Alþjóðlegir skattar og nei við einkarekstri og undirboðum Drífa Snædal skrifar 25. júní 2021 14:31 Krumlur kófsins eru á undanhaldi og senn hefst uppgjörstíminn um heim allan, hvað tókst vel í sóttvörum og vinnumarkaðsaðgerðum. Það er engin tilviljun að skattkerfið er sett undir smásjána af þessu tilefni, enda hafa flest stjórnvöld opnað hirslurnar til að tryggja afkomu fólks. Það verður æpandi ósanngjarnt, sérstaklega á þessum tímum, að mörg stórfyrirtæki greiða sama sem engan skatt og það er sérstök fræðigrein að koma sér hjá skattgreiðslum um allan heim. Nú eru því hafnar löngu tímabærar samningaviðræður um alþjóðlegan fyrirtækjaskatt og verður tekist á um málið á vettvangi OECD og G20 ríkjanna um þessi mánaðamót. Annars vegar er rætt um skattlagningu alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa á netinu og er tillagan á þá leið að ríki geti skattlagt hagnað sem verður til innan þeirra lögsögu. Hins vegar er rætt um alþjóðlegan lágmarksskatt á fyrirtæki og hefur hlutfallið 15% verið nefnt í því samhengi. Alþjóða verkalýðshreyfingin tekur undir þetta en vill hækka hlutfallið í a.m.k. 25% enda þarf að sækja fjármagn til þeirra sem eru aflögufærir. Það er bæði lykilatriði til að takast á við afleiðingar heimsfaraldursins og til að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Kófið hefur kennt okkur það að enginn getur verið undanskilinn stóra samhenginu – enginn getur stimplað sig út úr samfélaginu fyrir eigin gróða. Það eru stórtíðindi þegar leiðtogar stærstu ríkja heims reisa kröfur gegn skattaundanskotum og það er til marks um viðsnúning í heimsstjórnmálunum. Frá óheftri markaðshyggju til einhvers konar vísis að samtryggingu. Hér á landi er hins vegar þrennt að gerast sem gengur í berhögg við þessa þróun. Ríkið gaf fjármagnseigendum og þeim sem gátu keypt sér hlut í Íslandsbanka nokkra milljarða úr almannasjóðum við söluna á bankanum. Ekki almenningi, heldur þeim sem eru aflögufærir og bröskurum, þar með talið alþjóðlegum fjárfestingasjóðum. Við þessu hafði verkalýðshreyfingin varað. Einkavæðing í öldrunarþjónustu er hafin af fullum krafti og ljóst að fyrirtæki sem taka að sér einkarekstur ætla ekki að gera það af hugsjóninni einni saman, það sannaðist þegar uppsagnirnar hófust: Það á að „lækka starfsmannakostnað“ sem þýðir á alþýðumáli að lækka laun. Ríkið greiðir svo brúsann, þar með talið arðinn til hluthafa fyrir markaðsvæðingu á lífi og heilsu gamla fólksins. Play fór í loftið fljúgandi á undirboðum á vinnumarkaði, gerandi samning um kjör flugfreyja og -þjóna án aðkomu flugfreyja- og þjóna og kynnir sig fyrir fjárfestum með yfirlýsingu um að það fyrirtæki geti umfram önnur „haldið starfsmannakostnaði niðri“. Þeirri baráttu er langt í frá lokið. Baráttunni við heimsfaraldurinn er hins vegar að ljúka, a.m.k. í bili, og það voru gleðifréttir í dag þegar tilkynnt var að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands. Það er ávísun á gott sumar en við uppgjör þessa tímabils og við skrefin framundan er ljóst að baráttunni fyrir sanngjörnum launum og réttlátri dreifingu auðsins er hvergi nærri lokið. Við munum áfram standa vaktina! Gleðilegt sumar kæru lesendur – næsti föstudagspistill fer í loftið í ágúst. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Krumlur kófsins eru á undanhaldi og senn hefst uppgjörstíminn um heim allan, hvað tókst vel í sóttvörum og vinnumarkaðsaðgerðum. Það er engin tilviljun að skattkerfið er sett undir smásjána af þessu tilefni, enda hafa flest stjórnvöld opnað hirslurnar til að tryggja afkomu fólks. Það verður æpandi ósanngjarnt, sérstaklega á þessum tímum, að mörg stórfyrirtæki greiða sama sem engan skatt og það er sérstök fræðigrein að koma sér hjá skattgreiðslum um allan heim. Nú eru því hafnar löngu tímabærar samningaviðræður um alþjóðlegan fyrirtækjaskatt og verður tekist á um málið á vettvangi OECD og G20 ríkjanna um þessi mánaðamót. Annars vegar er rætt um skattlagningu alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa á netinu og er tillagan á þá leið að ríki geti skattlagt hagnað sem verður til innan þeirra lögsögu. Hins vegar er rætt um alþjóðlegan lágmarksskatt á fyrirtæki og hefur hlutfallið 15% verið nefnt í því samhengi. Alþjóða verkalýðshreyfingin tekur undir þetta en vill hækka hlutfallið í a.m.k. 25% enda þarf að sækja fjármagn til þeirra sem eru aflögufærir. Það er bæði lykilatriði til að takast á við afleiðingar heimsfaraldursins og til að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Kófið hefur kennt okkur það að enginn getur verið undanskilinn stóra samhenginu – enginn getur stimplað sig út úr samfélaginu fyrir eigin gróða. Það eru stórtíðindi þegar leiðtogar stærstu ríkja heims reisa kröfur gegn skattaundanskotum og það er til marks um viðsnúning í heimsstjórnmálunum. Frá óheftri markaðshyggju til einhvers konar vísis að samtryggingu. Hér á landi er hins vegar þrennt að gerast sem gengur í berhögg við þessa þróun. Ríkið gaf fjármagnseigendum og þeim sem gátu keypt sér hlut í Íslandsbanka nokkra milljarða úr almannasjóðum við söluna á bankanum. Ekki almenningi, heldur þeim sem eru aflögufærir og bröskurum, þar með talið alþjóðlegum fjárfestingasjóðum. Við þessu hafði verkalýðshreyfingin varað. Einkavæðing í öldrunarþjónustu er hafin af fullum krafti og ljóst að fyrirtæki sem taka að sér einkarekstur ætla ekki að gera það af hugsjóninni einni saman, það sannaðist þegar uppsagnirnar hófust: Það á að „lækka starfsmannakostnað“ sem þýðir á alþýðumáli að lækka laun. Ríkið greiðir svo brúsann, þar með talið arðinn til hluthafa fyrir markaðsvæðingu á lífi og heilsu gamla fólksins. Play fór í loftið fljúgandi á undirboðum á vinnumarkaði, gerandi samning um kjör flugfreyja og -þjóna án aðkomu flugfreyja- og þjóna og kynnir sig fyrir fjárfestum með yfirlýsingu um að það fyrirtæki geti umfram önnur „haldið starfsmannakostnaði niðri“. Þeirri baráttu er langt í frá lokið. Baráttunni við heimsfaraldurinn er hins vegar að ljúka, a.m.k. í bili, og það voru gleðifréttir í dag þegar tilkynnt var að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands. Það er ávísun á gott sumar en við uppgjör þessa tímabils og við skrefin framundan er ljóst að baráttunni fyrir sanngjörnum launum og réttlátri dreifingu auðsins er hvergi nærri lokið. Við munum áfram standa vaktina! Gleðilegt sumar kæru lesendur – næsti föstudagspistill fer í loftið í ágúst. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun