Enn um gölluð veiðigjöld Daði Már Kristófersson skrifar 26. júní 2021 13:00 Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Visir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. Viðfangsefni mitt var hins vegar veiðigjöld og hve snúið er að leggja þau á með sanngjörnum hætti ef tekjurnar af veiðunum, þ.e. verðið á fisknum, er óvíst. Vissulega hefur óvíst fiskverð afleiðingar fyrir kjör sjómanna. Sjómenn og útgerðarmenn hafa reynt að finna á því lausnir, eins og Pétur bendir á. Þó er óánægja sjómanna með mat á verði fisk enn umtalsverð. Vandamálið er snúnara hvað varðar útreikning veiðigjalda. Ef þau eiga að vera sanngjörn, hvorki of lág eða of há, þurfa að liggja fyrir áreiðanlegar tölur um afkomu. Þær tölur eru ekki til. Ýmsar lausnir hafa verið til umræðu. Sumir telja að reikna megi þessa stærð með forsendum og kúnstum. Um það efast ég, eftir áralanga þátttöku í slíkri vinnu. Aðrir aðhillast kröfur um að allur fiskur fari á fiskmarkaði, þar sem gagnsæ verðlagning á sér stað. Þetta tel ég heldur ekki góða lausn. Slíkt fyrirkomulag er við líði í Noregi. Ágangurinn er ekki uppörvandi. Fullkomlega skortir á samhæfingu veiða og vinnslu í Noregi og verðmætasköpun mun minni en í íslenskum sjávarútvegi. Um galla þessa fyrirkomulags hafa verið skrifaðar langar skýrslur á vegum norskra stjórnvalda (sjá t.d. hér). Ég sé aðeins eina leið sem nokkurt vit er í. Að byggja gjaldtökuna á mati útgerðanna sjálfra á virði á aflaheimilda með sölu þeirra. Um þetta vil ég gjarnan ræða frekar við Pétur. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Visir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. Viðfangsefni mitt var hins vegar veiðigjöld og hve snúið er að leggja þau á með sanngjörnum hætti ef tekjurnar af veiðunum, þ.e. verðið á fisknum, er óvíst. Vissulega hefur óvíst fiskverð afleiðingar fyrir kjör sjómanna. Sjómenn og útgerðarmenn hafa reynt að finna á því lausnir, eins og Pétur bendir á. Þó er óánægja sjómanna með mat á verði fisk enn umtalsverð. Vandamálið er snúnara hvað varðar útreikning veiðigjalda. Ef þau eiga að vera sanngjörn, hvorki of lág eða of há, þurfa að liggja fyrir áreiðanlegar tölur um afkomu. Þær tölur eru ekki til. Ýmsar lausnir hafa verið til umræðu. Sumir telja að reikna megi þessa stærð með forsendum og kúnstum. Um það efast ég, eftir áralanga þátttöku í slíkri vinnu. Aðrir aðhillast kröfur um að allur fiskur fari á fiskmarkaði, þar sem gagnsæ verðlagning á sér stað. Þetta tel ég heldur ekki góða lausn. Slíkt fyrirkomulag er við líði í Noregi. Ágangurinn er ekki uppörvandi. Fullkomlega skortir á samhæfingu veiða og vinnslu í Noregi og verðmætasköpun mun minni en í íslenskum sjávarútvegi. Um galla þessa fyrirkomulags hafa verið skrifaðar langar skýrslur á vegum norskra stjórnvalda (sjá t.d. hér). Ég sé aðeins eina leið sem nokkurt vit er í. Að byggja gjaldtökuna á mati útgerðanna sjálfra á virði á aflaheimilda með sölu þeirra. Um þetta vil ég gjarnan ræða frekar við Pétur. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar