Þjálfari Glódísar Perlu tekur við Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2021 13:31 Jonas Eidevall er nýr þjálfari Arsenal. Roland Krivec/Getty Images Kvennalið Arsenal hefur tilkynnt Jonas Eidevall sem nýjan þjálfara liðsins. Hann hefur stýrt liði Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin ár en landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir spilar með liðinu. Hin 32 ára gamla Renée Slegers, fyrrverandi landsliðskona Hollands, tekur við Rosengård. Hún hefur þjálfað varalið Rosengård, sem er í þriðju efstu deild, síðasta árið og einnig verið þjálfari sænska U23-landsliðsins. Hún stýrði LB07 í sænsku úrvalsdeildinni árið 2019. Eidevall er 38 ára gamall Svíi sem hefur verið viðloðinn þjálfun frá því hann var aðeins 23 ára. Hann kom fyrst til Rosengård sem aðstoðarþjálfari en tók síðar við stöðu aðalþjálfara. Undir hans stjórn varð liðið sænskur meistari árin 2013 og 2014. Hann var aðstoðarþjálfari Henriks Larsson hjá karlaliði Helsingborg í stuttan tíma áður en hann tók við Rosengård á nýjan leik. Undir hans stjórn vann liðið bikarinn 2018 og deildina ári síðar. Þá hefur liðið farið frábærlega af stað í ár og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með níu sigra og eitt jafntefli að loknum 10 leikjum. Arsenal – sem endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð – hefur verið í þjálfaraleit síðan Joe Montemurro sagði starfi sínu lausu til að taka við Juventus. „Arsenal á sér ríka sögu, um er að ræða sigursælasta kvennalið Englands og ég vil bæta við þá sögu. Það er mjög mikilvægt að við vinnum en það er mikilvægara að við virðum gildi og merki félagsins dag frá degi. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Eidevall eftir að ráðningin var staðfest. Introducing our new head coach Welcome to The Arsenal, Jonas Eidevall — Arsenal Women (@ArsenalWFC) June 28, 2021 Hans bíður verðugt verkefni en hann þarf að byrja á að sannfæra Vivianne Miedema um að vera áfram í herbúðum liðsins. Eftir það þarf að tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og svo að berjast við Chelsea og Manchester City um Englandsmeistaratitilinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Hin 32 ára gamla Renée Slegers, fyrrverandi landsliðskona Hollands, tekur við Rosengård. Hún hefur þjálfað varalið Rosengård, sem er í þriðju efstu deild, síðasta árið og einnig verið þjálfari sænska U23-landsliðsins. Hún stýrði LB07 í sænsku úrvalsdeildinni árið 2019. Eidevall er 38 ára gamall Svíi sem hefur verið viðloðinn þjálfun frá því hann var aðeins 23 ára. Hann kom fyrst til Rosengård sem aðstoðarþjálfari en tók síðar við stöðu aðalþjálfara. Undir hans stjórn varð liðið sænskur meistari árin 2013 og 2014. Hann var aðstoðarþjálfari Henriks Larsson hjá karlaliði Helsingborg í stuttan tíma áður en hann tók við Rosengård á nýjan leik. Undir hans stjórn vann liðið bikarinn 2018 og deildina ári síðar. Þá hefur liðið farið frábærlega af stað í ár og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með níu sigra og eitt jafntefli að loknum 10 leikjum. Arsenal – sem endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð – hefur verið í þjálfaraleit síðan Joe Montemurro sagði starfi sínu lausu til að taka við Juventus. „Arsenal á sér ríka sögu, um er að ræða sigursælasta kvennalið Englands og ég vil bæta við þá sögu. Það er mjög mikilvægt að við vinnum en það er mikilvægara að við virðum gildi og merki félagsins dag frá degi. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Eidevall eftir að ráðningin var staðfest. Introducing our new head coach Welcome to The Arsenal, Jonas Eidevall — Arsenal Women (@ArsenalWFC) June 28, 2021 Hans bíður verðugt verkefni en hann þarf að byrja á að sannfæra Vivianne Miedema um að vera áfram í herbúðum liðsins. Eftir það þarf að tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og svo að berjast við Chelsea og Manchester City um Englandsmeistaratitilinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira