Innlent

Jóhanna sæmd heiðursmerki

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
visir-img

Stjórn Samtakanna '78 sæmdi í dag Jóhönnu Sigurðardóttur heiðursmerki fyrir baráttu hennar í þágu réttinda hinsegin fólks. 

Jóhanna var fyrsta opinberlega samkynhneigða kona heims til að verða forsætisráðherra og fyrst kvenna á Íslandi til að gegna embættinu.

Breyting á hjónabandslöggjöfinni var á meðal hennar fyrstu verkefna í ríkisstjórn en Jóhanna og Jónína Leósdóttir gengu í hjónaband á þessum degi, 27. júní, fyrir ellefu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×