Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2021 20:16 Sjúkraliði hugar að manni sem fékk hitaslag í borginni Salem í Oregon. Hitinn á svæðinu er meira en 16 gráðum yfir meðaltali þessa dagana. AP/Nathan Howard Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. Hitamælirinn í Portland, stærstu borg Oregon-ríkis, sýndi 42,2°C síðdegis gær en það er mesti hiti sem hefur nokkru sinni mælst þar. Útlit var fyrir að það met gæti verið slegið strax í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Metið var um hálfri gráðu hærra en fyrra met sem var sett árið 1965 og jafnað árið 1981. Í Seattle í nágrannaríkinu Washington mældist hitinn 38,3°C í gær en þar er heitasti júnídagur frá uppphafi mælinga þar. Það var jafnframt aðeins í fjórða skipti í sögunni sem hiti þar mældist yfir hundrað gráðum á Farenheit-kvarða. 37,8°C. Færanlegar loftkælingareiningar og viftur hafa selst upp í verslunum, hætt var við að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni utandyra og margar borgir komu upp stöðum þar sem fólk gat kælt sig. Íbúar í Seattle eru ekki vanir að glíma við mikin hita og því eru ekki allir með loftkælingu heima hjá sér. Þessi kona var ein þeirra sem keypti sér færanlega kælieiningu til að verjast hitanum.AP/Manuel Valdes Spáð er enn heitara veðri í dag og morgun og er búist við að mörg hitamet falli þá í landshlutanum. Hitinn er víða hátt í sautján stigum á selsíus yfir meðaltali eða jafnvel enn meira. Slíkur hiti getur verið mannskæður á svæði þar sem fólk er vant mildara loftslagi og margir eru ekki með loftkælingu. Veðurstofa Bandaríkjanna varaði fólk á svæði við því að dvelja lengi utandyra og brýndi fyrir því að drekka nægan vökva og huga að viðkvæmum ættingum eða nágrönnum sínum. Heilbrigðisyfirvöld í Oregon afnámu fjöldatakmörk vegna kórónuveirufaraldursins á stórum samkomustöðum með loftkælingu, þar á meðal í kvikmyndahúsum og verslunarmiðstöðvum svo að fólk hefði athvarf frá hitanum úti. Í Washington voru sömuleiðis engar fjöldatakmarkanir á sérstökum kælistöðvum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hiti og þurrkur skapaði aðstæður fyrir fordæmalausa skógar- og gróðurelda í norðvesturríkjunum í fyrra. Erfitt er að tengja einstaka hitabylgjur við loftslagsbreytingar af völdum manna nema með greiningu eftir á en skæðari hitabylgjur og ákafari þurrkur er á meðal þeirra afleiðinga hnattrænnar hlýnunar sem búist er við. „Við vitum það af vísbendingum um allan heim að loftslagsbreytingar auka tíðni, ákafa og lengd hitabylgna. Við verðum að venjast þessu í framtíðinni,“ segir Kristie Ebi, prófessor í loftslags- og lýðheilsmálum við Háskólann í Washington, við AP. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Hitamælirinn í Portland, stærstu borg Oregon-ríkis, sýndi 42,2°C síðdegis gær en það er mesti hiti sem hefur nokkru sinni mælst þar. Útlit var fyrir að það met gæti verið slegið strax í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Metið var um hálfri gráðu hærra en fyrra met sem var sett árið 1965 og jafnað árið 1981. Í Seattle í nágrannaríkinu Washington mældist hitinn 38,3°C í gær en þar er heitasti júnídagur frá uppphafi mælinga þar. Það var jafnframt aðeins í fjórða skipti í sögunni sem hiti þar mældist yfir hundrað gráðum á Farenheit-kvarða. 37,8°C. Færanlegar loftkælingareiningar og viftur hafa selst upp í verslunum, hætt var við að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni utandyra og margar borgir komu upp stöðum þar sem fólk gat kælt sig. Íbúar í Seattle eru ekki vanir að glíma við mikin hita og því eru ekki allir með loftkælingu heima hjá sér. Þessi kona var ein þeirra sem keypti sér færanlega kælieiningu til að verjast hitanum.AP/Manuel Valdes Spáð er enn heitara veðri í dag og morgun og er búist við að mörg hitamet falli þá í landshlutanum. Hitinn er víða hátt í sautján stigum á selsíus yfir meðaltali eða jafnvel enn meira. Slíkur hiti getur verið mannskæður á svæði þar sem fólk er vant mildara loftslagi og margir eru ekki með loftkælingu. Veðurstofa Bandaríkjanna varaði fólk á svæði við því að dvelja lengi utandyra og brýndi fyrir því að drekka nægan vökva og huga að viðkvæmum ættingum eða nágrönnum sínum. Heilbrigðisyfirvöld í Oregon afnámu fjöldatakmörk vegna kórónuveirufaraldursins á stórum samkomustöðum með loftkælingu, þar á meðal í kvikmyndahúsum og verslunarmiðstöðvum svo að fólk hefði athvarf frá hitanum úti. Í Washington voru sömuleiðis engar fjöldatakmarkanir á sérstökum kælistöðvum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hiti og þurrkur skapaði aðstæður fyrir fordæmalausa skógar- og gróðurelda í norðvesturríkjunum í fyrra. Erfitt er að tengja einstaka hitabylgjur við loftslagsbreytingar af völdum manna nema með greiningu eftir á en skæðari hitabylgjur og ákafari þurrkur er á meðal þeirra afleiðinga hnattrænnar hlýnunar sem búist er við. „Við vitum það af vísbendingum um allan heim að loftslagsbreytingar auka tíðni, ákafa og lengd hitabylgna. Við verðum að venjast þessu í framtíðinni,“ segir Kristie Ebi, prófessor í loftslags- og lýðheilsmálum við Háskólann í Washington, við AP.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira