„Ég held að við eigum eftir að sjá meira af þessu“ Atli Ísleifsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. júní 2021 11:36 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir rannsóknir benda til að bólusettir smiti frá sér í minna mæli en aðrir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að smitin fimm sem greindust innanlands um helgina séu ekki þessi hefðbundnu innanlandssmit sem við höfum verið að sjá. „Þetta eru ferðamenn sem koma hér inn og eru að fá vottorð á leiðinni út úr landinu og greinast þá jákvæð.“ Þórólfur telur að við munum sjá meira af innanlandssmitum sem þessum á næstu misserum. „Sérstaklega núna þegar við ætlum að hætta að taka vottorð af þessum… Margt af þessu fólki er bólusett og var neikvætt við komuna hingað og hefur tekið í sig veiruna á leiðinni hingað. Við vitum að bólusettir geta tekið veiruna. Þetta er fólk með lítil eða engin einkenni og er þar með að greinast í þessum rútínuprófum áður en þau fara úr landi. Þau komast þar af leiðandi ekki úr landi, af því að þau eru jákvæð og þurfa þá að dúsa hér í einangrun.“ Smita minna úr frá sér en aðrir Þórólfur segist ekki hafa miklar áhyggjur, en auðvitað viti maður ekki almennilega hvernig bólusettir dreifi veirunni. „Það eru rannsóknir erlendis frá sem sýna að bólusettir sem taka veiruna smita miklu minna út frá sér en aðrir. En það verður eiginlega bara að koma í ljós. Það mun því reyna á þetta ónæmi í samfélaginu hér hvernig það verður. Þess vegna þurfum við áfram að hvetja fólk með einkenni að fara í sýnatökur. Það er mjög mikilvægt.“ Minnir á rakningaappið Þórólfur segir erfitt að fastsetja hverja þessir fimm einstaklingar útsettu á ferðalagi sínu á Íslandi. „Einmitt á þeim grunni verðum við að hvetja alla til að nota rakningarappið þannig að hægt sé að nýta það. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé með rakningarappið í gangi þannig að hægt sé að leggja mat á það hverja fólk hefur útsett og hverjir hafa verið nálægt þannig að hægt sé að rekja það betur, sérstaklega þegar fólk fer að koma saman í meira mæli en áður. Annars gætum við þurft að setja mjög marga í sóttkví og það gerir rakninguna erfiðari.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þórólfur telur að við munum sjá meira af innanlandssmitum sem þessum á næstu misserum. „Sérstaklega núna þegar við ætlum að hætta að taka vottorð af þessum… Margt af þessu fólki er bólusett og var neikvætt við komuna hingað og hefur tekið í sig veiruna á leiðinni hingað. Við vitum að bólusettir geta tekið veiruna. Þetta er fólk með lítil eða engin einkenni og er þar með að greinast í þessum rútínuprófum áður en þau fara úr landi. Þau komast þar af leiðandi ekki úr landi, af því að þau eru jákvæð og þurfa þá að dúsa hér í einangrun.“ Smita minna úr frá sér en aðrir Þórólfur segist ekki hafa miklar áhyggjur, en auðvitað viti maður ekki almennilega hvernig bólusettir dreifi veirunni. „Það eru rannsóknir erlendis frá sem sýna að bólusettir sem taka veiruna smita miklu minna út frá sér en aðrir. En það verður eiginlega bara að koma í ljós. Það mun því reyna á þetta ónæmi í samfélaginu hér hvernig það verður. Þess vegna þurfum við áfram að hvetja fólk með einkenni að fara í sýnatökur. Það er mjög mikilvægt.“ Minnir á rakningaappið Þórólfur segir erfitt að fastsetja hverja þessir fimm einstaklingar útsettu á ferðalagi sínu á Íslandi. „Einmitt á þeim grunni verðum við að hvetja alla til að nota rakningarappið þannig að hægt sé að nýta það. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé með rakningarappið í gangi þannig að hægt sé að leggja mat á það hverja fólk hefur útsett og hverjir hafa verið nálægt þannig að hægt sé að rekja það betur, sérstaklega þegar fólk fer að koma saman í meira mæli en áður. Annars gætum við þurft að setja mjög marga í sóttkví og það gerir rakninguna erfiðari.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira