Körfubolti

Slökktu fyrst á deildarmeisturum Keflavíkur og svo í gosinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var mikið fagnað í Þorlákshöfn þegar Þórsliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn, þann fyrsta í sögu félagsins,
Það var mikið fagnað í Þorlákshöfn þegar Þórsliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn, þann fyrsta í sögu félagsins, Vísir/ÓskarÓ

Keflvíkingar voru ekki búnir að tapa leik síðan í febrúar þegar þeir mættu Þórsurum í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla í körfubolta. Þór vann þrjá af fjórum leikjum og tyggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

Þórsarar fögnuðu titlinum alla helgina en í gær skellti allt liðið sér í fullum skrúða að gosinu í Geldingadölum og tóku líka bikarana með.

Það er óhætt að segja að sigur Þórsara á deildarmeisturum Keflavíkur hafi komið mikið á óvart enda var síðasta tap Keflvíkinga 12. febrúar þegar kom að fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu.

Eins og Þórsarar náðu að stoppa átján leikja sigurgöngu Keflvíkinga þá er eins og þeir hafi líka náð að stoppa gosið.

Fljótlega eftir ferðalag Íslandsmeistaranna á gosstöðvarnar þá fréttist af mun minni virkni í gígnum.

Þegar myndin var tekin af Þórsliðinu með bikarinn þá var hins vegar allt í fullum gangi og hraunið streymdi frá gígnum. Það má sjá þessa skemmtilegu mynd hér fyrir neðan.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Adomas Drungilas valinn verðmætasti leikmaðurinn

Adomas Drungilas, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's deild karla. Hann átti stórleik þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×