467 daga þrautaganga á enda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2021 12:31 Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar 13. mars 2020 þar sem tilkynnt var um að gripið yrði til takmarkana á samkomum í fyrsta skipti í Íslandssögunni. vísir/vilhelm Dagurinn í dag er sannkallaður hátíðisdagur. Hann markar endalok samkomutakmarkana sem hafa verið í gildi í einhverri mynd síðustu 467 daga. Og það vonandi til frambúðar. Öllum takmörkunum vegna farsóttar var aflétt á miðnætti og má þar helst nefna afnám grímuskyldu, nándarreglu, fjöldatakmarkana og takmarkana á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Sú breyting sem varð helst áþreifanleg um leið og takmarkanirnar voru felldar úr gildi á miðnætti er tvímælalaust sú síðastnefnda en skemmtistaðir voru opnir til klukkan fjögur í nótt í fyrsta skipti í rúma fimmtán mánuði. Víða var þessum áfanga fagnað og er ljóst að gleði fólks yfir því að endurheimta óskert frelsi sitt til að skemmta sér á nóttunni er mikil. Á sumum skemmtistöðum voru síðustu sekúndurnar að miðnætti hreinlega taldar niður og þegar klukkan sló tólf brutust út óskapleg fagnaðarlæti meðal gesta. Langur vegur Ríkisstjórnin nýtti sér heimild í lögum til að takmarka samkomur í fyrsta skipti í Íslandssögunni þann 16. mars í fyrra vegna heimsfaraldursins. Síðan tók við strembin barátta við útbreiðslu veirunnar með sínum hæðum og lægðum, afléttingum og herðingum takmarkana á víxl. Þegar samkomutakmarkanir voru settar á fyrst var lagt bann við því að fleiri en 100 manns kæmu saman og fólki bannað að vera í innan við tveggja metra fjarlægð frá hvert öðru. Þær voru síðan hertar í nokkrum skrefum og þegar verst lét máttu ekki nema tíu koma saman, tveggja metra reglan og almenn grímuskilda var í gildi og var öllum börum, krám, ræktinni, sundlaugum, íþróttafélögum og hárgreiðslustofum gert að loka starfsemi sinni. Veitingastaðir urðu þá að loka klukkan tíu á kvöldin. Um miðjan febrúar í ár fór síðan að sjá til sólar á ný. Ýmis starfsemi fékk að opna á aftur; barir og skemmtistaðir fengu að opna, með takmörkunum þó, og var leyfilegur fjöldi gesta í leikhús og söfn aukinn. Frá þeim tímapunkti voru samkomutakmarkanir aldrei hertar á ný. Það var þó ekki fyrr en um miðjan apríl sem stjórnvöld fóru að létta á fjöldatakmörkunum þegar leyfilegur fjöldi var rýmkaður úr tíu í tuttugu. Frá þeim tímapunkti hafa fjöldatakmarkanir ekki verið hertar á ný en þeim verið aflétt í nokkrum skrefum. Síðasta skrefið í þeim var síðan stigið á miðnætti í nótt. „Dagur gleði og gæfu er runninn upp,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í morgun um þennan tímamótadag. Hann á raunar sjálfur afmæli og segist vart getað hugsað sér betri afmælisgjöf en afléttingu takmarkana. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessi tímamót sannarleg gleðitíðindi: „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Öllum takmörkunum vegna farsóttar var aflétt á miðnætti og má þar helst nefna afnám grímuskyldu, nándarreglu, fjöldatakmarkana og takmarkana á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Sú breyting sem varð helst áþreifanleg um leið og takmarkanirnar voru felldar úr gildi á miðnætti er tvímælalaust sú síðastnefnda en skemmtistaðir voru opnir til klukkan fjögur í nótt í fyrsta skipti í rúma fimmtán mánuði. Víða var þessum áfanga fagnað og er ljóst að gleði fólks yfir því að endurheimta óskert frelsi sitt til að skemmta sér á nóttunni er mikil. Á sumum skemmtistöðum voru síðustu sekúndurnar að miðnætti hreinlega taldar niður og þegar klukkan sló tólf brutust út óskapleg fagnaðarlæti meðal gesta. Langur vegur Ríkisstjórnin nýtti sér heimild í lögum til að takmarka samkomur í fyrsta skipti í Íslandssögunni þann 16. mars í fyrra vegna heimsfaraldursins. Síðan tók við strembin barátta við útbreiðslu veirunnar með sínum hæðum og lægðum, afléttingum og herðingum takmarkana á víxl. Þegar samkomutakmarkanir voru settar á fyrst var lagt bann við því að fleiri en 100 manns kæmu saman og fólki bannað að vera í innan við tveggja metra fjarlægð frá hvert öðru. Þær voru síðan hertar í nokkrum skrefum og þegar verst lét máttu ekki nema tíu koma saman, tveggja metra reglan og almenn grímuskilda var í gildi og var öllum börum, krám, ræktinni, sundlaugum, íþróttafélögum og hárgreiðslustofum gert að loka starfsemi sinni. Veitingastaðir urðu þá að loka klukkan tíu á kvöldin. Um miðjan febrúar í ár fór síðan að sjá til sólar á ný. Ýmis starfsemi fékk að opna á aftur; barir og skemmtistaðir fengu að opna, með takmörkunum þó, og var leyfilegur fjöldi gesta í leikhús og söfn aukinn. Frá þeim tímapunkti voru samkomutakmarkanir aldrei hertar á ný. Það var þó ekki fyrr en um miðjan apríl sem stjórnvöld fóru að létta á fjöldatakmörkunum þegar leyfilegur fjöldi var rýmkaður úr tíu í tuttugu. Frá þeim tímapunkti hafa fjöldatakmarkanir ekki verið hertar á ný en þeim verið aflétt í nokkrum skrefum. Síðasta skrefið í þeim var síðan stigið á miðnætti í nótt. „Dagur gleði og gæfu er runninn upp,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í morgun um þennan tímamótadag. Hann á raunar sjálfur afmæli og segist vart getað hugsað sér betri afmælisgjöf en afléttingu takmarkana. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessi tímamót sannarleg gleðitíðindi: „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira