„Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2021 09:01 Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í sterkasta styrkleikaflokknum á Orkumótinu. Úrslitaleiknum gegn Þór lauk með 1-1 jafntefli en þar sem Stjarnan skoraði á undan í leiknum voru Garðbæingar krýndir sigurvegarar. Eðli máls samkvæmt er styttra í brosið hjá þeim bláklæddu en vöskum Þórsurum frá Akureyri. Orkumótið „Hvað ertu að gera maður? Dúndr'onum í burtu? Dekka! Bakka! Skjóttu, nei gefðu, skjóttu, já skjóttu, æi af hverju gafstu hann ekki?“ Þessi óhljóð voru sem betur fer undantekning á Orkumóti tíu ára gutta sem lauk í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Óhljóðin fóru samt óskaplega í taugarnar á undirrituðum, og fleirum. Sem betur fer voru þúsund ástæður til að gleðjast á móti. Um þúsund strákar eru nú sólbrúnir og sætir um allt land eftir vel heppnað fótboltamót í mekka 6. flokks karla, Vestmannaeyjum. Einhverjir sigldu heim sigurreifir með bikar en allir með minningar, nokkrum sentímetrum stærri búnir að fylla á reynslubankann. Þvílíka veislan. Framarar fylla á tankinn á milli leikja.Orkumótið Einhverjir lásu grein á þessum sama vettvangi um fótboltasjúka foreldra á TM-móti stúlkna á dögunum. Undirritaður var svo heppinn að vera aðeins tíu daga í borg óttans áður en kom að næsta fótboltamóti, á sama stað og í raun nákvæmlega eins. Eyjamenn eru búnir að fullkomna uppskriftina. Spegilmynd af TM-mótinu Sá grundvallarmunur er á TM-móti stelpna og Orkumóti stráka að stelpurnar eru ári til tveimur eldri en strákarnir. Að öðru leyti fylgja Eyjamenn planinu. Sömu vellir, sömu gististaðir, sami matseðill, sama stærð á fótbolta, sami leiktími og ég gæti haldið lengi áfram. Sama veislan. Einhver myndi mögulega segja að Vestmannaeyjar séu versti staður á Íslandi til að vera á í slæmu veðri. Undirritaður myndi aldrei þora að halda slíku fram en stendur á því fullum fetum að í góðu veðri er líklega hvergi betra að vera. Þessi Eyjapeyi trúir ekki sínum eigin augum.Orkumótið Þá þrjá til fjóra daga sem mótið stóð var sólin tíður gestur, rigningin heimsótti eyjuna til að vökva vellina svo aðstæður til keppni og áhorfs voru þær allra bestu. Karlahellir og kveðja frá Ásdísi Rán Undirbúningur foreldra fyrir Orkumótið hófst á síðasta ári enda barist um gistinguna í Eyjum á boltamótunum. Þökk sé fyrirvaranum og þónokkrum þúsundköllum tryggðu nokkrir foreldrar sér hús í Eyjum, í næsta húsi við Guðbjörgu Matthíasdóttur í Ísfélaginu. Ekki ónýtur nágranni að geta leitað til ef mjólk hefði skort í kaffið. Þórsarar frá Akureyri eru óhræddir að henda sér fyrir boltann. Allt gert til að koma í veg fyrir mark.Orkumótið Fyrst að gistingin kostaði skildinginn þá sáu hinir ótrúlega mörgu veitingastaðir í Eyjunni afar fáar krónur rata í kassann þessa dagana. Vínbúðin, Bónus og Krónan fengu þó nokkrar heimsóknir. Veislumatur var því framreiddur öll kvöldin, öðrum foreldrum var boðið heim og meira að segja nokkrum liðum þegar dauð stund skapaðist. Þannig var nefnilega að í kjallara hússins var karlmannshellir, betur þekktur upp á engilsaxnesku sem „man cave“. Þar var að finna pool-borð, píluspjald, fótboltaspil, bíósæti og skjávarpa. Já, og bar. Á veggjunum héngu svo myndir af rokkurum á borð við liðsmenn Alice in Chains, Kurt Cobain og ein árituð mynd af Ísdrottningunni sjálfri, Ásdísi Rán! Á eftir bolta kemur barn, sérstaklega á fótboltavelli.Orkumótið Við fullorðna fólkið nýttum reyndar hellinn ekki neitt en hann kom sér sannarlega vel fyrir unglingana sem fylgdu hópnum til Eyja. Tilneyddir og úrkula vonar að nokkuð skemmtilegt væri að gera, nema koma sér fyrir í sófa með síma. Vopnuð hlaupahjólum gátu þau hins vegar brugðið sér í gervi landkönnuða, farið vítt og breitt um Eyjuna milli þess sem 70 mínútur fóru í tækið eða pool-kjuðarnir voru mundaðir. Eini hálftími undirritaðs í hellinum var hálftíminn sem fór í að ryksuga snakkið sem tíu ára drengjum hafði tekist að dreifa í hvert horn, líkt og um skipulagða aðgerð væri að ræða. Eðlilega að hugsa um annað en snyrtimennsku í slíkum ævintýrahelli. Athyglin af leiknum vegna flugelda En já, ferðin snýst víst um fótbolta. KR-ingar voru mættir til Eyja til að rústa hinum liðunum. Það átti þó eftir að koma í ljós að fleiri lið voru mætt í svipuðum erindagjörðum. Ferðin með Herjólfi gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Einn kastaði upp og annar varð fyrir því óláni að verða kastað upp á; já leikmaður annars liðs kastaði upp á hann. Ekki var um taktískan leik að ræða til að koma mögulegum andstæðingi úr jafnvægi en auðvitað ekki draumabyrjun á ferðalaginu til Eyja. Þá var gott að mamma og pabbi voru á svæðinu með hrein föt til skiptana auk þess sem KR-ingurinn ungi kallar ekki allt ömmu sína, enda ættaður úr Eyjum. Eftir að hafa farið í siglingu og sund fyrsta daginn, og smakkað á dýrindis hakkbollum í Höllinni var komið að fyrsta leikdegi. Eyjamótin eru sniðug að því leyti að reynt er að finna öllum liðum andstæðinga við hæfi. Eins og í flestu er ekki hægt að gera öllum til hæfis. Þannig var til dæmis KR-2 meðal liða sem voru færð upp í flokk með liðum sem skráð voru í fyrsta styrkleikaflokk, til að fá réttan fjölda liða í hvern styrkleikaflokk. Flugeldasýning þegar flautað var til leiks eftir hádegi á fyrsta keppnisdegi.Orkumótið Þetta er vandasamt verk enda þarf hver þjálfari að meta styrkleika síns liðs, meta hvort liðið ætti frekar að færast upp eða niður, og svo kemur í hlut mótstjórnar að raða liðunum endanlega. Eyjamenn gera hlutina með látum og augnablikum eftir að flautað hafði verið til leiks á Týsvelli fór í gang flugeldasýning í fellinu við hliðina á. Tíu ára strákar hafa margir hverjir ekki minni áhuga á sprengingum og látum en fótbolta svo í augnablik gleymdu nokkrir stund og stað, og þeirri staðreynd að leikmaður í hinu liðinu var að komast í dauðafæri á meðan varnarmaðurinn dáðist að flugeldasýningunni. En svo lauk henni og fókusinn færðist á leikinn. Dúðuðu börnin Sterkustu lið Fylkis, Njarðvíkur og Aftureldingar reyndust of stór biti fyrir næststerkasta lið KR-inga. Einn áhugaverðan mun mátti sjá á liði KR og hinum. Í fyrsta leik gegn Fylki voru allir leikmenn Fylkis í stuttbuxum og keppnistreyju á meðan lúxusdrengirnir úr Vesturbæ voru svo til allir sem einn í innanundirbuxum og -treyju en einnig með grifflur, húfur og jafnvel buff! Tilefnið var ekki að buffkóngurinn sjálfur, Guðni forseti, var í næsta nágrenni að hvetja Álftnesinga. En börn sem fullorðnir læra af reynslunni og fækkuðu drengirnir fötum fyrir næsta leik, enda rjómablíða. Augun á boltanum þegar spyrnt er frá marki.Orkumótið Þrjú töp fyrsta daginn þýðir að lið færist niður um styrkleikaflokk og fær andstæðing nær liðinu í getu næsta dag. Lið sem er mögulega skráð til leiks í of lágan styrkleikaflokk og rúllar upp leikjum fyrsta daginn eiga von á erfiðum næsta degi. Foreldrar og þjálfarar vilja ekkert meira en jafna leiki, reyndar þar sem liðið þeirra vinnur en það er önnur saga. Það er ömurlegt að horfa upp á liðum sínum slátrað og sömuleiðis óþægilegt að vinna leiki alltof stórt. Jafnir leikir eru óskaleikir. Galandi í útilegustól Í Vestmannaeyjum spurðu nokkrir foreldrar hvort það væri mun að finna á pæjumótinu á dögunum og svo þessu peyjamóti. Hvort undirritaður sæi einhvern mun. Fyrir utan mun á veðrinu þá var eiginlega aðeins eitt sem kom upp í hugann. Kappsamari pabbar á strákamótinu. Það má ekki skilja svo að foreldrar hafi verið sér til skammar í Eyjum. Ekki í hópum að minnsta kosti. Það er samt alveg magnað hvað sumir leyfa sér í stúkunni. Ein öskrandi górilla er mér ofarlega í huga. Skagamenn og Eyjamenn berjast um boltann á Hásteinsvelli þar sem liðin hafa háð sögufræga leiki í meistaraflokki.Orkumótið Viðkomandi horfði á sitt lið, yfirspenntur og upptjúnaður. Foreldrar eru hvattir til að hvetja lið sín til dáða, í blíðu og stríðu, og langflestir gera það vel. Þú styður liðið, ekki einstaklinga. Hvetur þá áfram en lætur þjálfara um leikinn sjálfan. Hljómar ansi hreint einfalt. Almenn skynsemi er ekkert svo almenn, sagði Voltaire. Orð að sönnu. Hvað ertu að gera drengur? Pabbarnir eru miklu verri en mömmurnar. Sófasérfræðingarnir. Sumir sannfærðir um að þeir vita meira en þjálfarinn, og þurfa að miðla af þekkingu sinni. Fyllast hræðslu þegar þeir sjá að leikmenn liðsins gætu verið að gleyma sér eitt augnablik, gera mistök, taka rangar ákvarðanir sem gætu kostað liðið mark, eða sigur. Fyrrnefnd fótboltagórilla sat í útilegustól og reif sig reglulega upp úr stólnum til að garga inn á liðið, svo hátt að ætla mætti að lífið lægi við. Einhver var ekki að dekka, einhver var næstum því búinn að tapa boltanum til andstæðinganna og já, bara hitt liðið var í sókn. Það þurfti ekki meira til. Strákarnir sýndu frábær tilþrif í Eyjum.Orkumótið „NEI NEI NEI!“ „SKJÓTTU SKJÓTTU SKJÓTTU SKJÓTTU!!!!“ „GEFÐU BOLTANN!“ „DÚNDRAÐU HONUM Í BURTU!“ „NEI, HVAÐ ERTU AÐ GERA?“ Þessi gæi stóð alveg örugglega í þeirri merkingu að gengi liðsins væri að stóru leyti undir honum komið. Ef hann næði ekki að leiðbeina strákunum á nokkurra sekúndna fresti þá gæti leikurinn tapast. Tíu ára strákar í fótboltaævintýri Það er með ólíkindum að enginn úr foreldrahópi viðkomandi liðs hafi sagt eitthvað. Hefði maður sjálfur átt að ræða við hann? Líklega, en það hefði örugglega verið tal fyrir daufum eyrum. Fleiri foreldrar mættu taka til hjá sér. Einn tíu ára strákur mætti svo yfirspenntur í fyrsta leik á mótinu að eftir þrjár mínútur höfðu nokkrir andstæðinganna fengið að kenna á honum, einn svo illa að farið var með hann upp á sjúkrahús eftir sólatæklingu í nára. Þjálfari hins kappsama drengs tók hann út af, líklega svo hann myndi læra af reynslunni, en þá stóð ekki á föður hans. Sá rölti hringinn, yfir til þjálfara og leikmanns, ræddi við hann og skömmu síðar var hinn ungi kominn inn á. Ekki þurfti að flytja fleiri á sjúkrahús en fannst mörgum áhorfendum sem drengurinn ungi væri vanstilltur; leikur hans þótti svo grófur. Eitt foreldri vatt sér til föður drengsins og spurði hvort ekki væri ráð að ræða við hann áður en illa færi. Ekki stóð á svörum. „Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ Það heyrðist í fleiri foreldrum á mótinu þótt fyrrnefndir einstaklingar hafi vakið mesta athygli undirritaðs. Hrópandi leiðbeiningar, í góðri trú inn til strákanna sinna. Fussa og sveia yfir því að þessi sýni ekki nógu mikla baráttu og hinn negli ekki nógu fast á markið. Skíthræddir við tap og hvetja strákana til að dúndra boltanum í burtu, lúðra honum fram, í stað þess að reyna að senda á samherja. Haukar fagna á iðagrænu grasinu í Eyjum.Orkumótið Einu má ekki gleyma. Þetta eru tíu ára strákar. Í fótboltaævintýri í Vestmannaeyjum. Stressaðir, spenntir og ætla sér stóra hluti. Leiðbeiningar og skipanir frá foreldrum, á háa c-inu, eru hins vegar að mati undirritaðs miklu líklegri til að auka pressuna, rugla þá í ríminu og í versta falli skammast einhverjir sín fyrir öskrin. Það hefði undirritaður gert en svo langt er um liðið frá Shell-mótinu 1992 að foreldrar voru ekki farnir að mæta til Eyja nema í undantekningartilfellum. Rétt er að taka fram að langflestir foreldrar studdu lið sín af fagmennsku, hvöttu strákana sama hvort blés með eða á móti. Leyfðu drengjunum að spila sinn leik, vinna sín afrek og gera sín mistök. Leiðbeiningar til foreldra Íþróttafélögin á landinu eru mörg hver með leiðbeiningar til foreldra um hvernig þeir eigi að hegða sér á leikjum. að neðan má sjá dæmi um slíkt hjá KA á Akureyri og KR í Reykjavík. KA Á leikjum er mikilvægt að foreldrar hvetji lið barna sinna jafnt í meðbyr sem mótbyr, komi ekki með aðfinnslur, hvorki á leik liðsins í heild né einstaka leikmenn. Það á að vera sameiginlegt verkefni iðkenda, þjálfara og foreldra að börnin leggi sig fram og umgangist dómara mótherja og samherja af virðingu. KR Á leikjum óskum við eftir að foreldrar hvetji liðið jafnt í meðbyr sem mótbyr, komi ekki með aðfinnslur, hvorki á leik liðsins í heild né einstakra leikmanna, verði börnum sínum fyrirmynd í því að taka ósigri af æðruleysi og sigri hrokalaust, sýni andstæðingum og dómurum kurteisi og aðstoði þjálfarana sé þess óskað. Skráningu marka breytt vegna tuðandi pabba Föstudagsmorguninn í Eyjum barst óvæntur tölvupóstur. Jónas Sigurðsson, fyrrverandi mótsstjóri Orkumótsins til margra ára, vildi þakka fyrir umfjöllun um Pæjumótið á dögunum. Ánægður að stúlkunum væri gert hátt undir höfði. En þar með var ekki öll sagan sögð. Hann spurði hvort það gæti passað að undirritaður hefði spilað í B-liði KR 1992? Hann var líka með fjölda leikja og marka á hreinu. Ekki nóg með það heldur spurði hann hvort ekki hefði verið leikmaður í A-liðinu sem hefði raðað inn mörkunum og síðar snúið sér að körfubolta. Það stemmdi heldur betur. Þar var á ferðinni Jakob Örn Sigurðarson, jafnaldri undirritaðs úr Vesturbænum og fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta. Seinna um daginn mætti Jónas í brekkuna, kynnti sig og sagði pollamótssögur. Nefndi hann að öll tölfræði hefði verið skráð árum saman, hver einasti markaskorari en svo gáfust þeir upp. Hvers vegna? Jakob Örn raðaði inn mörkunum á Shell-mótinu 1992. Hann átti síðar eftir að snúa sér alfarið að körfuboltanum með góðum árangri.Vísir/Bára Dröfn Jú, æstir fótboltapabbar gerðu sér reglulega leið inn á skrifstofu mótsstjórnar ósáttir við skráningu marka. Mark hefði verið skráð sjálfsmark en hefði átt að vera skráð á Sigga son þeirra. Tóm leiðindi. Svo skráningu marka var hætt. Fjölskylduferðir Margt hefur breyst á pollamótinu frá því fyrsta árið 1984. Á því ári fæddist einmitt landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson, búsettur á Ítalíu, en mætti með son sinn á mótið í ár. Þeir eru ófáir tíu ára íslensku strákarnir búsettir erlendis sem er flogið heim til Íslands á hverju ári til að taka þátt í mótinu. Fyrstu 15-20 árin voru það aðeins þjálfarar og örfáir foreldrar sem fylgdu liðunum til Eyja. Mótin voru fámennari, þá voru bæði níu og tíu ára strákar að keppa, leikmenn á yngra og eldra ári 6. flokks, og strákarnir miklu frjálsari. Gleði og galsi.Orkumótið Í dag er undantekning ef foreldri fylgir ekki barni á mótið. Í mörgum tilfellum eru heilu fjölskyldurnar með í för. Foreldrahópurinn þéttist, böndin í bæjarfélögum og bæjarhlutum styrkist, fólk kynnist og strákarnir að sjálfsögðu líka. Fyrir Internetið voru gefin út dagleg blöð með upplýsingum um úrslit gærdagsins og planið fyrir næsta dag. Skyldulesning fyrir þjálfara til að vita hvert og hvenær ætti að mæta í leikina. Sömuleiðis spennandi lesning fyrir ungu peyjana. Svona blöð biðu leikmanna og þjálfara að morgni hvers dags á Shell-mótinu áður fyrr. Hér má sjá uppgjör á mótinu 1992. Ekki þarf að koma á óvart að Jakob Örn Í KR sigraði í körfuhittni, Guðmundur Stephensen borðtenniskappi og Hlynur Bæringsson körfuboltakempa unnu til verðlauna í að skalla á milli og Davíð Kjartansson skákmaður vann limbókeppnina. Keppnir utan vallar heyra sögunni til. Í dag eru úrslitin svo til uppfærð um leið og leik lýkur. Upplýsingar um mótið eru svo miklar á heimasíðunni að foreldrar leggja sumir hverjir ekkert í að kynna sér málin heldur treysta á næsta foreldri, sem í sumum tilfellum eru að fylgja fjórða stráknum sínum á mótið. Rísandi stjarna í Hafnarfirði Fjölmörg frábær tilþrif sáust á mótinu og er hægt að liggja í brekkunni við Týsvöll eða Þórsvöll, í aðeins meiri golu upp á Helgafellsvelli eða þá í stúkunni á Hásteinsvelli og dást að kappsömum strákunum. Á föstudagskvöldinu fer fram leikur landsliðs og pressuliðs. Hvert félag sendir sinn fulltrúa, yfirleitt besta leikmann liðsins þó á því séu eflaust einhverjar undantekningar, og er þeim dreift í tvö landslið og tvö pressulið. Skotið látið ríða af í landsleik á Hásteinsvelli.Orkumótið Annar leikurinn reyndist leikur kattarins að músinni þar sem pressuliðið með Jón Diego Castillo úr Haukum í broddi fylkingar vann sannfærandi sigur. Jón Diego skoraði fjögur mörk í leiknum og hvíslaði sparkspekingur í stúkunni að FH-ingar færu fljótlega að stela þessum af grönnum sínum. Pressuliðið og landsliðið fagna saman að leik loknum fyrir fullri stúku af öskrandi jafnöldrum.Orkumótið Úrslit fyrri leiksins voru skráð 3-0 en aldrei er skráður meiri munur en þrjú mörk. Hinn leikurinn var mun jafnari og lauk með 3-3 jafntefli. Leikirnir voru sýndir beint og má sjá upptöku af þeim að neðan. Áður fyrr var besti leikmaður Pollamótsins valinn en nú fá tólf leikmenn bikar, viðurkenninguna einn af tólf bestu á mótinu. Arnar Þór Viðarsson núverandi landsliðsþjálfari karla var valinn bestur á mótinu 1988 en Eiður Smári Guðjohsen, núverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari, var markahæstur á mótinu með 27 mörk. Arnar Þór mætti á mótið og heilsaði upp á leikmenn fyrir landsleikina. Var Ásgeir Sigurvinsson í alvörunni til? Fyrir lokadaginn á mótinu var undirritaður í liðsstjórahlutverki. Strákarnir voru einbeittir og á göngu niður á keppnisvöll fyrir fyrsta leik barst talið að Ásgeiri Sigurvinssyni. Allt í lagi, Ásgeir barst ekkert í tal. Liðsstjóranum þótti eðlilegt að á lokadegi, þar sem bikar væri í húfi fengu strákarnir að heyra sögu af goðsögn frá Vestmannaeyjum. Eyjapeyja sem flúði eldgos, fór sem táningur í atvinnumennsku, sleppti legghlífum, var með baráttu og þrek á við heilt lið, spyrnti fastar en Siggi Sveins kastaði handboltanum, háði einvígi við Maradona og óskaleikmaður landsliðsþjálfara heimsmeistaranna. Ásgeir Sigurvinsson fagnar marki Jürgen Klinsmann árið 1987. Fritz Walter skartar glæsilegri mottu og sömuleiðis Günther Schäfer, lengst til hægri.Getty Images/Norbert Försterling „Var þessi gæi í alvörunni til?“ spurði einn pjakkurinn með sínar efasemdir. „Var hann með betri skot en Gylfi?“ spurði annar. „Gylfi getur ekki neitt,“ bætti sá þriðji við og þarf greinilega að fara að skoða nýjar klippur á YouTube og rýna í söguna. Allir voru þó sammála um að spila eins og Ásgeir þennan dag. Ekki að úrslitin segi endilega þá sögu, en það er einmitt málið. Það er eitt að ætla sér, annað að gera. Margir pabbar skildu ekkert í því af hverju strákarnir væru ekkert tilbúnir í leikinn. Eins og þeir væru ekkert gíraðir? Ástæðan? Hún er eiginlega ekkert til. Þetta eru bara tíu ára strákar að spila íþróttina sína eins vel og þeir geta. Ofurstressaði pabbinn hjálpar ekki. Stjörnusigur þrátt fyrir jafntefli Leikmenn voru langflestir til mikillar fyrirmyndar á mótinu þótt einn og einn hafi látið tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur þegar vonbrigðin voru of mikil. Það var þó algjör undantekning ef menn misstu sig vegna ákvarðana dómara eða sýndu grófan leik. Frekar að harðar og heiðarlegar tæklingar sæjust þar sem tæklarinn hugaði að fórnarlambinu og hjálpaði á fætur. Fyrirkomulag mótsins gerir það að verkum að á lokadegi eiga öll lið möguleika á að vinna bikar í sínum styrkleikaflokki. Lið sem gengur illa fyrstu tvo dagana geta verið í dauðafæri á lokadegi að standa uppi sem sigurvegari. Þá skiptir ekki máli hvort þú ert í liði 1 eða liði 12. Bikar er bikar. Garðbæingar í sigurvímu.Orkumótið Úrslitaleikur mótsins, í efsta styrkleikaflokki, var á milli Stjörnunnar og Þórs. Leikurinn var hnífjafn, svo jafn að honum lauk með jafntefli. Á sínum tíma hefði slíkt þýtt vítaspyrnukeppni en reglurnar eru aðrar í dag og nokkuð umdeildar. Stjarnan vann sigur vegna þess að liðið skoraði á undan í leiknum. Vítaspyrnukeppni var tekin af dagskrá fyrir einhverjum árum. Þótti pressan á leikmönnum við slíkar aðstæður óboðlegar fyrir tíu ára gutta. Á því eru skiptar skoðanir eins og svo mörgu. Hins vegar má hrósa drengjunum úr Garðabæ fyrir hófleg fagnaðarlæti miðað við aðstæður á sama tíma og svekkelsi Þórsara var mikið. Ótrúlegur fjöldi veitingastaða á Heimaey Það er ekki hægt að skrifa tvær greinar um heimsóknir til Eyja án þess að minnast á bæinn sjálfan. Eftir að siglingin frá Landeyjum styttist í 35 mínútur er með ólíkindum að Íslendingar séu ekki hreinlega fastagestir í Eyjunni. Á þremur tímum kemstu út í eyju þar sem er nóg að gera fyrir alla í fjölskyldunni. Veitingastaðir eru líklega á annan tug og hver öðrum betri þótt það kosti skildinginn að gera vel við sig í mat og drykk í Heimaey eins og annars staðar. Var gaman á Orkumótinu? Augljóslega.Orkumótið Það er hægt að skella sér í göngu á eldfjall og hita sykurpúða, fara í stórkostlegar fjallgöngur á grænni klettana, spreyta sig í spranginu, skella sér í sund, jafnvel í bíó, Eldfjallasafnið er frábært og svo eru mjaldrarnir tveir sem hægt er að heimsækja. Brugghús er í Eyjunni, ærslabelgur á fallegum stað, tvö bakarí og svo eru rafskútur sem auðvelda fólki að skjótast á milli staða. Hinn fullkomni áfangastaður hvort sem er fyrir fjölskyldur, pör í leit að rómantík eða hópar að efla andann. Starfsfólk á veitingastöðum eru allra þjóða en gestrisni er í fyrirrúmi. Eins og var líka tilfellið þegar kom í ljós í matsal mótsins að einn KR-ingurinn átti tíu ára afmæli. Höfðingjarnir voru ekki lengi að finna til afmæliskökusneið, í formi djúpsteikts skötusels, og með fylgdi afmælissöngur sunginn af vörum liðsfélaga, starfsmanna og annarra liða sem sátu að snæðingi. Algjör gleði hjá þessum unga Vesturbæing.Orkumótið Hver leikmaðurinn á fætur öðrum gerði sér leið að KR-borðinu og óskaði afmælisbarninu til hamingju með daginn. Til fyrirmyndar. Minningar fyrir lífstíð Eftir þrjá keppnisdaga hafa peyjarnir spilað tíu leiki. 90 mínútur hvern dag að frádregnum stuttum pásum á varabekknum. Siglingin heim frá Eyjum á laugardagskvöldinu var stórkostleg. Sólin skein, dauðþreyttir foreldrar gerðu upp helgina og strákarnir vörðu síðustu dropunum af orkunni í spennufalli yfir að ævintýrinu væri að ljúka. Boltinn í öruggum höndum.Orkumótið Orkustigið er ólíkt. Í bílferðinni á leiðinni heim til Reykjavíkur sátu miðverðir KR-1 og KR-2 hlið við hlið. Sá fyrrnefndi blikkaði varla auga á meðan sá síðarnefndi var fljótur að lognast út af. Bestu vinir en ólíkir að ýmsu leyti eins og algengt er. Þannig eru strákarnir þúsund á mótinu. Sumir sofna með fótbolta í fanginu en annar fer til Vestmannaeyja til að vera með vinum sínum. Hann verður hættur í fótbolta í haust og vonandi með fleiri skemmtileg áhugamál til að sinna. Margir halda áfram af krafti og eiga eftir að upplifa fleiri ævintýri á fótboltavellinum. Prúðasta lið mótsins var lið Þróttar Vogum. Orkumótið Allir munu þó eiga það sameiginlegt fyrir lífstíð að hafa verið saman, tíu ára guttar, á Orkumótinu í Vestmannaeyjum. Þeir spörkuðu í boltann, reyndu að standa á trampólíninu í sundinu, prófuðu að spranga, fylltu á tankinn í Höllinni hjá Einsa kalda með Gríms fiskibollum og fiskistöngum, fengu grillaðar samlokur í kvöldsnarl, týndu skónum sínum en fundu þá fljótlega aftur. Allt í bankann sem kenndur er við reynslu. Minningar fyrir lífstíð. Vestmannaeyjar Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum. 14. júní 2021 13:33 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Þessi óhljóð voru sem betur fer undantekning á Orkumóti tíu ára gutta sem lauk í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Óhljóðin fóru samt óskaplega í taugarnar á undirrituðum, og fleirum. Sem betur fer voru þúsund ástæður til að gleðjast á móti. Um þúsund strákar eru nú sólbrúnir og sætir um allt land eftir vel heppnað fótboltamót í mekka 6. flokks karla, Vestmannaeyjum. Einhverjir sigldu heim sigurreifir með bikar en allir með minningar, nokkrum sentímetrum stærri búnir að fylla á reynslubankann. Þvílíka veislan. Framarar fylla á tankinn á milli leikja.Orkumótið Einhverjir lásu grein á þessum sama vettvangi um fótboltasjúka foreldra á TM-móti stúlkna á dögunum. Undirritaður var svo heppinn að vera aðeins tíu daga í borg óttans áður en kom að næsta fótboltamóti, á sama stað og í raun nákvæmlega eins. Eyjamenn eru búnir að fullkomna uppskriftina. Spegilmynd af TM-mótinu Sá grundvallarmunur er á TM-móti stelpna og Orkumóti stráka að stelpurnar eru ári til tveimur eldri en strákarnir. Að öðru leyti fylgja Eyjamenn planinu. Sömu vellir, sömu gististaðir, sami matseðill, sama stærð á fótbolta, sami leiktími og ég gæti haldið lengi áfram. Sama veislan. Einhver myndi mögulega segja að Vestmannaeyjar séu versti staður á Íslandi til að vera á í slæmu veðri. Undirritaður myndi aldrei þora að halda slíku fram en stendur á því fullum fetum að í góðu veðri er líklega hvergi betra að vera. Þessi Eyjapeyi trúir ekki sínum eigin augum.Orkumótið Þá þrjá til fjóra daga sem mótið stóð var sólin tíður gestur, rigningin heimsótti eyjuna til að vökva vellina svo aðstæður til keppni og áhorfs voru þær allra bestu. Karlahellir og kveðja frá Ásdísi Rán Undirbúningur foreldra fyrir Orkumótið hófst á síðasta ári enda barist um gistinguna í Eyjum á boltamótunum. Þökk sé fyrirvaranum og þónokkrum þúsundköllum tryggðu nokkrir foreldrar sér hús í Eyjum, í næsta húsi við Guðbjörgu Matthíasdóttur í Ísfélaginu. Ekki ónýtur nágranni að geta leitað til ef mjólk hefði skort í kaffið. Þórsarar frá Akureyri eru óhræddir að henda sér fyrir boltann. Allt gert til að koma í veg fyrir mark.Orkumótið Fyrst að gistingin kostaði skildinginn þá sáu hinir ótrúlega mörgu veitingastaðir í Eyjunni afar fáar krónur rata í kassann þessa dagana. Vínbúðin, Bónus og Krónan fengu þó nokkrar heimsóknir. Veislumatur var því framreiddur öll kvöldin, öðrum foreldrum var boðið heim og meira að segja nokkrum liðum þegar dauð stund skapaðist. Þannig var nefnilega að í kjallara hússins var karlmannshellir, betur þekktur upp á engilsaxnesku sem „man cave“. Þar var að finna pool-borð, píluspjald, fótboltaspil, bíósæti og skjávarpa. Já, og bar. Á veggjunum héngu svo myndir af rokkurum á borð við liðsmenn Alice in Chains, Kurt Cobain og ein árituð mynd af Ísdrottningunni sjálfri, Ásdísi Rán! Á eftir bolta kemur barn, sérstaklega á fótboltavelli.Orkumótið Við fullorðna fólkið nýttum reyndar hellinn ekki neitt en hann kom sér sannarlega vel fyrir unglingana sem fylgdu hópnum til Eyja. Tilneyddir og úrkula vonar að nokkuð skemmtilegt væri að gera, nema koma sér fyrir í sófa með síma. Vopnuð hlaupahjólum gátu þau hins vegar brugðið sér í gervi landkönnuða, farið vítt og breitt um Eyjuna milli þess sem 70 mínútur fóru í tækið eða pool-kjuðarnir voru mundaðir. Eini hálftími undirritaðs í hellinum var hálftíminn sem fór í að ryksuga snakkið sem tíu ára drengjum hafði tekist að dreifa í hvert horn, líkt og um skipulagða aðgerð væri að ræða. Eðlilega að hugsa um annað en snyrtimennsku í slíkum ævintýrahelli. Athyglin af leiknum vegna flugelda En já, ferðin snýst víst um fótbolta. KR-ingar voru mættir til Eyja til að rústa hinum liðunum. Það átti þó eftir að koma í ljós að fleiri lið voru mætt í svipuðum erindagjörðum. Ferðin með Herjólfi gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Einn kastaði upp og annar varð fyrir því óláni að verða kastað upp á; já leikmaður annars liðs kastaði upp á hann. Ekki var um taktískan leik að ræða til að koma mögulegum andstæðingi úr jafnvægi en auðvitað ekki draumabyrjun á ferðalaginu til Eyja. Þá var gott að mamma og pabbi voru á svæðinu með hrein föt til skiptana auk þess sem KR-ingurinn ungi kallar ekki allt ömmu sína, enda ættaður úr Eyjum. Eftir að hafa farið í siglingu og sund fyrsta daginn, og smakkað á dýrindis hakkbollum í Höllinni var komið að fyrsta leikdegi. Eyjamótin eru sniðug að því leyti að reynt er að finna öllum liðum andstæðinga við hæfi. Eins og í flestu er ekki hægt að gera öllum til hæfis. Þannig var til dæmis KR-2 meðal liða sem voru færð upp í flokk með liðum sem skráð voru í fyrsta styrkleikaflokk, til að fá réttan fjölda liða í hvern styrkleikaflokk. Flugeldasýning þegar flautað var til leiks eftir hádegi á fyrsta keppnisdegi.Orkumótið Þetta er vandasamt verk enda þarf hver þjálfari að meta styrkleika síns liðs, meta hvort liðið ætti frekar að færast upp eða niður, og svo kemur í hlut mótstjórnar að raða liðunum endanlega. Eyjamenn gera hlutina með látum og augnablikum eftir að flautað hafði verið til leiks á Týsvelli fór í gang flugeldasýning í fellinu við hliðina á. Tíu ára strákar hafa margir hverjir ekki minni áhuga á sprengingum og látum en fótbolta svo í augnablik gleymdu nokkrir stund og stað, og þeirri staðreynd að leikmaður í hinu liðinu var að komast í dauðafæri á meðan varnarmaðurinn dáðist að flugeldasýningunni. En svo lauk henni og fókusinn færðist á leikinn. Dúðuðu börnin Sterkustu lið Fylkis, Njarðvíkur og Aftureldingar reyndust of stór biti fyrir næststerkasta lið KR-inga. Einn áhugaverðan mun mátti sjá á liði KR og hinum. Í fyrsta leik gegn Fylki voru allir leikmenn Fylkis í stuttbuxum og keppnistreyju á meðan lúxusdrengirnir úr Vesturbæ voru svo til allir sem einn í innanundirbuxum og -treyju en einnig með grifflur, húfur og jafnvel buff! Tilefnið var ekki að buffkóngurinn sjálfur, Guðni forseti, var í næsta nágrenni að hvetja Álftnesinga. En börn sem fullorðnir læra af reynslunni og fækkuðu drengirnir fötum fyrir næsta leik, enda rjómablíða. Augun á boltanum þegar spyrnt er frá marki.Orkumótið Þrjú töp fyrsta daginn þýðir að lið færist niður um styrkleikaflokk og fær andstæðing nær liðinu í getu næsta dag. Lið sem er mögulega skráð til leiks í of lágan styrkleikaflokk og rúllar upp leikjum fyrsta daginn eiga von á erfiðum næsta degi. Foreldrar og þjálfarar vilja ekkert meira en jafna leiki, reyndar þar sem liðið þeirra vinnur en það er önnur saga. Það er ömurlegt að horfa upp á liðum sínum slátrað og sömuleiðis óþægilegt að vinna leiki alltof stórt. Jafnir leikir eru óskaleikir. Galandi í útilegustól Í Vestmannaeyjum spurðu nokkrir foreldrar hvort það væri mun að finna á pæjumótinu á dögunum og svo þessu peyjamóti. Hvort undirritaður sæi einhvern mun. Fyrir utan mun á veðrinu þá var eiginlega aðeins eitt sem kom upp í hugann. Kappsamari pabbar á strákamótinu. Það má ekki skilja svo að foreldrar hafi verið sér til skammar í Eyjum. Ekki í hópum að minnsta kosti. Það er samt alveg magnað hvað sumir leyfa sér í stúkunni. Ein öskrandi górilla er mér ofarlega í huga. Skagamenn og Eyjamenn berjast um boltann á Hásteinsvelli þar sem liðin hafa háð sögufræga leiki í meistaraflokki.Orkumótið Viðkomandi horfði á sitt lið, yfirspenntur og upptjúnaður. Foreldrar eru hvattir til að hvetja lið sín til dáða, í blíðu og stríðu, og langflestir gera það vel. Þú styður liðið, ekki einstaklinga. Hvetur þá áfram en lætur þjálfara um leikinn sjálfan. Hljómar ansi hreint einfalt. Almenn skynsemi er ekkert svo almenn, sagði Voltaire. Orð að sönnu. Hvað ertu að gera drengur? Pabbarnir eru miklu verri en mömmurnar. Sófasérfræðingarnir. Sumir sannfærðir um að þeir vita meira en þjálfarinn, og þurfa að miðla af þekkingu sinni. Fyllast hræðslu þegar þeir sjá að leikmenn liðsins gætu verið að gleyma sér eitt augnablik, gera mistök, taka rangar ákvarðanir sem gætu kostað liðið mark, eða sigur. Fyrrnefnd fótboltagórilla sat í útilegustól og reif sig reglulega upp úr stólnum til að garga inn á liðið, svo hátt að ætla mætti að lífið lægi við. Einhver var ekki að dekka, einhver var næstum því búinn að tapa boltanum til andstæðinganna og já, bara hitt liðið var í sókn. Það þurfti ekki meira til. Strákarnir sýndu frábær tilþrif í Eyjum.Orkumótið „NEI NEI NEI!“ „SKJÓTTU SKJÓTTU SKJÓTTU SKJÓTTU!!!!“ „GEFÐU BOLTANN!“ „DÚNDRAÐU HONUM Í BURTU!“ „NEI, HVAÐ ERTU AÐ GERA?“ Þessi gæi stóð alveg örugglega í þeirri merkingu að gengi liðsins væri að stóru leyti undir honum komið. Ef hann næði ekki að leiðbeina strákunum á nokkurra sekúndna fresti þá gæti leikurinn tapast. Tíu ára strákar í fótboltaævintýri Það er með ólíkindum að enginn úr foreldrahópi viðkomandi liðs hafi sagt eitthvað. Hefði maður sjálfur átt að ræða við hann? Líklega, en það hefði örugglega verið tal fyrir daufum eyrum. Fleiri foreldrar mættu taka til hjá sér. Einn tíu ára strákur mætti svo yfirspenntur í fyrsta leik á mótinu að eftir þrjár mínútur höfðu nokkrir andstæðinganna fengið að kenna á honum, einn svo illa að farið var með hann upp á sjúkrahús eftir sólatæklingu í nára. Þjálfari hins kappsama drengs tók hann út af, líklega svo hann myndi læra af reynslunni, en þá stóð ekki á föður hans. Sá rölti hringinn, yfir til þjálfara og leikmanns, ræddi við hann og skömmu síðar var hinn ungi kominn inn á. Ekki þurfti að flytja fleiri á sjúkrahús en fannst mörgum áhorfendum sem drengurinn ungi væri vanstilltur; leikur hans þótti svo grófur. Eitt foreldri vatt sér til föður drengsins og spurði hvort ekki væri ráð að ræða við hann áður en illa færi. Ekki stóð á svörum. „Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ Það heyrðist í fleiri foreldrum á mótinu þótt fyrrnefndir einstaklingar hafi vakið mesta athygli undirritaðs. Hrópandi leiðbeiningar, í góðri trú inn til strákanna sinna. Fussa og sveia yfir því að þessi sýni ekki nógu mikla baráttu og hinn negli ekki nógu fast á markið. Skíthræddir við tap og hvetja strákana til að dúndra boltanum í burtu, lúðra honum fram, í stað þess að reyna að senda á samherja. Haukar fagna á iðagrænu grasinu í Eyjum.Orkumótið Einu má ekki gleyma. Þetta eru tíu ára strákar. Í fótboltaævintýri í Vestmannaeyjum. Stressaðir, spenntir og ætla sér stóra hluti. Leiðbeiningar og skipanir frá foreldrum, á háa c-inu, eru hins vegar að mati undirritaðs miklu líklegri til að auka pressuna, rugla þá í ríminu og í versta falli skammast einhverjir sín fyrir öskrin. Það hefði undirritaður gert en svo langt er um liðið frá Shell-mótinu 1992 að foreldrar voru ekki farnir að mæta til Eyja nema í undantekningartilfellum. Rétt er að taka fram að langflestir foreldrar studdu lið sín af fagmennsku, hvöttu strákana sama hvort blés með eða á móti. Leyfðu drengjunum að spila sinn leik, vinna sín afrek og gera sín mistök. Leiðbeiningar til foreldra Íþróttafélögin á landinu eru mörg hver með leiðbeiningar til foreldra um hvernig þeir eigi að hegða sér á leikjum. að neðan má sjá dæmi um slíkt hjá KA á Akureyri og KR í Reykjavík. KA Á leikjum er mikilvægt að foreldrar hvetji lið barna sinna jafnt í meðbyr sem mótbyr, komi ekki með aðfinnslur, hvorki á leik liðsins í heild né einstaka leikmenn. Það á að vera sameiginlegt verkefni iðkenda, þjálfara og foreldra að börnin leggi sig fram og umgangist dómara mótherja og samherja af virðingu. KR Á leikjum óskum við eftir að foreldrar hvetji liðið jafnt í meðbyr sem mótbyr, komi ekki með aðfinnslur, hvorki á leik liðsins í heild né einstakra leikmanna, verði börnum sínum fyrirmynd í því að taka ósigri af æðruleysi og sigri hrokalaust, sýni andstæðingum og dómurum kurteisi og aðstoði þjálfarana sé þess óskað. Skráningu marka breytt vegna tuðandi pabba Föstudagsmorguninn í Eyjum barst óvæntur tölvupóstur. Jónas Sigurðsson, fyrrverandi mótsstjóri Orkumótsins til margra ára, vildi þakka fyrir umfjöllun um Pæjumótið á dögunum. Ánægður að stúlkunum væri gert hátt undir höfði. En þar með var ekki öll sagan sögð. Hann spurði hvort það gæti passað að undirritaður hefði spilað í B-liði KR 1992? Hann var líka með fjölda leikja og marka á hreinu. Ekki nóg með það heldur spurði hann hvort ekki hefði verið leikmaður í A-liðinu sem hefði raðað inn mörkunum og síðar snúið sér að körfubolta. Það stemmdi heldur betur. Þar var á ferðinni Jakob Örn Sigurðarson, jafnaldri undirritaðs úr Vesturbænum og fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta. Seinna um daginn mætti Jónas í brekkuna, kynnti sig og sagði pollamótssögur. Nefndi hann að öll tölfræði hefði verið skráð árum saman, hver einasti markaskorari en svo gáfust þeir upp. Hvers vegna? Jakob Örn raðaði inn mörkunum á Shell-mótinu 1992. Hann átti síðar eftir að snúa sér alfarið að körfuboltanum með góðum árangri.Vísir/Bára Dröfn Jú, æstir fótboltapabbar gerðu sér reglulega leið inn á skrifstofu mótsstjórnar ósáttir við skráningu marka. Mark hefði verið skráð sjálfsmark en hefði átt að vera skráð á Sigga son þeirra. Tóm leiðindi. Svo skráningu marka var hætt. Fjölskylduferðir Margt hefur breyst á pollamótinu frá því fyrsta árið 1984. Á því ári fæddist einmitt landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson, búsettur á Ítalíu, en mætti með son sinn á mótið í ár. Þeir eru ófáir tíu ára íslensku strákarnir búsettir erlendis sem er flogið heim til Íslands á hverju ári til að taka þátt í mótinu. Fyrstu 15-20 árin voru það aðeins þjálfarar og örfáir foreldrar sem fylgdu liðunum til Eyja. Mótin voru fámennari, þá voru bæði níu og tíu ára strákar að keppa, leikmenn á yngra og eldra ári 6. flokks, og strákarnir miklu frjálsari. Gleði og galsi.Orkumótið Í dag er undantekning ef foreldri fylgir ekki barni á mótið. Í mörgum tilfellum eru heilu fjölskyldurnar með í för. Foreldrahópurinn þéttist, böndin í bæjarfélögum og bæjarhlutum styrkist, fólk kynnist og strákarnir að sjálfsögðu líka. Fyrir Internetið voru gefin út dagleg blöð með upplýsingum um úrslit gærdagsins og planið fyrir næsta dag. Skyldulesning fyrir þjálfara til að vita hvert og hvenær ætti að mæta í leikina. Sömuleiðis spennandi lesning fyrir ungu peyjana. Svona blöð biðu leikmanna og þjálfara að morgni hvers dags á Shell-mótinu áður fyrr. Hér má sjá uppgjör á mótinu 1992. Ekki þarf að koma á óvart að Jakob Örn Í KR sigraði í körfuhittni, Guðmundur Stephensen borðtenniskappi og Hlynur Bæringsson körfuboltakempa unnu til verðlauna í að skalla á milli og Davíð Kjartansson skákmaður vann limbókeppnina. Keppnir utan vallar heyra sögunni til. Í dag eru úrslitin svo til uppfærð um leið og leik lýkur. Upplýsingar um mótið eru svo miklar á heimasíðunni að foreldrar leggja sumir hverjir ekkert í að kynna sér málin heldur treysta á næsta foreldri, sem í sumum tilfellum eru að fylgja fjórða stráknum sínum á mótið. Rísandi stjarna í Hafnarfirði Fjölmörg frábær tilþrif sáust á mótinu og er hægt að liggja í brekkunni við Týsvöll eða Þórsvöll, í aðeins meiri golu upp á Helgafellsvelli eða þá í stúkunni á Hásteinsvelli og dást að kappsömum strákunum. Á föstudagskvöldinu fer fram leikur landsliðs og pressuliðs. Hvert félag sendir sinn fulltrúa, yfirleitt besta leikmann liðsins þó á því séu eflaust einhverjar undantekningar, og er þeim dreift í tvö landslið og tvö pressulið. Skotið látið ríða af í landsleik á Hásteinsvelli.Orkumótið Annar leikurinn reyndist leikur kattarins að músinni þar sem pressuliðið með Jón Diego Castillo úr Haukum í broddi fylkingar vann sannfærandi sigur. Jón Diego skoraði fjögur mörk í leiknum og hvíslaði sparkspekingur í stúkunni að FH-ingar færu fljótlega að stela þessum af grönnum sínum. Pressuliðið og landsliðið fagna saman að leik loknum fyrir fullri stúku af öskrandi jafnöldrum.Orkumótið Úrslit fyrri leiksins voru skráð 3-0 en aldrei er skráður meiri munur en þrjú mörk. Hinn leikurinn var mun jafnari og lauk með 3-3 jafntefli. Leikirnir voru sýndir beint og má sjá upptöku af þeim að neðan. Áður fyrr var besti leikmaður Pollamótsins valinn en nú fá tólf leikmenn bikar, viðurkenninguna einn af tólf bestu á mótinu. Arnar Þór Viðarsson núverandi landsliðsþjálfari karla var valinn bestur á mótinu 1988 en Eiður Smári Guðjohsen, núverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari, var markahæstur á mótinu með 27 mörk. Arnar Þór mætti á mótið og heilsaði upp á leikmenn fyrir landsleikina. Var Ásgeir Sigurvinsson í alvörunni til? Fyrir lokadaginn á mótinu var undirritaður í liðsstjórahlutverki. Strákarnir voru einbeittir og á göngu niður á keppnisvöll fyrir fyrsta leik barst talið að Ásgeiri Sigurvinssyni. Allt í lagi, Ásgeir barst ekkert í tal. Liðsstjóranum þótti eðlilegt að á lokadegi, þar sem bikar væri í húfi fengu strákarnir að heyra sögu af goðsögn frá Vestmannaeyjum. Eyjapeyja sem flúði eldgos, fór sem táningur í atvinnumennsku, sleppti legghlífum, var með baráttu og þrek á við heilt lið, spyrnti fastar en Siggi Sveins kastaði handboltanum, háði einvígi við Maradona og óskaleikmaður landsliðsþjálfara heimsmeistaranna. Ásgeir Sigurvinsson fagnar marki Jürgen Klinsmann árið 1987. Fritz Walter skartar glæsilegri mottu og sömuleiðis Günther Schäfer, lengst til hægri.Getty Images/Norbert Försterling „Var þessi gæi í alvörunni til?“ spurði einn pjakkurinn með sínar efasemdir. „Var hann með betri skot en Gylfi?“ spurði annar. „Gylfi getur ekki neitt,“ bætti sá þriðji við og þarf greinilega að fara að skoða nýjar klippur á YouTube og rýna í söguna. Allir voru þó sammála um að spila eins og Ásgeir þennan dag. Ekki að úrslitin segi endilega þá sögu, en það er einmitt málið. Það er eitt að ætla sér, annað að gera. Margir pabbar skildu ekkert í því af hverju strákarnir væru ekkert tilbúnir í leikinn. Eins og þeir væru ekkert gíraðir? Ástæðan? Hún er eiginlega ekkert til. Þetta eru bara tíu ára strákar að spila íþróttina sína eins vel og þeir geta. Ofurstressaði pabbinn hjálpar ekki. Stjörnusigur þrátt fyrir jafntefli Leikmenn voru langflestir til mikillar fyrirmyndar á mótinu þótt einn og einn hafi látið tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur þegar vonbrigðin voru of mikil. Það var þó algjör undantekning ef menn misstu sig vegna ákvarðana dómara eða sýndu grófan leik. Frekar að harðar og heiðarlegar tæklingar sæjust þar sem tæklarinn hugaði að fórnarlambinu og hjálpaði á fætur. Fyrirkomulag mótsins gerir það að verkum að á lokadegi eiga öll lið möguleika á að vinna bikar í sínum styrkleikaflokki. Lið sem gengur illa fyrstu tvo dagana geta verið í dauðafæri á lokadegi að standa uppi sem sigurvegari. Þá skiptir ekki máli hvort þú ert í liði 1 eða liði 12. Bikar er bikar. Garðbæingar í sigurvímu.Orkumótið Úrslitaleikur mótsins, í efsta styrkleikaflokki, var á milli Stjörnunnar og Þórs. Leikurinn var hnífjafn, svo jafn að honum lauk með jafntefli. Á sínum tíma hefði slíkt þýtt vítaspyrnukeppni en reglurnar eru aðrar í dag og nokkuð umdeildar. Stjarnan vann sigur vegna þess að liðið skoraði á undan í leiknum. Vítaspyrnukeppni var tekin af dagskrá fyrir einhverjum árum. Þótti pressan á leikmönnum við slíkar aðstæður óboðlegar fyrir tíu ára gutta. Á því eru skiptar skoðanir eins og svo mörgu. Hins vegar má hrósa drengjunum úr Garðabæ fyrir hófleg fagnaðarlæti miðað við aðstæður á sama tíma og svekkelsi Þórsara var mikið. Ótrúlegur fjöldi veitingastaða á Heimaey Það er ekki hægt að skrifa tvær greinar um heimsóknir til Eyja án þess að minnast á bæinn sjálfan. Eftir að siglingin frá Landeyjum styttist í 35 mínútur er með ólíkindum að Íslendingar séu ekki hreinlega fastagestir í Eyjunni. Á þremur tímum kemstu út í eyju þar sem er nóg að gera fyrir alla í fjölskyldunni. Veitingastaðir eru líklega á annan tug og hver öðrum betri þótt það kosti skildinginn að gera vel við sig í mat og drykk í Heimaey eins og annars staðar. Var gaman á Orkumótinu? Augljóslega.Orkumótið Það er hægt að skella sér í göngu á eldfjall og hita sykurpúða, fara í stórkostlegar fjallgöngur á grænni klettana, spreyta sig í spranginu, skella sér í sund, jafnvel í bíó, Eldfjallasafnið er frábært og svo eru mjaldrarnir tveir sem hægt er að heimsækja. Brugghús er í Eyjunni, ærslabelgur á fallegum stað, tvö bakarí og svo eru rafskútur sem auðvelda fólki að skjótast á milli staða. Hinn fullkomni áfangastaður hvort sem er fyrir fjölskyldur, pör í leit að rómantík eða hópar að efla andann. Starfsfólk á veitingastöðum eru allra þjóða en gestrisni er í fyrirrúmi. Eins og var líka tilfellið þegar kom í ljós í matsal mótsins að einn KR-ingurinn átti tíu ára afmæli. Höfðingjarnir voru ekki lengi að finna til afmæliskökusneið, í formi djúpsteikts skötusels, og með fylgdi afmælissöngur sunginn af vörum liðsfélaga, starfsmanna og annarra liða sem sátu að snæðingi. Algjör gleði hjá þessum unga Vesturbæing.Orkumótið Hver leikmaðurinn á fætur öðrum gerði sér leið að KR-borðinu og óskaði afmælisbarninu til hamingju með daginn. Til fyrirmyndar. Minningar fyrir lífstíð Eftir þrjá keppnisdaga hafa peyjarnir spilað tíu leiki. 90 mínútur hvern dag að frádregnum stuttum pásum á varabekknum. Siglingin heim frá Eyjum á laugardagskvöldinu var stórkostleg. Sólin skein, dauðþreyttir foreldrar gerðu upp helgina og strákarnir vörðu síðustu dropunum af orkunni í spennufalli yfir að ævintýrinu væri að ljúka. Boltinn í öruggum höndum.Orkumótið Orkustigið er ólíkt. Í bílferðinni á leiðinni heim til Reykjavíkur sátu miðverðir KR-1 og KR-2 hlið við hlið. Sá fyrrnefndi blikkaði varla auga á meðan sá síðarnefndi var fljótur að lognast út af. Bestu vinir en ólíkir að ýmsu leyti eins og algengt er. Þannig eru strákarnir þúsund á mótinu. Sumir sofna með fótbolta í fanginu en annar fer til Vestmannaeyja til að vera með vinum sínum. Hann verður hættur í fótbolta í haust og vonandi með fleiri skemmtileg áhugamál til að sinna. Margir halda áfram af krafti og eiga eftir að upplifa fleiri ævintýri á fótboltavellinum. Prúðasta lið mótsins var lið Þróttar Vogum. Orkumótið Allir munu þó eiga það sameiginlegt fyrir lífstíð að hafa verið saman, tíu ára guttar, á Orkumótinu í Vestmannaeyjum. Þeir spörkuðu í boltann, reyndu að standa á trampólíninu í sundinu, prófuðu að spranga, fylltu á tankinn í Höllinni hjá Einsa kalda með Gríms fiskibollum og fiskistöngum, fengu grillaðar samlokur í kvöldsnarl, týndu skónum sínum en fundu þá fljótlega aftur. Allt í bankann sem kenndur er við reynslu. Minningar fyrir lífstíð.
Leiðbeiningar til foreldra Íþróttafélögin á landinu eru mörg hver með leiðbeiningar til foreldra um hvernig þeir eigi að hegða sér á leikjum. að neðan má sjá dæmi um slíkt hjá KA á Akureyri og KR í Reykjavík. KA Á leikjum er mikilvægt að foreldrar hvetji lið barna sinna jafnt í meðbyr sem mótbyr, komi ekki með aðfinnslur, hvorki á leik liðsins í heild né einstaka leikmenn. Það á að vera sameiginlegt verkefni iðkenda, þjálfara og foreldra að börnin leggi sig fram og umgangist dómara mótherja og samherja af virðingu. KR Á leikjum óskum við eftir að foreldrar hvetji liðið jafnt í meðbyr sem mótbyr, komi ekki með aðfinnslur, hvorki á leik liðsins í heild né einstakra leikmanna, verði börnum sínum fyrirmynd í því að taka ósigri af æðruleysi og sigri hrokalaust, sýni andstæðingum og dómurum kurteisi og aðstoði þjálfarana sé þess óskað.
Vestmannaeyjar Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum. 14. júní 2021 13:33 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum. 14. júní 2021 13:33