Covid-19 út, klassískt kvef inn Snorri Másson skrifar 29. júní 2021 11:29 Sýnataka vegna Covid hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins Vísir/Vilhelm Það er fyrirsjáanlegt: Að öllum sóttvarnaráðstöfunum hafi verið aflétt á Íslandi hefur í för með sér að sóttvarnir landsmanna verða lakari. Þessarar breytingar er strax farið að gæta á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem nokkurt rennerí er á fólki vegna kvefsótta. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar, staðfesti í viðtali á Bylgjunni í gær það sem margir hafa fundið á eigin skinni að undanförnu, að umgangspestir eru farnar að banka upp á á nýjan leik. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur „Við verðum vör við það að um leið og fólk fer að umgangast meira og þéttar, fer að bera á öðrum sýkingum. Hvort sem það eru magapestir eða öndunarfærasýkingar, eru þær áberandi þegar fólk fer að umgangast meira. Og það er svolítið óvenjulegt þegar komið er svona langt fram á sumar,“ sagði Óskar. Nú sé meira um kvefpestir, þar sem hefðbundin öndunarfæraeinkenni kæmu fram, hitavella, hósti og nefstíflur. Óskar segir þetta ekki sérlega skætt þessa stundina en að dæmi væru um kinnholu- og eyrnabólgur hjá sjúklingum. „Það hefur verið mjög mikið að gera á heilsugæslunum að undanförnu. Annars vegar er sjálfsagt uppsöfnuð þörf fyrir að mæta með langvinn einkenni og svo er svolítið um pestir. Það er bara svolítið að gera og fólk hefur sem betur fer sýnt okkur mikinn skilning og biðlund.“ Inflúensan sjálf er að sögn Óskars ekki að gera vart við sig, enda er sá veirusjúkdómur vanur að herja á landsmenn seint á veturna og yfir áramót. Það er hins vegar svo að inflúensan var töluvert máttlausari í vetur en venjulega, enda ljóst að umgangur milli fólks var minni þegar hún hefði átt að standa sem hæst. Eins og Óskar bendir á er hefðbundin kvefpest ekki eins bráð og inflúensan, sem er mun færari um að taka fólk alveg úr umferð á meðan hún ræðst til atlögu. Kvefið mallar og varir lengur, en er viðráðanlegra á meðan er. Óskar brýnir fyrir fólki að drífa sig í sýnatöku við Covid-19 ef það finnur til hefðbundinna flensueinkenna, enda geti fólk enn smitast þótt það sé bólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar, staðfesti í viðtali á Bylgjunni í gær það sem margir hafa fundið á eigin skinni að undanförnu, að umgangspestir eru farnar að banka upp á á nýjan leik. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur „Við verðum vör við það að um leið og fólk fer að umgangast meira og þéttar, fer að bera á öðrum sýkingum. Hvort sem það eru magapestir eða öndunarfærasýkingar, eru þær áberandi þegar fólk fer að umgangast meira. Og það er svolítið óvenjulegt þegar komið er svona langt fram á sumar,“ sagði Óskar. Nú sé meira um kvefpestir, þar sem hefðbundin öndunarfæraeinkenni kæmu fram, hitavella, hósti og nefstíflur. Óskar segir þetta ekki sérlega skætt þessa stundina en að dæmi væru um kinnholu- og eyrnabólgur hjá sjúklingum. „Það hefur verið mjög mikið að gera á heilsugæslunum að undanförnu. Annars vegar er sjálfsagt uppsöfnuð þörf fyrir að mæta með langvinn einkenni og svo er svolítið um pestir. Það er bara svolítið að gera og fólk hefur sem betur fer sýnt okkur mikinn skilning og biðlund.“ Inflúensan sjálf er að sögn Óskars ekki að gera vart við sig, enda er sá veirusjúkdómur vanur að herja á landsmenn seint á veturna og yfir áramót. Það er hins vegar svo að inflúensan var töluvert máttlausari í vetur en venjulega, enda ljóst að umgangur milli fólks var minni þegar hún hefði átt að standa sem hæst. Eins og Óskar bendir á er hefðbundin kvefpest ekki eins bráð og inflúensan, sem er mun færari um að taka fólk alveg úr umferð á meðan hún ræðst til atlögu. Kvefið mallar og varir lengur, en er viðráðanlegra á meðan er. Óskar brýnir fyrir fólki að drífa sig í sýnatöku við Covid-19 ef það finnur til hefðbundinna flensueinkenna, enda geti fólk enn smitast þótt það sé bólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira