Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 26. júní 2021 18:31 Brosið er líklega horfið af andliti Matts Hancock sem sagði af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands í dag. Vísir/EPA Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. Hancock, sem er giftur þriggja barna faðir, segist í yfirlýsingu hafa brugðist bresku þjóðinni, óásættanlegt hafi verið að hann hafi sjálfur ekki virt tveggja metra regluna á sama tíma og hann bað landsmenn það. pic.twitter.com/ahnqHy6yT9— Matt Hancock (@MattHancock) June 26, 2021 Boris Johnson, forsætisráðherra, sagðist sjá á eftir Hancock. Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi hafði þó meðal annars verið undir þrýstingi eftir fréttir af því að Johnson hefði kallað hann „vonlausan“ og blótað til áherslu í textaskilaboðum til þáverandi ráðgjafa síns í fyrra. Myndirnar af Hancock í kossafansi við Ginu Coladangelo, samstarfskonu sína, voru teknar í heilbrigðisráðuneytinu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Coladangelo þessi sé einnig gift, þriggja barna móðir. Gagnrýni hefur einnig komið fram á hvernig Coladangelo reis til metorða innan heilbrigðisráðuneytisins. Þau Hancock hafa verið vinir frá því á háskólaárum sínum. Hún var skipuð í stöðu þar sem hún þurfti aðeins að vinna 15-20 daga á ári en fékk laun upp á jafnvirði rúmlega tveggja og hálfrar milljónar króna í september. Forsætisráðuneytið fullyrðir að skipan Colandangelo hafi verið eftir réttum ferlum. Ekki liggur fyrir hver tekur við embættinu af Hancock. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Taldi ráðherra í eigin ríkisstjórn vonlausan með öllu Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“ 16. júní 2021 23:50 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Hancock, sem er giftur þriggja barna faðir, segist í yfirlýsingu hafa brugðist bresku þjóðinni, óásættanlegt hafi verið að hann hafi sjálfur ekki virt tveggja metra regluna á sama tíma og hann bað landsmenn það. pic.twitter.com/ahnqHy6yT9— Matt Hancock (@MattHancock) June 26, 2021 Boris Johnson, forsætisráðherra, sagðist sjá á eftir Hancock. Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi hafði þó meðal annars verið undir þrýstingi eftir fréttir af því að Johnson hefði kallað hann „vonlausan“ og blótað til áherslu í textaskilaboðum til þáverandi ráðgjafa síns í fyrra. Myndirnar af Hancock í kossafansi við Ginu Coladangelo, samstarfskonu sína, voru teknar í heilbrigðisráðuneytinu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Coladangelo þessi sé einnig gift, þriggja barna móðir. Gagnrýni hefur einnig komið fram á hvernig Coladangelo reis til metorða innan heilbrigðisráðuneytisins. Þau Hancock hafa verið vinir frá því á háskólaárum sínum. Hún var skipuð í stöðu þar sem hún þurfti aðeins að vinna 15-20 daga á ári en fékk laun upp á jafnvirði rúmlega tveggja og hálfrar milljónar króna í september. Forsætisráðuneytið fullyrðir að skipan Colandangelo hafi verið eftir réttum ferlum. Ekki liggur fyrir hver tekur við embættinu af Hancock.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Taldi ráðherra í eigin ríkisstjórn vonlausan með öllu Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“ 16. júní 2021 23:50 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07
Taldi ráðherra í eigin ríkisstjórn vonlausan með öllu Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“ 16. júní 2021 23:50