þá þróun sem ferðaþjónustan þarf á að halda við að gera ferðalag um landið kolefnislaust. Með markvissri uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla og auknu framboði verður hægt að bjóða ferðamönnum að aka þeim um landið án vandkvæða. Öflug innkoma ferðaþjónustu að orkuskiptum er þannig eitt stærsta skref greinarinnar að því að leggja grunn að kolefnislausu ferðalagi um áfangastaðinn Ísland. Markmið loftslagsvísis mæta markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum auk þess að virka sem hvatning til fyrirtækja til að bæta kolefnisspor sitt og stuðla að eflingu orkuskipta og fá þannig drekana til að fara úr eldi í eldingar. Höfundar eru verkefnastjórar hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Á seinnihluta síðustu aldar voru rafmagnsbílabrautir vinsælt leikfang krakka á öllum aldri. Bílarnir voru knúðir rafmagni og þeyttust áfram á ógnarhraða miðað við stærð og sigruðust oftar en ekki á þyngdaraflinu með ævintýralegum hætti. Þá datt fáum í hug að slík ökutæki gætu orðið farskjóti almennings. Þeir sem léku sér að bílabrautunum nýttu sér farskjóta sem drifnir voru áfram af jarðefnaeldsneyti og þeir skjótar sem drukku mest voru oft kallaðir „drekar“ og spúuðu eldi. Eftirspurn eftir vistvænum ökutækjum Sögur og kvikmyndir sem lýsa framtíðinni hafa að mörgu leyti reynst sannspáar og verið hvatning þeirra sem nýttu rafmagn við að knýja bílabrautir, að gera alvöru úr vísindaskáldskapnum með því að þróa og framleiða ökutæki sem ganga fyrir nýorku en þar er rafmagnið hvað straumharðast að sinni. Þá eru ótalin þau áhrif sem umræða um gróðurhúsaáhrif og kolefnisspor hafa haft á þróun þeirra vistvænu orkugjafa sem ætlað er að knýja „dreka“ framtíðarinnar og spúa eldingum. Þvert á eftirspurn eftir bílabrautum hefur eftirspurn eftir ökutækjum sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Hlutfall nýskráðra ökutækja hefur aukist jafnt og þétt en fyrstu fimm mánuði þessa árs er hlutfall vistvænna fólksbíla af heildarfjölda nýskráðra ökutækja um helmingur og hefur þrefaldast frá árinu 2019. Verði 20% af bílaleigubílum árið 2025 Ökutækjaleigur eru stærsti einstaki eigandi ökutækja hér á landi með um 25.000 bíla yfir háannatíma sem eru um 10% af heildarflota fólksbíla hér á landi á hverju ári. Ökutækjaleigur eru eðli sínu samkvæmt þar með stærsti frambjóðandi bíla á markaði með notaða bíla en gera má ráð fyrir að þriðji hver bíll sem er í eigu einstaklinga í dag hafi verið nýttur sem bílaleigubíll í upphafi. Í samstarfi við stjórnvöld hafa Ökutækjaleigur sett upp hvatakerfi sem stuðlað að fjölgun vistvænna bílaleigubíla. Til að njóta hvatans þurfa bílaleigur þannig að nýskrá að minnsta kosti 15% vistvænna ökutækja af kaupum sínum á þessu ári en það hlutfall fer í 25% á næsta ári. Markmið með hvatanum er að fjölga vistvænum bílum í umferð og mæta þannig markmiðum stjórnvalda um að árið 2025 gangi 20% af flota ökutækjaleiga fyrir vistvænu eldsneyti. Aðgerðin ætti einnig að skila fleiri vistvænum bílum út á markað með notaða bíla. Mikilvægt að ýta undir orkuskipti Ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli að huga að kolefnisspori sínu og setja sér markmið um lækkun losunar. Mörg fyrirtæki hafa þegar náð góðum árangri á þessu sviði og hlotið viðurkenningar á öllum sviðum. Eins og fram kemur hér að framan eru ökutækjaleigur ein af mörgum greinum ferðaþjónustu sem nýtur þess að þróunin er hvað hröðust á þeirra vettvangi. Mikilvægt er þó að ýta undir orkuskipti og aukna kolefnislosun þvert á greinar í ferðaþjónustu, m.a. í gistingu, veitingum, afþreyingu og fólksflutningum sem og á Keflavíkurflugvelli þar sem mikil tækifæri leynast. Úr eldi í eldingar Loftslagsvísir atvinnulífsins er samstarfsverkefni Grænvangs, stjórnvalda og samtaka sem standa að Samtökum atvinnulífsins ásamt Bændasamtökunum. Loftslagsvísir styður við þá þróun sem ferðaþjónustan þarf á að halda við að gera ferðalag um landið kolefnislaust. Með markvissri uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla og auknu framboði verður hægt að bjóða ferðamönnum að aka þeim um landið án vandkvæða. Öflug innkoma ferðaþjónustu að orkuskiptum er þannig eitt stærsta skref greinarinnar að því að leggja grunn að kolefnislausu ferðalagi um áfangastaðinn Ísland. Markmið loftslagsvísis mæta markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum auk þess að virka sem hvatning til fyrirtækja til að bæta kolefnisspor sitt og stuðla að eflingu orkuskipta og fá þannig drekana til að fara úr eldi í eldingar. Höfundar eru verkefnastjórar hjá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun