Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Þróttur 1-2 | Þrjú víti forgörðum en Þróttur í 4. sætið Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 29. júní 2021 21:38 vísir/hulda margrét Þrjú víti fóru forgörðum í Eyjum er Þróttur skaust í fjórða sætið með 2-1 sigri á ÍBV. Það var hart barist á Hásteinsvelli í dag þegar að ÍBV tók á móti Þrótti R. í 8. umferð Pepsi -Max deildar kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og voru Þróttarar mun meira með boltann í byrjun fyrri hálfleiks. Þróttarar voru að koma sér í ágætisfæri í byrjun leiksins en boltinn rataði ekki í netið. Á 26. mínútu keyrðu svo Eyjastúlkur í skyndisókn. Olga með frábæra stoðsendingu á Delaney Baie Pridham sem kemur boltanum yfir Írisi Dögg í markinu og kemur ÍBV yfir, 1-0. Þetta kveikti í ÍBV sem höfðu í byrjun leiks verið á fullu að verjast góðum sóknarleik Þróttar. Þróttur hélt sínu strik en vantaði herslumuninn til að koma knettinum í netið. Á 45. mínútu fiskar Olga víti fyrir ÍBV. Delaney fer á punktinn en Íris Dögg var löngu búin að lesa hana og nánast lögð af stað í hornið áður en Delaney nær að skjóta. Hefði verið sterkt að fara tveimur mörkum yfir í hálfleikinn en Íris sá til þess að staðan var bara 1-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það voru ekki liðnar þrjár mínútur af seinni hálfleik þegar að Lorena Yvonne keyrði upp kantinn og sendir á Lindu Líf sem sólar varnarmann ÍBV og kemur boltanum fram hjá Auði í markinu. Staðan orðin jöfn, 1-1. Á 65. mínútu var svo Shaelan Grace á ferðinni fyrir Þrótt, hún misstígur sig og var sótt af sjúkrabíl stuttu seinna. Nik talaði um í viðtalið eftir leik að það hafi heyrst smellur en ekki er meira vita um stöðuna á henni. Á 81. mínútu fiskuðu Þróttarar víti. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fer á punktinn en Auður nær að verja. Ólöf nær þá frákastinu og kemur Þrótt yfir, 2-1. Á fyrstu mínútu í uppbótatíma brýtur Lorena Yvonne Baumann á Olgu Sevcovu og vítaspyrna dæmd. Það var Liana Hinds sem fór á punktinn fyrir ÍBV í þetta skipti en Íris Dögg, vítabani, varði það líka og sá til að Þróttur færi með þrjá punkta í bátinn. Lokatölur því 2-1. Afhverju vann Þróttur R.? Þær voru mun ákveðnari á boltann. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig mark í fyrri hálfleik er hægt að segja að það hafi verið þvert á gang leiksins. Þær voru góðar að spila boltanum og halda honum. Hverjar stóðu upp úr? Íris Dögg Gunnarsdóttir fór á kostum í dag. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig mark þá tók hún allt annað sem hefði getað ratað inn í markið og þar á meðal tvö víti. Þegar að Katherine Amanda Cousins fékk boltann missti hún hann ekki frá sér, spilaði honum vel og var gríðarlega öflug í dag. Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir ÍBV að halda boltanum. Þær voru trekk í trekk að senda á mótherja og einu sóknirnar voru skyndisóknir sem fóru annað hvort framhjá eða í hendurnar á Írisi. Tala nú ekki um að klúðra tveimur vítum. Hvað gerist næst? Í næstu umferð sem fer fram 6. júlí sækja Eyjastúlkur, Fylki heim kl. 18:00. Sama dag fær Þróttur R., Breiðablik í heimsókn og fer sá leikur fram kl. 20:00. Andri Ólafsson: Þetta er að kosta okkur en svona er boltinn Andri, þjálfari ÍBV, ásamt Birki, aðstoðarþjálfara.Vísir: Elín Björg Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var svekktur eftir tapið gegn Þrótti R. á Hásteinsvelli í dag. „Ég er svekktur aðallega. Við lifðum af fyrstu 20 mínúturnar og komum okkur inn í leikinn, þá hefðum við geta gert aðeins betur en mér fannst Þróttur grimmari og sterkari í allan dag. Við vorum að telja seinni boltanna sem þær unnu undir lok fyrri hálfleiks og það voru bara allir. Ég er pínu svekktur með mitt lið en þetta var skemmtilegur og flottur leikur til að horfa á.“ ÍBV komu sér yfir strax á 26. mínútu leiksins og voru því yfir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. „Að fara eftir leikplani, það gekk mjög illa í dag. Það eru alveg veikleikar hjá Þrótti, líka styrkleikar. Það fór í taugarnar á mér að við fórum ekki eftir leikplani því um leið og við gerðum það þá komumst við fyrir aftan þær, fengum færi, víti. Ég er svekktur.“ ÍBV klúðruðu tveimur vítum í leiknum og var Andri svekktur með það „Þetta er dýrt, gerðist líka á móti Stjörnunni í stöðunni 1-0. Þetta er að kosta okkur en svona er boltinn.“ Næsti leikur er á móti Fylki og vill Andri sjá sigur í þeim leik. „Þetta byrjar allt á grunninum. Það er búið að ganga aðeins illa hjá okkur að vera í stöðum, fara í tæklingar og vinna bolta. Við þurfum að fara í grunninn, svo kemur hitt,“ sagði Andri að lokum. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Nik Chamberlain: Í heildina vorum við betra liðið og áttum skilið að vinna Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var sáttur með frammistöðuna hjá sínum stelpum eftir 2-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvelli í dag. 29. júní 2021 20:46
Þrjú víti fóru forgörðum í Eyjum er Þróttur skaust í fjórða sætið með 2-1 sigri á ÍBV. Það var hart barist á Hásteinsvelli í dag þegar að ÍBV tók á móti Þrótti R. í 8. umferð Pepsi -Max deildar kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og voru Þróttarar mun meira með boltann í byrjun fyrri hálfleiks. Þróttarar voru að koma sér í ágætisfæri í byrjun leiksins en boltinn rataði ekki í netið. Á 26. mínútu keyrðu svo Eyjastúlkur í skyndisókn. Olga með frábæra stoðsendingu á Delaney Baie Pridham sem kemur boltanum yfir Írisi Dögg í markinu og kemur ÍBV yfir, 1-0. Þetta kveikti í ÍBV sem höfðu í byrjun leiks verið á fullu að verjast góðum sóknarleik Þróttar. Þróttur hélt sínu strik en vantaði herslumuninn til að koma knettinum í netið. Á 45. mínútu fiskar Olga víti fyrir ÍBV. Delaney fer á punktinn en Íris Dögg var löngu búin að lesa hana og nánast lögð af stað í hornið áður en Delaney nær að skjóta. Hefði verið sterkt að fara tveimur mörkum yfir í hálfleikinn en Íris sá til þess að staðan var bara 1-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það voru ekki liðnar þrjár mínútur af seinni hálfleik þegar að Lorena Yvonne keyrði upp kantinn og sendir á Lindu Líf sem sólar varnarmann ÍBV og kemur boltanum fram hjá Auði í markinu. Staðan orðin jöfn, 1-1. Á 65. mínútu var svo Shaelan Grace á ferðinni fyrir Þrótt, hún misstígur sig og var sótt af sjúkrabíl stuttu seinna. Nik talaði um í viðtalið eftir leik að það hafi heyrst smellur en ekki er meira vita um stöðuna á henni. Á 81. mínútu fiskuðu Þróttarar víti. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fer á punktinn en Auður nær að verja. Ólöf nær þá frákastinu og kemur Þrótt yfir, 2-1. Á fyrstu mínútu í uppbótatíma brýtur Lorena Yvonne Baumann á Olgu Sevcovu og vítaspyrna dæmd. Það var Liana Hinds sem fór á punktinn fyrir ÍBV í þetta skipti en Íris Dögg, vítabani, varði það líka og sá til að Þróttur færi með þrjá punkta í bátinn. Lokatölur því 2-1. Afhverju vann Þróttur R.? Þær voru mun ákveðnari á boltann. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig mark í fyrri hálfleik er hægt að segja að það hafi verið þvert á gang leiksins. Þær voru góðar að spila boltanum og halda honum. Hverjar stóðu upp úr? Íris Dögg Gunnarsdóttir fór á kostum í dag. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig mark þá tók hún allt annað sem hefði getað ratað inn í markið og þar á meðal tvö víti. Þegar að Katherine Amanda Cousins fékk boltann missti hún hann ekki frá sér, spilaði honum vel og var gríðarlega öflug í dag. Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir ÍBV að halda boltanum. Þær voru trekk í trekk að senda á mótherja og einu sóknirnar voru skyndisóknir sem fóru annað hvort framhjá eða í hendurnar á Írisi. Tala nú ekki um að klúðra tveimur vítum. Hvað gerist næst? Í næstu umferð sem fer fram 6. júlí sækja Eyjastúlkur, Fylki heim kl. 18:00. Sama dag fær Þróttur R., Breiðablik í heimsókn og fer sá leikur fram kl. 20:00. Andri Ólafsson: Þetta er að kosta okkur en svona er boltinn Andri, þjálfari ÍBV, ásamt Birki, aðstoðarþjálfara.Vísir: Elín Björg Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var svekktur eftir tapið gegn Þrótti R. á Hásteinsvelli í dag. „Ég er svekktur aðallega. Við lifðum af fyrstu 20 mínúturnar og komum okkur inn í leikinn, þá hefðum við geta gert aðeins betur en mér fannst Þróttur grimmari og sterkari í allan dag. Við vorum að telja seinni boltanna sem þær unnu undir lok fyrri hálfleiks og það voru bara allir. Ég er pínu svekktur með mitt lið en þetta var skemmtilegur og flottur leikur til að horfa á.“ ÍBV komu sér yfir strax á 26. mínútu leiksins og voru því yfir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. „Að fara eftir leikplani, það gekk mjög illa í dag. Það eru alveg veikleikar hjá Þrótti, líka styrkleikar. Það fór í taugarnar á mér að við fórum ekki eftir leikplani því um leið og við gerðum það þá komumst við fyrir aftan þær, fengum færi, víti. Ég er svekktur.“ ÍBV klúðruðu tveimur vítum í leiknum og var Andri svekktur með það „Þetta er dýrt, gerðist líka á móti Stjörnunni í stöðunni 1-0. Þetta er að kosta okkur en svona er boltinn.“ Næsti leikur er á móti Fylki og vill Andri sjá sigur í þeim leik. „Þetta byrjar allt á grunninum. Það er búið að ganga aðeins illa hjá okkur að vera í stöðum, fara í tæklingar og vinna bolta. Við þurfum að fara í grunninn, svo kemur hitt,“ sagði Andri að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Nik Chamberlain: Í heildina vorum við betra liðið og áttum skilið að vinna Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var sáttur með frammistöðuna hjá sínum stelpum eftir 2-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvelli í dag. 29. júní 2021 20:46
Nik Chamberlain: Í heildina vorum við betra liðið og áttum skilið að vinna Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var sáttur með frammistöðuna hjá sínum stelpum eftir 2-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvelli í dag. 29. júní 2021 20:46
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti