Sveinn Helgason, sem lengi var fréttamaður á Ríkisútvarpinu, er fyrsti gestur þáttarins og mun hann fjalla ýtarlega um grein sem hann hefur skrifað um Litháen og stöðuna þar eftir að hafa dvalist í landinu á vegum Nató.
Konráð Guðjónsson og Ásgeir Brynjar Torfason rökræða söluna á 35% hlut í Íslandsbanka, verðið, tímasetninguna, markmiðið, hugmyndafræðina og framkvæmdina.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skyggnist yfir pólitíska sviðið, gerir upp kjörtímabilið og svarar því hvort hún vilji sitja áfram í samskonar ríkisstjórn.
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, og Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, ræða afglæpavæðingu neysluskammta sem Miðflokkurinn hefur gagnrýnt harkalega og kallað lögleiðingu fíkniefna og skref í kolranga átt.