Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2021 08:25 Stefan Löfven á blaðamannafundi sínum í morgun. EPA Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. Það kemur nú í hlut Andreas Norlén, forseta sænska þingsins, að ræða við formenn flokka og veita þeim umboð til stjórnarmyndunar sem hann telur eiga mesta möguleika að mynda nýja stjórn. Norlén getur fjórum sinnum veitt formönnum umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Meirihluti sænska þingsins greiddi síðastliðinn mánudag atkvæði með vantrausti á Löfven og stjórn hans. Frestur Löfvens til að tilkynna um næstu skref hefði runnið út á miðnætti í kvöld, en hann stóð frammi fyrir tveimur kostum; annað hvort að boða til aukakosninga sem fram færu á næstu þremur mánuðum eða þá að segja af sér og að í kjölfarið yrðu gerðar tilraunir að mynda nýja stjórn. Ekki Svíþjóð fyrir bestu að boða til aukakosninga Löfven sagði á blaðamannafundinum í morgun að hann hafi ætíð haft það að leiðarljósi að gera það sem hann telji best fyrir Svíþjóð. Það sé sannfæring hans, að í miðjum heimsfaraldri og þegar rúmt ár er til þingkosninga, að aukakosningar sé ekki það sem sé best fyrir Svíþjóð. Því hafi hann ákveðið að segja af sér og að tilraunir verði gerðar til að mynda nýja stjórn. Hefði verið boðað til aukakosninga hefðu þingkosningar munu engu að síður farið fram í Svíþjóð í september 2022. Aukakosningar hafa ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. 175 þingmenn þarf Ný stjórn þarf að njóta stuðnings í það minnsta 175 þingmanna, en alls greiddi 181 þingmaður atkvæði með vantrausti síðastliðinn mánudag. Alls eiga 349 þingmenn sæti á sænska þinginu. Viðræður hafa átt sér stað síðustu daga og hefur spjótum verið sérstaklega beint að Miðflokknum, sem vill helst sjá myndun nýrrar stjórnar með flokkum á miðju stjórnmálanna. Annie Lööf, formaður Miðflokksins, segist hafna því að hleypa flokkunum yst á hinu pólitíska rófi – Svíþjóðardemókrötum og Vinstriflokknum – að stjórn landsins. Hvað gerir Miðflokkurinn? Eftir kosningarnar 2018 og langar stjórnarmyndunarviðræður valdi Miðflokkurinn, ásamt Frjálslyndum að verja ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokks Löfvens og Græningja falli. Sú stjórn var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi ekki greiða atkvæði með vantrausti, sem gerðist þó einmitt í síðustu viku. Vinstriflokkurinn sagðist þá ekki geta sætt sig við ákvörðun ríkisstjórnar Löfvens um að aflétta takmarkanir á hámarksleiguverð í nýju húsnæði. Löfven hefur verið forsætisráðherra frá 2014. Svíþjóð Tengdar fréttir Komið að ögurstund hjá Löfven Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Frestur hans til að tilkynna um næstu skref í kjölfar þess að þingið samþykkti vantraust á hann og ríkisstjórnina rennur út á miðnætti. 28. júní 2021 07:36 Sænska stjórnin fallin Vantrauststilllaga á hendur Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og ríkisstjórn hans var samþykkt á sænska þinginu. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem vantrausti er lýst á forsætisráðherra Svíþjóðar. 21. júní 2021 08:57 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Það kemur nú í hlut Andreas Norlén, forseta sænska þingsins, að ræða við formenn flokka og veita þeim umboð til stjórnarmyndunar sem hann telur eiga mesta möguleika að mynda nýja stjórn. Norlén getur fjórum sinnum veitt formönnum umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Meirihluti sænska þingsins greiddi síðastliðinn mánudag atkvæði með vantrausti á Löfven og stjórn hans. Frestur Löfvens til að tilkynna um næstu skref hefði runnið út á miðnætti í kvöld, en hann stóð frammi fyrir tveimur kostum; annað hvort að boða til aukakosninga sem fram færu á næstu þremur mánuðum eða þá að segja af sér og að í kjölfarið yrðu gerðar tilraunir að mynda nýja stjórn. Ekki Svíþjóð fyrir bestu að boða til aukakosninga Löfven sagði á blaðamannafundinum í morgun að hann hafi ætíð haft það að leiðarljósi að gera það sem hann telji best fyrir Svíþjóð. Það sé sannfæring hans, að í miðjum heimsfaraldri og þegar rúmt ár er til þingkosninga, að aukakosningar sé ekki það sem sé best fyrir Svíþjóð. Því hafi hann ákveðið að segja af sér og að tilraunir verði gerðar til að mynda nýja stjórn. Hefði verið boðað til aukakosninga hefðu þingkosningar munu engu að síður farið fram í Svíþjóð í september 2022. Aukakosningar hafa ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. 175 þingmenn þarf Ný stjórn þarf að njóta stuðnings í það minnsta 175 þingmanna, en alls greiddi 181 þingmaður atkvæði með vantrausti síðastliðinn mánudag. Alls eiga 349 þingmenn sæti á sænska þinginu. Viðræður hafa átt sér stað síðustu daga og hefur spjótum verið sérstaklega beint að Miðflokknum, sem vill helst sjá myndun nýrrar stjórnar með flokkum á miðju stjórnmálanna. Annie Lööf, formaður Miðflokksins, segist hafna því að hleypa flokkunum yst á hinu pólitíska rófi – Svíþjóðardemókrötum og Vinstriflokknum – að stjórn landsins. Hvað gerir Miðflokkurinn? Eftir kosningarnar 2018 og langar stjórnarmyndunarviðræður valdi Miðflokkurinn, ásamt Frjálslyndum að verja ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokks Löfvens og Græningja falli. Sú stjórn var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi ekki greiða atkvæði með vantrausti, sem gerðist þó einmitt í síðustu viku. Vinstriflokkurinn sagðist þá ekki geta sætt sig við ákvörðun ríkisstjórnar Löfvens um að aflétta takmarkanir á hámarksleiguverð í nýju húsnæði. Löfven hefur verið forsætisráðherra frá 2014.
Svíþjóð Tengdar fréttir Komið að ögurstund hjá Löfven Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Frestur hans til að tilkynna um næstu skref í kjölfar þess að þingið samþykkti vantraust á hann og ríkisstjórnina rennur út á miðnætti. 28. júní 2021 07:36 Sænska stjórnin fallin Vantrauststilllaga á hendur Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og ríkisstjórn hans var samþykkt á sænska þinginu. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem vantrausti er lýst á forsætisráðherra Svíþjóðar. 21. júní 2021 08:57 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Komið að ögurstund hjá Löfven Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Frestur hans til að tilkynna um næstu skref í kjölfar þess að þingið samþykkti vantraust á hann og ríkisstjórnina rennur út á miðnætti. 28. júní 2021 07:36
Sænska stjórnin fallin Vantrauststilllaga á hendur Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og ríkisstjórn hans var samþykkt á sænska þinginu. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem vantrausti er lýst á forsætisráðherra Svíþjóðar. 21. júní 2021 08:57