Dagsgömlum hitametum splundrað Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2021 08:47 Fólk beitir ýmsum brögðum til að umbera hitann í Seattle. Melvin O'Brien fékk sér sæti í forsælunni undir tré með blauta tusku á höfði á meðan börnin hans léku sér í gosbrunni. AP/John Froschauer Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. Meira en áttatíu ára gamalt hitamet Kanada féll fyrst í Lytton í Bresku Kólumbíu á sunnudag þegar hitinn þar mældist 46,6°C. Það stóð ekki lengi því strax í gær var það bætt um 1,3 gráður, að sögn Veðurstofu Bresku Kólumbíu. Lytton has again broken the all-time Canadian high temperature record by reaching 47.9C today. The summary of all broken records today in BC - https://t.co/LbdCrmEJB1 #bcstorm #Lytton— ECCC Weather British Columbia (@ECCCWeatherBC) June 29, 2021 Staðbundin hitamet voru einnig slegin víða annars staðar í Bresku Kólumbíu og oft með miklum mun. Í Abbotsford, rétt austan við Vancouver, sýndi hitamælirinn 42,9°C, meira en tíu gráðum heitara en fyrra hitamet svæðisins frá 2008. Á norðvesturströnd Bandaríkjanna var hitinn einnig þrúgandi og féllu metin þar í hrönnum. Í Seattle í Washington mældist hitinn 42°C undir kvöld í gær, um tveimur gráðum hærra en metið yfir hæsta hita sem þar hefur mælst sem var sett daginn á undan. Í Portland í Oregon fór hitinn upp í 46,6°C í gær sem var í þriðja skipti á þremur dögum sem nýtt hitamet var sett þar. Hitabylgjan er sögð sérstaklega óvanalega en íbúar á svæðinu eru vanari mildu veðri. Meðalhiti í Seattle á þessum árstíma er þannig um 21°C. AP-fréttastofan segir að innan við helmingur borgarbúa sé með loftkælingu heima hjá sér. „Okkur var ekki ætlað þetta. Þetta er upphafið að varanlegu neyðarástandi. Við verðum að takast á við rót þessa vandamáls sem eru loftslagsbreytingar,“ sagði Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis. Veðurfræðingar segja að orsök hitabylgjunnar nú sé mikið hæðarsvæði yfir norðvestanverðri Norður-Ameríku og að hnattræn hlýnun af völdum manna ágeri hana enn. „Í heimi án loftslagsbreytinga hefði þetta samt verið gríðarlega öfgafull hitabylgja. Þessi er verri en sams konar atburður hefði verið fyrir fimmtíu árum og vel merkjanlega,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá Berkeley Climate-hugveitunni. Hann bendir á að meðalhiti svæðisins hafi hækkað um 1,7°C síðustu hálfa öldina. Bandaríkin Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Meira en áttatíu ára gamalt hitamet Kanada féll fyrst í Lytton í Bresku Kólumbíu á sunnudag þegar hitinn þar mældist 46,6°C. Það stóð ekki lengi því strax í gær var það bætt um 1,3 gráður, að sögn Veðurstofu Bresku Kólumbíu. Lytton has again broken the all-time Canadian high temperature record by reaching 47.9C today. The summary of all broken records today in BC - https://t.co/LbdCrmEJB1 #bcstorm #Lytton— ECCC Weather British Columbia (@ECCCWeatherBC) June 29, 2021 Staðbundin hitamet voru einnig slegin víða annars staðar í Bresku Kólumbíu og oft með miklum mun. Í Abbotsford, rétt austan við Vancouver, sýndi hitamælirinn 42,9°C, meira en tíu gráðum heitara en fyrra hitamet svæðisins frá 2008. Á norðvesturströnd Bandaríkjanna var hitinn einnig þrúgandi og féllu metin þar í hrönnum. Í Seattle í Washington mældist hitinn 42°C undir kvöld í gær, um tveimur gráðum hærra en metið yfir hæsta hita sem þar hefur mælst sem var sett daginn á undan. Í Portland í Oregon fór hitinn upp í 46,6°C í gær sem var í þriðja skipti á þremur dögum sem nýtt hitamet var sett þar. Hitabylgjan er sögð sérstaklega óvanalega en íbúar á svæðinu eru vanari mildu veðri. Meðalhiti í Seattle á þessum árstíma er þannig um 21°C. AP-fréttastofan segir að innan við helmingur borgarbúa sé með loftkælingu heima hjá sér. „Okkur var ekki ætlað þetta. Þetta er upphafið að varanlegu neyðarástandi. Við verðum að takast á við rót þessa vandamáls sem eru loftslagsbreytingar,“ sagði Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis. Veðurfræðingar segja að orsök hitabylgjunnar nú sé mikið hæðarsvæði yfir norðvestanverðri Norður-Ameríku og að hnattræn hlýnun af völdum manna ágeri hana enn. „Í heimi án loftslagsbreytinga hefði þetta samt verið gríðarlega öfgafull hitabylgja. Þessi er verri en sams konar atburður hefði verið fyrir fimmtíu árum og vel merkjanlega,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá Berkeley Climate-hugveitunni. Hann bendir á að meðalhiti svæðisins hafi hækkað um 1,7°C síðustu hálfa öldina.
Bandaríkin Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54
Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16